Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 12
Þ egar ég var að byrja í með-ferðinni var okkur ráðlagt að minnka sykurneysluna jafnt og þétt yfir vikuna til að trappa okkur niður. Ég hins vegar fór strax að skipuleggja í huganum hvernig ég gæti borðað sem allra mest alla vikuna. Ég nánast setti upp í Excel-skjal hvað ég ætlaði að borða og hvenær,“ segir Ragnheið- ur Sylvía Kjartansdóttir sem hefur glímt við matarfíkn frá barnsaldri. Í febrúar 2012 leitaði hún sér hjálp- ar hjá MFM-miðstöðinni, Með- ferðar- og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana. Fyrsta árið missti hún 35 kíló og eftir meðferðina tileinkaði hún sér 12-spora kerfi, vigtar allan matinn sem hún borðar og sneiðir hjá einföldum kolvetnum. „Þetta er engin töfralausn. Ég er ekki komin í kjörþyngd en ég er heilbrigðari, mér líður miklu betur andlega og ég er mun skemmtilegri en áður,“ segir hún. „Ég hef lengi átt í óheilbrigðu sambandi við mat. Ein af fyrstu minningum mínum því tengdu var þegar ég var átta ára og vin- kona mín úr skólanum fékk að kaupa sér snúð og kókómjólk eftir skóla. Mér fannst stórmerkilegt að þetta væri hægt. Þegar ég horfi til baka sé ég að alltaf þegar ég hafði tækifæri til þá valdi ég óhollari valkostinn. Í skólanum vorum við með matarmiða og ég valdi alltaf frekar djús og kókómjólk í staðinn fyrir mjólk, bara sem dæmi. Eftir því sem ég varð eldri því meira frelsi hafði ég til að borða það sem ég vildi. Sumir borða óhollt eða í óhóflegu magni. Ég gerði hvoru tveggja.“ Ragnheiður Sylvía segir það algengt einkenni matarfíknar að fólk leitast við að borða einsam- alt. „Þú sást mig aldrei í boði með troðfullan disk, hvað þá að ég fengi mér ábót. Að öllum líkindum var ég hins vegar búin að borða ein áður en ég fór í boðið og fékk mér svo að borða aftur þegar ég kom heim.“ Hún var komin í ofþyngd strax sem unglingur og í gegnum árin prófaði hún alla helstu kúra og duft. Þremur árum áður en hún hóf meðferð hjá MFM-miðstöðinni fór hún þangað í viðtal. „Þar var mér sýnt svart á hvítu að ég væri matarfíkill. Ég fór hins vegar í mikla vörn. Ég var 25 ára gömul, klár og vel menntuð. Ég fékk gott uppeldi og vissi hvað var rétt og rangt í lífinu. Það bara passaði ekki að ég væri matarfíkill.“ Hún gekk út og hélt áfram rússíban- areið matarfíkilsins. „Mér finnst eiginlega lýsa því best að ég hafi verið blind að aka bíl. Ég var gjör- samlega stjórnlaus. Ég var búin að ná algjörum botni og var mjög þung – andlega og líkamlega – þegar ég ákvað að viðurkenna vandann og fara í meðferð hjá MFM-miðstöðinni.“ Hún segir það hafa verið erfið skref að horfast í augu við að vera matarfíkill. „Það er innprentað í okkur að hugsa í skyndilausnum. Ég er búin að léttast mikið og mér líður betur. Ég veit samt að ef ég tek bita af súkkulaði eða breyti út af vananum á annan hátt þá fer ég á sama stað og áður en ég byrjaði. Matarfíkn er ekkert öðruvísi en alkóhólismi. Þetta er fíkn.“ Hún er þakklát fyrir þá aðstoð sem hún fékk hjá MFM-miðstöðinni, sem er eina meðferðarstofnunni á Íslandi sem veitir meðferð við matarfíkn, og það er hluti af hennar daglega lífi að tilheyra 12-spora samtökum. „Kílóin eru aukaatriði þegar á heildina er litið. Þetta er spurning um allsherjar lífsstílsbreytingu.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Besti bíllinn. Audi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins 2014* af blaðamönnum frá 22 löndum. Takk fyrir okkur! *World Car Awards 2014, New York: www.wcoty.com Afneitaði matarfíkninni Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir var í tvöfaldri kjörþyngd sinni þegar hún leitaði sér hjálpar vegna matarfíknar. Hún hafði frá barnsaldri átt í óheilbrigðu sambandi við mat. Ragnheiður Sylvía líkir stjórnleysi sínu í áti við það að vera blind að aka bíl. Að meðferð lokinni gekk hún til liðs við 12 spora samtök og vigtar allan mat sem hún borðar. Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir var búin að prófa alla helstu megrunarkúra og duft en ekkert virkaði þar til hún leitaði sér meðferðar við matarfíkn. Ljósmynd/Hari Ragnheiður Sylvía desember 2010. Um ári áður hafði henni verið sagt að hún væri matarfíkill en hún afneitaði því. 12 fréttaviðtal Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.