Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 69

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 69
DÝRÐLEGUR LEIKHÚSVETUR Á KOSTAKJÖRUM Arion banki býður viðskiptavinum í Vildarþjónustu Leikhúskort Þjóðleikhússins á sérstökum vildarkjörum. Veldu þér þrjár sýningar af spennandi efnisskrá Þjóðleikhússins og settu þær á Leikhúskortið þitt. Verð til viðskiptavina Arion banka 9.500 kr. Fullt verð 11.500 kr. Skilyrði er að greitt sé með greiðslukorti frá Arion banka í miðasölu Þjóðleikhússins eða í síma 551 1200. Tilboðið gildir til 8. september. Einnig býðst viðskiptavinum 25% afsláttur á hina rómuðu barnasýningu Litli prinsinn, en sýningar hefjast að nýju í Kúlunni 7. september. Þú finnur allar upplýsingar um leikárið á leikhusid.is „Ég hef komið fram með allnokkrum Sollum í gegnum tíðina og held að Melkorka þurfi engar áhyggjur að hafa.“ „Það er alveg frábært að hafa hann með í þessu og hann er með sterkar skoðanir og gríðarlega metnað fyrir þessu öllu saman, þetta er barnið hans.“ Melkorka segir þetta hafa verið tímafrekt núna í byrjun skólaárs, en það breytist um leið og sýn- ingar byrja. „Ég er ekki búin að hitta alla kennarana mína en ég er heppin með að eiga góða vinkonu sem er búin að senda mér allt sem hefur verið gert og talað um í þeim tímum sem ég hef misst af, svo ég hef náð að fylgjast með. Ég veit ekki alveg hvort ég ætla í leiklist- arnám í framtíðinni, það er margt annað sem kemur til greina, en þetta er rosalega skemmtilegt, og forréttindi að fá að taka þátt í þessu.“ Búist er við því að sýningar verði margar og muni eiga vel uppi á pallborði barna og unglinga í vetur. „Það má búast við því að þetta verði mjög fjölbreytt sýning,“ seg- ir Dýri. „Latibær hefur alltaf verið sniðinn fyrir yngstu kynslóðina, en eins og þessi sýning hefur þró- ast mun hún einnig ná til unglinga og fullorðinna. Frábærir dansarar, Brynjar Dagur sem vann Ísland Got Talent er með og tekur þátt á margskonar hátt. Glanni glæpur er óborganlegur í þessu svo það er mjög fjölbreytt skemmtun í þess- ari sýningu. Við erum öll búin að veltast um af hlátri á æfingunum,“ segir Dýri. „Ein svona sýning er mikið maraþon,“ segir Melkorka. „Mikið sem þarf að hreyfa sig og syngja á sama tíma og slíkt, svo maður heldur sér í fanta formi.“ Pressa að feta í fótspor Sollu Leikstjórinn Rúnar Freyr vinnur sýninguna mikið með Magnúsi Scheving og segja þau bæði frá- bært að vinna með Rúnari. „Hann er alveg yndislegur,“ segir Melkorka, „hann vill hafa mikinn og góðan anda og það er mjög gott að vera í kringum hann.“ Finnur þú fyrir pressu, verandi ný í þessu hlutverki sem margar ungar stúlkur líta á sem heilagt? „Það er ákveðin pressa að stan- dast væntingar þeirra, og kannski aðallega fyrir frumsýninguna en vonandi næ ég að sannfæra þær, ég geri mitt allra besta og hlakka til,“ segir Melkorka. „Ég hef komið fram með all- nokkrum Sollum í gegnum tíðina og held að Melkorka þurfi engar áhyggjur að hafa,“ segir Dýri, sem hefur mikla trú á ungu leikkon- unni. „Börn eru hörðustu gagn- rýnendurnir og hún mun alveg standast þeirra væntingar.“ Dýri segir pressuna alveg eins vera sín megin þar sem hann fer í búning íþróttaálfsins. „Það er eitthvað óraunverulegt við Magga, alveg ótrúlegt hvernig hann nær að halda sér svona „fitt“ og flottum og í rauninni ósann- gjarnt fyrir okkur hina,“ segir Dýri. „Þetta eru risastórir skór sem ég er að fara í og vona að ég nái að fylla þá. Ég er 34 og á tæp 20 ár eftir til þess að ná Magga,“ segir hann og brosir. Dýri og Melkorka eru mjög stolt af því að fá að leika Sollu og Íþróttaálfinn í vetur og segja þau bæði að þetta sé mikið ævintýri. „Ég verð að játa að ég finn fyrir pressu að standa í musteri íslenskrar menningar, en það er allir svo yndislegir hérna að þetta verður bara skemmtilegt og hollt,“ segir Dýri og Melkorka kinkar kolli, sammála. Ævintýri í Latabæ verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu sunnu- daginn 14. september og allar upplýsingar um miðasölu og sýn- ingartíma má finna á heimasíðu Þjóðleikhússins, www.leikhusid.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is menning 69 Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.