Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 52
52 heilsa Helgin 5.-7. september 2014  Útrás Ms fjárfestir í danskri skyrfraMleiðslu Skyrið vinsælt í Finnlandi og kynnt í Bretlandi Skyr er selt í Noregi og Finnlandi samkvæmt sérleyfum. Mjólkursamsalan, MS, fjár- festi í tækjum fyrir um 180 milljónir króna í mjólkurbúi Thise á Jótlandi í Danmörku, að því er fram kom í Morgun- blaðinu í febrúar síðastliðnum. Þar sagði Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS, tilganginn með fjárfestingunni vera, auk framleiðslunnar í Danmörku, að geta annað eftirspurn eftir skyri í Finnlandi á þessu ári og til að geta hafið kynn- ingu á skyri í Bretlandi. MS setti met í skyrsölu á Norðurlöndunum í fyrra og útlit er fyrir mun meiri sölu þar á þessu ári en í fyrra. Í Noregi og Svíþjóð er skyr framleitt og selt samkvæmt sérleyfum. MS leigir danska Thise mjólkurbúinu véla- og pökk- unarbúnað en búið er danskur samstarfsaðili Mjólkursam- sölunnar. Fram kom í blaðinu að Thise hefði tvöfaldað heimamarkaðinn á síðasta ári. Áætlað var, að því er fram kom í fréttinni, að sala á skyri í Finnlandi næmi 1.800 tonnum á þessu ári og að um 1400 tonn komi frá Thise í Danmörku. „Það var annaðhvort fyrir okkur að fara í þessa fjár- festingu,“ sagði Jón Axel, „eða eiga á hættu að einhver annar tæki yfir þennan sterka markað sem er orðinn til í Finnlandi.“ f yrir átta árum hittust ís-lenskir og danskir ráðherrar í móttöku á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Tilefnið var kynning á þúsund ára gamalli ís- lenskri mjólkurafurð, skyri, segir í frétt Jótlandspóstsins í vikunni. Þar kemur fram að í upphafi hafi sala mjólkurbúsins Thise Mejeri, fyrsta framleiðanda skyrs í Danmörku, gengið heldur báglega og svartsýni ríkt um framhaldið en varan var aukaafurð og eingöngu seld í versl- unum Irma. Engin ástæða var hins vegar fyrir svartsýni hvað skyrið varðaði, þessa heilsuvöru sem öldum saman hefur verið á borðum Íslendinga, því alger sölusprengja hefur orðið á skyri í Danmörku undanfarin misseri. Salan milli áranna 2012 óx um 200 prósent og aukningin í ár nemur 300 prósent. Slíku hefur Mogens Poulsen, sölustjóri Thise, aldrei kynnst með nokkra framleiðsluvöru en Thise hefur orðið að fjárfesta í auknum búnaði til að fylgja sölu- aukningunni eftir. Þegar salan á skyrinu fór að aukast fyrir þremur, fjórum árum, fór Arla Foods einnig að framleiða skyr. Arla selur nú um helming alls þess skyrs sem framleitt er í Dan- mörku. Þar hefur sprenging einn- ig orðið í sölunni. Aukning á sölu skyrs hjá Arla Foods nam 275 pró- sent og framleiðslan er í mikilli þró- un, að því er fram kemur hjá Mætte Færch markaðsstjóra. Hún segir að söluaukninguna megi þakka áherslu á sölu hollra, fitulítilla mat- vara með háu próteininnihaldi. Þegar skyr kom á danska markað- inn voru sýrður rjómi og grísk jóg- úrt þar á fleti fyrir en skyrið hefur að verulegu leyti komið í stað þess- ara mjólkurvara, segir Mætte og bætir við að um helmingurinn af skyrframleiðslu fyrirtækisins fari á morgunverðarborð Dana. Arla Foods framleiðir nú 7-8 þús- und tonn af skyri. Þótt ákveðnar jógúrtegundir hafi orðið að víkja fyrir íslenska hástökkvaranum koma einnig nýir neytendur til. Þriðjungur skyrkaupendanna hef- ur aldrei keypt súrmjólkurfram- leiðslu fyrr. Það eru neytendur sem leita að þeirri þægilegu seddutil- finningu sem skyrið veitir – og þar er einkum um konur að ræða, segir Mætte Færch. Fjölbreytni framleiðslunnar hef- ur aukist hröðum skrefum með auknum vinsældum. Nú er skyr- ið vinsælt sem morgunmatur og í boxum sem fólk tekur með sér. Drykkjarskyr er enn fremur vin- sælt og kryddað skyr er notað sem ídýfa. Nýjasta afurðin er frosið skyr. Hjá upphaf lega framleiðand- andum, Thise Mejeri á Jótlandi, sem hóf skyrframleiðsluna í sam- starfi við Mjólkursamsöluna, óttast menn þó ekki samkeppnina. Hreint skyr, Skyr Naturel, stend- ur undir lang- mest u a f framleiðslu mjólkur- búsins. Þar á bæ telja menn skyr- söluna enga bólu heldur sé skyrið komið til að vera á borðum Dana. Tilfinning okk- ar er að skyrið sé orðið hefð- bundinn réttur Dana," segir Mo- gens Poul- sen. Fram kemur í Jótlands- póstinum að danskir neyt- endur meg i vænta nýjunga í skyrframleiðsl- unni á næst- unni. Arla Food fylgir heilsubylgj - unni sem f leytt hefur íslenska skyrinu svo langt á dönskum mark- aði og mun kynna nýja fitusnauða skyrframleiðslu. Thise mun hins vegar kynna fyrir Dönum gamla íslenska upp- skrift, skyr hrært með þeyttum rjóma. Það mýkir skyrið og mildar bragðið, segir Mogens Poulsen. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Heilsufæða Metsala á íslenskri Mjólkurafurð í danMörku Íslenska skyrið orðinn fastur liður í matarhefð Dana. Danskir framleiðendur eiga erfitt með að fullnægja eftirspurn. Thise hóf framleiðslu á skyri í Danmörku árið 2006 í samstarfi við Mjólkursam- söluna. Þá framleiddi fyrirtækið 200 kíló á viku. Nú er framleiðslan 60 tonn á viku. Mynd Thise Mejeri Danskar konur vitlausar í skyr Skyr frá Arla Foods. fjöldi tilboða borðstofu- borðum og -stólum borðstofudagar í september 2 fyrir1 tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 tilboðsverð: frá 148.000 kr. tilboðsverð: 11.920 kr. tilboðsverð: 18.000 kr. tilboðsverð: 29.500 kr. tilboðsverð: 111.200 kr. tilboðsverð: 99.200 kr. tilboðsverð: 4.720 kr. tilboðsverð: 22.500 kr. 2 stk. tilboðsverð: 34.500 kr. 2 stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.