Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 24
Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.isw .rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 87 4 Tígurinn mættur til Englands Samtals 237 leikir, 139 mörk. L okadagur evrópska leik-mannagluggans í knatt-spyrnu var á mánudaginn og voru knattspyrnuáhugamenn um allan heim mjög uppteknir af stöðugum fréttum dagsins. Á lokadeginum hafa mörg leik- mannakaupin verið stór og drama- tísk. Á síðasta ári voru kaup á leikmönnum eins og Fellaini til Manchester United og Mezut Özil til Arsenal mjög stór og var því við öllu að búast í ár. Lokadagur- inn var óvenju rólegur en stærsta hreyfingin var í Manchester þeg- ar Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao var tilkynntur á leið sinni til norður Englands. Fréttin kom snemma um morg- uninn og var samningur um eins árs lánstíma undirritaður seint um kvöldið, svo lokadagurinn fjallaði um lítið annað. Radamel Falcao Garcia Zarate er 28 ára Kólumbíumaður sem hefur verið mjög iðinn við það að skora mörk á sínum ferli. Hann er alinn upp af kristinni fjölskyldu í Kólumbíu og var faðir hans, Rada- mel Garcia, liðtækur varnarmaður með liðum í heimalandinu. Falcao hefur aldrei staldrað lengi við hjá hverju félagi eftir að hann var seldur til Evrópu frá argentínska félaginu River Plate árið 2009. Margir hafa gagnrýnt hann fyrir að elta frekar peninga en tryggð þjálfara eða stuðnings- manna. Á síðasta ári varð hann fyrir því óhappi að meiðast illa í leik með Monaco sem varð til þess að þessi hæfileikaríki leikmaður gat ekki spilað fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Brasilíu í sumar. Stuðningsmenn Manchester United vona því að hann komi tvíefldur til leiks í ensku úr- valsdeildinni í vetur. Það verð- ur gaman að fylgjast með Tíg- urnum, El Tigre, eins og Falcao er gjarnan nefndur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ferill með félagsliðum 2002 - 2005 Lanceros Boyaca KÓL Leikir: 8 Mörk: 1 2005 - 2009 River Plate ARG Leikir: 90 Mörk: 34 2009 - 2011 Porto POR Leikir: 51 Mörk: 41 2011 - 2013 Atletico Madrid SPÁ Leikir: 68 Mörk: 52 2013 - 2014 Monaco FRA Leikir: 20 Mörk: 11 2014 Manchester United ENG 2007 Landslið Kólumbíu Leikir:51 Mörk: 20 2009 River Plate   Porto 5.430.000 ¤ 2011 Porto   Atletico Madrid 47.000.000 ¤ 2013 Atelitico Madrid   Monaco 60.000.000 ¤ 2014 Monaco   Man. United 7.060.000 ¤ Kaupverð Samtals 119.490.000 ¤ 18.381.627.810 kr. Lj ós m yn di r/ N or di cP ho to s/ G et ty Þó koma Radamels Falcao á lokadeginum hafi vakið mesta eftirtekt var ýmislegt annað í félagsskiptaglugg- anum sem vakti athygli. Mesta eyðslan 1. Manchester United 150 milljónir punda. 2. Liverpool 117 milljónir punda. 3. Chelsea 91 milljón punda. Stærstu kaupin Angel Di Maria 59,7 milljónir punda frá Real Madríd til Manchester United. Heildareyðslan Ensku liðin eyddu alls 835 milljónum punda í leik- mannakaup á þessu ári. Í fyrra eyddu þau 630 milljón- um og 490 milljónum punda árið 2012. Mestu peningarnir í Englandi Lið í ensku úrvalsdeildinni eyddu alls 835 milljónum punda í ár. Á sama tíma eyddu lið í La liga á Spáni 425 milljónun punda og lið í Serie A á Ítalíu eyddu 260 milljónum punda. Ótrúlegar upphæðir 24 fótbolti Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.