Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 23

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 23
Sölusýning Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning á morgun frá kl. 10 til 16. Á morgun efnum við til sölusýningar í verslun okkar í Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt það nýjasta sem við bjóðum, m.a. þvottavélar með sjálfvirkum kerfum og vigt, uppþvottavélar með öflugri Zeolite-þurrkun, kæliskápa með tækni sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta, þurrkara með sjálfhreinsandi rakaþétti og fleira og fleira. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður verulega góður afsláttur. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni! lengi er ekkert auðvelt að kveðja fjárhagslegt öryggi, en maður má heldur ekki staðna. Þá er nú betra að vera óttaslegin í smá stund. Við erum öll mismundandi rót- laus og mér finnst soldið gott að reika, það er bara hluti af mér og mínu uppeldi. Ég ferðaðist mikið með foreldrum mínum sem barn, bjó svo í Frakklandi þar sem ég tók BA próf í frönsku og ítölsku áður en ég svo lærði leiklist í London. Þann- ig að ég var vön flakkinu áður en öryggið í Þjóðleikhúsinu tók við,“ segir Brynhildur en bætir því við að auðvitað sé maður á stöðugu ferða- lagi þegar maður vinnur í leikhúsi. „Yale var ferðalag sem ég þurfti á að halda. Það var svo heillandi að vera þarna umkringd allskonar fólki úr öllum áttum. Sumir voru að koma beint úr BA-námi á meðan aðrir voru með 10 ára reynslu í leikhúsi og engum var þjappað í sama mót- ið. Í þessu umhverfi gat ég skrifað stanslaust í 10 mánuði og það var frábært. Og það besta var að ég fékk þarna tækifæri til að slökkva á gemsanum og bara skipta um gír. Stór hluti tímans fór að sjálfsögðu í dagdrauma og svo krísur þar sem ég velti því fyrir mér hvað í ósköp- unum ég væri að gera þarna, allt of gömul og örugglega ekki á réttum stað,“ segir Brynhildur og skelli- hlær eftir á að krísunum. Persónulegasta verkið til þessa Leikverkið Fíll, sem sýnt verður í Kassanum í vetur, er afrakstur þessa lærdómsríka tímabils í lífi Brynhildar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa svona persónulegt verk. Brák og Frida eru verk af öðrum toga því þau byggja á sögu- legum grunni. Í þessu nýja verki fæ ég í fyrsta sinn frelsi til að skrifa út frá sjálfri mér og til að skrifa á hvaða hátt sem er. Það lærði ég líka í náminu, að það má skrifa á allan hátt. Bandaríkjamenn eru á ofsa- lega skemmtilegum stað hvað varð- ar leikritun, þeir skrifa óhefðbundið og leikrit er ekki bara eitthvað eitt. Andstætt því sem sumir halda fram hér heima.“ Verkið segir Brynhildur fjalla um konu og karl sem bæði hafa beðið andlegt og tilfinningalegt skipbrot og mismunandi leiðir þeirra til að takast á við það. Það sé þó ekki sett upp í því sem telst hefðbundið form og því sé það sérstaklega forvitni- legt fyrir hana að sjá hvernig leik- stjórinn, Marta Nordal, muni takast á við verkið. En að sama skapi segir Brynhildur það vera mjög skrítna tilfinningu að setja sitt eigið verk í hendurnar á öðrum. „Þetta er alveg agaleg tilfinn- ing,“ segir hún og hlær, „en ég er sérstaklega ánægð með að Marta Nordal hafi tekið verkið mitt að sér því ég hef miklar mætur á henni sem leikhúsmanneskju. Hún er svo afburðaklár og fagurfræðilega óað- finnanleg. Svo fékk ég líka frábæra leikara, þau Lilju Nótt og Stefán Hall. Ég er mjög spennt yfir þessu, að sjá hvaða hljóð muni koma úr rana fílsins. Ég veit ekkert endilega hvað þetta er og það er bara í lagi. Ég ætla allavega að smella mér í spari og mæta á frumsýningu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Brynhildur er ánægð með þá áherslu sem lögð verður á konur í leikhúsinu í vetur. „Þetta er auðvitað alltaf sama tuggan, konur verða að láta til sín taka. Kannski er nauðsynlegt að handstýra því á einhvern hátt, en það verður jafnframt að gera það á fallegan hátt. Það er ekki nóg að segja bara; „ok, gerum núna eitthvað fyrir stelpurnar og finnum eitthvað leikrit með fullt af konum í.“ Það verður að koma frá réttum stað, kreatívum stað.“ Mynd Hari viðtal 23 Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.