Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 74
Ljónunum þykir gott þegar þeim er klórað á kviðnum. Minnstu ljónunum finnst mjög gaman þegar leikið er við þau með priki.  DýravernD Ljónum í afríku hefur fækkað um 80 prósent Gætti ljóna í sumarfríinu Ingunn Erla Kristinsdóttir dvaldi í Zambíu í sumar og annaðist hóp ljónshvolpa. Villtum ljónum í Afríku hefur fækkað mikið á undanförnum árum og tók hún þátt í verkefni sem miðar að því að þjálfa ljónshvolpa, sem fæddir eru af ófrjálsum ljónum, til að lifa frjálsir úti í náttúrunni. I ngunn Erla Kristinsdóttir starfaði sem sjálfboðaliði í bænum Livings-tone í Zambíu í sumar og gætti þar ljónshvolpa á aldrinum 4 til 18 mánaða. Þar tók hún þátt í verkefni sem miðar að því að fjölga villtum ljónum í Afríku en þeim hefur fækkað um 80 prósent á síðastliðnum 30 árum. „Mitt starf fólst meðal annars í að fara með ljónin í gönguferðir, leika við þau og gefa þeim að borða,“ segir Ingunn. Ljónin eru friðuð en algengt er að þau séu skotin fari þau nálægt íbúabyggð. Ljónin eru mikilvægur hluti af fæðukeðjunni og til- vist þeirra nauðsynleg vistkerfinu. Hugmyndafræðin að baki verkefninu er að vernda og þjálfa ljónshvolpa sem fæddir eru af ófrjálsum ljónum og gera þá sjálfbjarga. Þeim er svo sleppt út í náttúruna og afkvæmi þeirra verða frjáls. Ingunn kveðst ekki hafa verið hrædd við ljónin en þó örlítið óörugg í fyrstu. „Minnstu ljónunum finnst mjög gaman þegar leikið er við þau með priki. Þeim finnst líka mjög gott þegar þeim er klórað á kviðnum. Þegar ég kynntist ljónunum betur fann ég að hvert og eitt þeirra er með mismunandi persónuleika.“ Í gönguferðunum var Ingunn alltaf með prik því ljónin geta bitið. Ef þau gera sig líkleg til að bíta er nóg að reisa prikið upp því þau óttast hæðina. Þor- andi er að fara með ljónin í gönguferðir þangað til þau verða 18 mánaða gömul en eftir það er þeim sleppt frjálsum á stórt svæði þar sem þau veiða sér fæðu sjálf og mannlegum inngripum hætt en fylgst með hvernig þeim reiðir af. Sjálfboðaliðarnir bjuggu í litlum leir- kofum í útjaðri bæjarins Livingstone sem er nálægt Viktoríufossum og þjóð- garðinum Mosi-oa-Tunya. Á svæðinu er mikið um villt dýr eins og buffla og flóðhesta og því er ekki talið óhætt fyrir fólk að vera úti á kvöldin. Klukkan sex á morgnana gaf Ingunn ljónshvolpunum mjólk í skál og tóku þeir alltaf hraust- lega til matar síns og gáfu frá sér öskur þegar þeim var gefið kjöt. „Við þriggja til fjögurra mánaða aldur fara ljónin að fá kjöt. Þau voru alltaf mjög spennt að fá kjötið sitt og létu þá vel í sér heyra. Þegar ég var að gefa þeim mjólk hélt ég skálinni alltaf kyrri því annars myndi hellast niður. Þau eru mjög gráðug.“ Ingunn lærði kjólasaum í Tækniskól- anum en starfar núna sem leiðbeinandi á leikskólanum Höfðabergi. Hún var að leita sér að „au pair“ starfi í útlöndum á vefnum Nínukot þegar hún rakst fyrir tilviljun á auglýsingu um sjálfboða- starfið í Zambíu. Sjálfboðaliðarnir fóru einnig í heimsóknir í grunnskóla og kenndu ensku og fræddu nemendur um ljónin. Eftir dvölina í Zambíu í sumar er Ingunn heilluð af Afríku og strax farin að leggja drög að næstu ferð. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Ingunn Erla Kristinsdóttir með einu ljónanna í Livingstone í Zambíu. Í gönguferðunum var hún alltaf með prik því ljónin geta bitið. Geri þau sig líkleg til að bíta er nóg að reisa prikið upp því þau óttast hæðina. Fjöldi villtra ljóna í Afríku Árið 1975 200.000 Árið 2012 32.000 Auk þess að gæta ljóna fræddu sjálfboðalið- arnir grunnskólanemendur um ljónin og kenndu ensku. WWW.LEIKHUSID.IS  rIff heImILDarmynD eftIr Þóru tómasDóttur Mynd um sjálfsefa í skapandi umhverfi Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 25. september og stendur yfir til 5. október. Sýningar fara fram m.a í Háskólabíói, Tjarnarbíói, Bíó Paradís og í Norræna húsinu. Alls munu þrettán kvikmyndagerðarmenn keppa í glæsilegum stuttmyndaflokki RIFF í ár. Meðal leikstjóra er Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona, sem kannar sjálfsefann í heimildarmynd sinni Ef. Mynd um hvernig sjálfsefinn kemur fram í skapandi vinnuferli mismunandi listamanna. „Mig langaði að gera heimildarmynd sem er unnin út frá ákveðnum tilfinningum í stað atburðarásar sem allir þekkja. Sjálfsefinn er eitthvað sem allir glíma við og ég er að velta upp spurningum um þá tilfinningu. Það eru mjög margir sem finna sterkt fyrir sjálfs- trausti í því sem þeir fást við, en um leið fyrir miklum sjálfsefa, og það er mjög áhugavert,“ segir Þóra. „Ég hef sjálf fundið fyrir því í mínu starfi að geta aldrei verið ánægð með mig og það sem ég er að gera og þess í stað rifið mig niður í harðri sjálfsgagnrýni og neikvæðni. Það er eflaust rétt að maður eigi ekki að taka of mikið mark á þessu og hætta að kvelja sig með sjálfsgagnrýni, en mér finnst líka nauðsynlegt að kryfja þetta.“ Í myndinni ræðir Þóra við 5 þekkta ein- staklinga sem allir hafa náð langt á sínu sviði, en hafa allir það sameiginlegt að glíma við einhverskonar sjálfsefa. Viðmælendur Þóru eru Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður, Auður Jónsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundar, Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari og Jón Gnarr, fyrrverandi borgar- stjóri. „Jón hefur einstakt lag á því að sýna á sér margar hliðar og er opinn til umræðu um þessa hluti. Hann er í rauninni eini viðmæl- andinn í myndinni sem hefur tamið sér að tala um þetta opinberlega,“ segir Þóra. „Aðrir viðmælendur hafa ólíka nálgun og nota sjálfsefann með ólíkum hætti. Sumir til góðs og eflingar, á meðan aðrir hafi glímt við lamandi efasemdir.“ Allar upplýsingar um myndina eru á slóð- inni www.facebook.com/efheimildarmynd. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Egill Sæ- björnsson mynd- listamaður er einn viðmælanda Þóru. Sketsar aftur á dagskrá Heyrst hefur að Rás 2 muni í vetur taka upp þann sið að vera með leikna útvarps- sketsa eins og hefur tíðkast reglulega í gegnum árin. Hér áður fyrr mátti heyra sketsa eins og Smásálina, Bibbu á Brávallagötunni og Ekki fréttir svo einhverjir séu nefndir. Nú á að taka upp þennan sið og í vetur mega hlustendur eiga von á því að heyra sketsa frá grínurum eins og Steinda, Dóra DNA, Önnu Svövu og fleiri. George Col- ligan í Hörpu Djasstónleikar verða haldnir á sunnudagskvöld í Kaldalónssalnum í Hörpu. Fram kemur bandaríski píanistinn George Colligan ásamt þeim Þorgrími Jóns- syni bassaleikara og Scott McLemore trommuleikara. Colligan er djassunnendum vel kunnugur fyrir leik sinn með Jack DeJohnette, Cassandra Wilson, Don Byron, auk annarra og hefur hann leikið inn á yfir 100 hljómplötur. Hann hefur hljóðritað 24 diska undir eigin nafni þar sem djúpstæðar tónsmíðar og framúrskarandi tækni hans fá að njóta sín. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Margrét til Kormáks og Skjaldar Lífskúnstnerinn og sirkus- mærin Margrét Erla Maack biðlaði til vina sinna á Fa- cebook fyrir skömmu að nú væri hún í atvinnuleit. Sirkuss- umrinu er lokið og magadans- mærin var atvinnulaus. Það ástand stóð þó ekki lengi því í næstu viku hefur Margrét störf í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi. Hún mun því aðstoða herramenn um val á klæðnaði frá toppi til táar. 74 dægurmál Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.