Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 10
NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík Sími 590 2160 · www.notadir.is Suzuki Grand Vitara Árgerð 2012, ekinn 31 þús. km., bensín, beinskiptur 4x4. Verð: 4.090.000 kr. Honda CRV Árgerð 2012, ekinn 48 þús. km., bensín, sjálfskiptur 4x4. Verð: 4.690.000 kr. Nýlegir bílar á betra verði Bílaleigubílarnir komnir í sölu Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-164x4 4x4 Láu hjartað ráða Maískökurnar eru glúten- lausar og innihalda engan sykur. Þær eru stökkar og bragðgóðar og henta vel sem millimál. Tímamót í greiningu matarfíknar Nýtt greiningartæki fyrir matarfíkn verður kynnt á málþingi um helgina þar sem leitað verður svara við því hvernig hægt sé að bæta meðferð við offitu og átvanda. Matarfíkn er ekki viðurkenndur sjúkdómur á Íslandi en engu að síður hafa yfir 2000 manns leitað sér aðstoðar vegna matarfíknar á síðustu átta árum. M atarfíkill getur ekki feng-ið sér bara litla sneið af vínarbrauði, ekkert frek- ar en alkóhólisti getur bara fengið sér einn bjór. Fagfólk er byrjað að átta sig á því að matarfíkn er raun- verulegur fíknisjúkdómur,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir, fíkniráðgjafi og stofnandi MFM- miðstöðvarinnar, meðferðar- og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana. Hún er einnig for- maður Matarheilla, réttindafélags fyrir þá sem eiga við matarfíkn og átraskanir að stríða, en félagið stendur fyrir málþingi um matar- fíkn í Norræna húsinu á morgun, laugardag. Yf irskrif t málþingsins er „Hvernig bætum við meðferðir við offitu og átvanda?“ og meðal fyrir- lesara er Bitten Jonsson, fíkniráð- gjafi og hjúkrunarfræðingur frá Sví- þjóð, sem þar kynnir greiningartæki sem hún þróaði til að greina matar- fíkn, það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er ekki skimunar- tæki heldur greiningartæki. Þetta eru spurningalistar sem fagfólk fær þjálfun í að nota. Svörin eru síðan sett inn í tölvu sem síðan sýnir graf yfir vandann. Þessar niðurstöður er síðan hægt að nota sem grunn að meðferðarprógrammi,“ segir Esther Helga. Á málþinginu verður heilbrigðisráðherra, sem og öllum þátttakendum, afhentur upplýsinga- pakki sem inniheldur greiningar- lista, upplýsingar um hvað matarfíkn er, rannsókn- ir sem liggja að ba k i greining- u m og leiðbein- ingar um hvernig skuli staðið að meðferð. Átta ár eru síðan Esther Helga stofnaði MFM- miðstöðina. Á þessum tíma hafa rúmlega tvö þúsund manns tekið þátt í meðferðarstarfi á vegum mið- stöðvarinnar. Hún segir að sam- kvæmt bandarískum rannsóknum sé talið að allt að 30% Bandaríkja- manna þjáist af matarfíkn. „Það má því ætla að 10-30% Íslendinga séu matarfíklar en þetta þarf að rann- saka betur. Með tilkomu greining- artækisins og aukinni þekkingu fagfólks getum við meti þetta bet- ur,“ segir hún. Almennt er litið á matarfíkn sem líffræðilegan, huglægan og and- legan sjúkdóm. Þegar matarfíkill neytir ákveðinna fæðutegunda, svo sem fitu, sykurs eða sterkju, valda þessi efni líkamlegri löngun til að fá sér meira og helst klára það sem til er. Viðkomandi neytir þessara matartegunda vegna þess að þær veita honum vellíðan en eftir því sem sjúkdómurinn þróast hættir fólk að finna vellíðunartilfinn- inguna en heldur samt áfram að borða. Líkt og með aðra fíkn- isjúkdóma fer matarfíkill að telja sjálfum sér trú um að það sé allt í lagi að fá sér „bara smá“ en raun- veruleikinn er sá að matarfíkillinn missir stjórn á átinu og vítahringur fíknarinnar kviknar. Matarfíkn er ekki viðurkennd- ur sjúkdómur af íslenskum stjór- nvöldum en eitt af því sem Matar- heill berst fyrir er að fíknin verði skilgreind sem sjúkdómur, líkt og áfengis- og vímuefnafíkn. „Samtök fíknilækna í Bandaríkjunum hafa gefið út yfirlýsingu um að fíknir séu heilasjúkdómur og þeir taka matar- fíkn þar inn í. Í alþjóðasamfélaginu er mikil umræða um nauðsyn þess að flokka matarfíkn sem sjúkdóm enda er það forsenda þess að hægt sé að veita fólki viðeigandi með- ferð.“ MFM-miðstöðin hefur frá upphafi verið rekin án opinberra styrkja þó sum stéttarfélög niður- greiði meðferð þar. Að lokinni með- ferð geta matarfíklar gengið til liðs við 12 spora samtök matarfíkla. Tvenn slík samtök eru starfandi hér á landi, OA-samtökin (Overeaters Anonymous) og GSA (Grey Shee- ters Anonymous). Helsti munurinn á þessum tveimur samtökum er að í GSA fer fólk eftir nákvæmu matar- plani, borðar þrisvar á dag og vigtar matinn, en í OA fer hver þá leið sem hann kýs til að halda sér í bata. Esther Helga bendir á að mat- arfíkn leiði af sér fjölda annars konar heilbrigðisvandamála. „Of- þyngd hrjáir marga matarfíkla en það er þó ekki algilt. Margir geta viðhaldið þyngd sinni til að byrja með, þeir fara endurtekið í átak, en þeir missa tökin alltaf aftur. Þegar fólk fer í þessa neyslu fer heilsan að bila. Fólk fær sykursýki, hjarta- sjúkdóma, glímir við ófrjósemi og gigtarsjúkdóma. Það versta er samt andlega hliðin. Þunglyndi og kvíð- araskanir fylgja matarfíkn. Fólk fyllist almennri vanlíðan yfir því að hafa misst stjórn á lífi sínu. Þegar fólk hefur bataferlið öðlast það síð- an gríðarlegt frelsi, líkamlegt og andlegt.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 12 spora samtök matarfíkla OA-samtökin Hver ákveður sína leið GSA-samtökin Nákvæmt matarplan Fráhald: Að halda sig frá mat sem getur kveikt fíknina, svo sem sterkjurík kolvetni og mjög feitur matur. Talið er að 10-30% Íslendinga séu haldnir matarfíkn. Esther Helga Guðmundsdóttir hefur rekið MFM-miðstöðina í átta ár. Hún segir það fagnaðarefni að nýtt grein- ingartæki fyrir matarfíkn líti dagsins ljós. Mynd/Hari Sykur- og fiturík matvæli eru líklegust til að kveikja fíkn hjá matarfíklum. Ofþyngd hrjáir marga matarfíkla en það er þó ekki algilt. Rúmlega 2000 manns hafa leitað hjálpar hjá MFM-miðstöðinni. 10 fréttir Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.