Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 26
ÁSKRIFTARKORT 14.500 kr. Fjórar nýjar sýningar Bestu sætin, á okkar besta verði. Þín föstu sæti á sýningar á Stóra sviðinu, leikskrá og kaffibolli á hverri sýningu. UNGMENNAKORT 9.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali, fyrir 25 ára og yngri LEIKHÚSKORTIÐ 11.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali FRUMSÝNINGARKORT 23.000 kr. Fjórar frumsýningar á Stóra sviðinu KÚLUKORT 5.500 kr. Þrjár sýningar í Kúlunni og á Brúðuloftinu ÁRSKORT NÝR VALKOSTUR Tryggðu þér þitt sæti á sýningar vetrarins. WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS Gaf mömmu og pabba kynlífsbók É g er svolítið skrýtin. Þegar ég var yngri þótti ég stundum skrýtin á erfiðan hátt en ég held að núna finnist flestum ég bara vera skemmtilega skrýtin,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir kyn- fræðingur. Það er óhætt að segja að hún hafi farið óhefðbundna leið í líf- inu, með meistaragráðu í kynfræði og starfar við að uppfræða bæði börn og fullorðna um náin kynni, sjálfsmynd, og hversu líkamar okk- ar eru fjölbreytilegir. Hún er fædd og uppalin í Kefla- vík, var þar á skjön við skólafélag- ana sem flestir stunduðu íþróttir en bækur áttu hug og hjarta Sigríðar, eða Siggu Daggar eins og hún er yfirleitt kölluð. „Ég sökkti mér nið- ur í alls konar bækur og skrifaði bæði smásögur og ljóð. Ég var mjög upptekin af ástinni og níu ára göm- ul skrifaði ég ljóð um ástfangið par sem fékk ekki að vera saman. Sem unglingur fór ég að lesa mikið um kynlíf og fyrir ein jólin tók ég mig til og keypti hina fullkomnu gjöf handa mömmu og pabba, bókina „Mars og Venus í svefnherberginu“. Það varð smá þögn þegar þau höfðu opnað pakkann og ég fékk undarlegar augngotur en sjálfri fannst mér ekk- ert athugavert við þetta. Mér fannst ég bara vera góð dóttir og ég gaf þeim þessa bók í mikilli einlægni.“ Þolinmóður eiginmaður Sigga Dögg býr ásamt fjölskyldu sinni í litríkri íbúð í Grænuhlíð. Kitchen-Aid vélin er rauð, blandar- inn er grænn og hnífastandurinn bleikur. Í stofunni eru púðar í gerv- um litríkra skrímsla, uglulampi og marglitar fánalengjur bera við loft. „Við hjónin misstum okkur aðeins í litagleðinni,“ segir hún afsakandi. „En það er bara einmitt svo mikil gleði sem fylgir litunum.“ Það er matmálstími hjá syni Siggu Daggar þegar mig ber að garði, Henry Nóa, sem er ársgam- all. Þau mæðgin eru nýkomin úr aðlögun hjá dagmömmu en systir hans, Íris Lóa, sem er þriggja ára, er á leikskólanum. Eiginmaður og barnsfaðir Siggu Daggar er Her- mann Sigurðsson, verkefnastjóri í markaðsdeild Eimskips. Þau eru búin að vera gift í 4 ár en 7 ár eru síðan þau byrjuðu fyrst saman. „Hann les mig svo vel og veit alveg hvernig hann á að taka því þegar ég fer á flug. Í hvert sinn sem ég fæ brjálaða hugmynd tekur hann spenntur undir og spyr enn spennt- ari hvernig við getum útfært hug- myndina. Ef mig langar að brjóta niður vegg í íbúðinni sest hann áhugasamur niður með mér og við teiknum hugmyndina upp. Þá kemur stundum í ljós að hugmynd- in mín var ekki mjög raunsæ, það er vesen að brjóta niður vegg, það kostar peninga og það verður drasl og ég hætti bara við. En maðurinn minn lætur ekki deigan síga og seg- ir hvetjandi við mig: „Ekkert mál, elskan. Við skulum samt alls ekki eyða þessari hugmynd. Við geym- um hana bara!“ Sumir myndu ekki hafa þolinmæði fyrir öllum skyndi- hugdettunum sem ég fæ,“ segir Sigga Dögg hlæjandi. Hún kemur bókstaflega til dyr- anna eins og hún er klædd, hefur húmor fyrir sjálfri sér, tekur lífið ekkert allt of alvarlega og fagnar því hvað við mannfólkið erum fjöl- breytileg – og hversu fjölbreytilega við tölum um kynlíf, hugsum um kynlíf og stundum kynlíf. Veidd inn í banka Hún lauk BA-gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands og var þá strax afar áhugasöm þegar fjallað var um kynlíf í náminu, tengsl og náin sam- skipti. „Eftir námið var ég eiginlega veidd inn í banka. Ég var formaður nemendafélags sálfræðinema, við vorum í samstarfið við KB-banka og tengiliðurinn minn þar var að hætta en hvatti mig til að sækja um. Ég vissi ekki hvað vextir eða verðtrygg- ing var, átti ekki einu sinni kredit- kort, en allt í einu var ég orðinn sér- fræðingur á sölusviði með umsjón yfir námsmannaþjónustuna. Þar fór ég að sjá um fjármálafræðslu fyrir ungt fólk og fann mig mjög sterkt í þessu fræðsluhlutverki. Árið 2008 þótti bankanum ekki lengur nauð- synlegt að bjóða upp á fjármála- fræðslu fyrir ungt fólk og leiðir okk- ar skildu. Ég var þá þegar byrjuð að skoða nám í kynfræði og fann virtan háskóla í Ástralíu, Curtin Univer- sity, þar sem ég lagði stund á nám í kynfræði – sexology – og útskrif- aðist þaðan með meistaragráðu. Námið er gríðarlega fjölbreytt, við lærðum að lesa úr rannsóknum, töl- fræði, lærðum ráðgjöf, kynfræðslu, siðferði og afbrotafræði. Við nem- endurnir vorum líka mikið saman utan tíma og það var gríðarleg þekk- ing sem ég aflaði mér í þessu námi.“ Ekki fyrsta kæran Hún hefur með hléum skrifað viku- lega pistla um kynlíf í Fréttablaðið frá árinu 2006 og á því dágott safn af pistlum í fórum sínum. „Ég hef fengið gríðarlega miklar og jákvæð- ar undirtektir vegna pistlanna og fólki finnst ég vera að taka á hlutum sem annars liggja í kyrrþey. Þetta virðist samt fara misjafnlega í fólk því í einhverju garðpartíinu hjá Fréttablaðinu frétti ég að blaðið og ritstjórinn hefði verið kærð til Fjöl- miðlanefndar fyrir dreifingu klám- efnis með því að birta pistlana mína. Ég var alveg miður mín en Ólafur Stephensen sagði mér ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Það var enginn grundvöllur fyrir kærunni og hún bara felld niður.“ Það er ekki í eina skiptið sem lögð hefur verið fram kæra vegna starfa Siggu Daggar. Í síðustu viku var í Fréttatímanum sagt frá því að hún hefði haldið fræðslu fyrir verðandi fermingarbörn í Selfosskirkju og sýnt þar myndir af kynfærum, til að sýna fermingarbörnunum að út- lit kynfæra er sannarlega ekki ein- sleitt. Í framhaldinu var lögð fram kæra á hendur æskulýðsprestinum sem fékk Siggu Dögg til að koma og halda erindi, og presturinn kærður fyrir brot á barnaverndarlögum. „Mér verður kannski hent út úr kristni og fermingin afturkölluð,“ segir hún á léttu nótunum en bætir við alvarleg: „Ég hef sýnt kynfæra- myndir í fræðslu síðan 2010. Hingað til hef ég alltaf notað myndir af net- inu en í sumar auglýsti ég eftir Ís- lendingum til að sitja fyrir í svona myndatöku og í raun komust færri að en vildu. Það voru síðan mynd- irnar sem ég sýndi í kirkjunni. Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að sýna myndir af kynfærum. Af hverju að lýsa fíl í staðinn fyrir að sýna mynd af fíl? Ég er líka með eina mynd af leghálsinum. Hún kemur mörgum unglingum á óvart og þau spyrja undrandi: Ha? Fer sæðið þarna inn? Kemur túrblóðið þarna út? Og krakkinn líka? Þetta er bara mannslíkaminn. Það skondna er að þessar myndir voru bara upp í kannski 10 mínútur af 80 mínútna fyrirlestri þar sem ég fjallaði um mikilvægi þess að virða líkamann, virða sambönd og gildi þess að læra inn á eigin líkama áður en við förum að kanna líkama annarra. Það hafa gríðarlega margir séð kynfæramyndir í fyrirlestrum Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur hefur vakið athygli fyrir að tala hispurslaust um kynlíf þar sem stutt er í húmorinn. Hún er gift tveggja barna móðir í Hlíðunum, hefur frá unga aldri verið áhugasöm um ástina og kynlíf, og gaf foreldrum sínum kynlífsbók þegar hún var unglingur. Sigríður Dögg segist yfirleitt frá gríðarlega jákvæð viðbrögð við fyrirlestrum sínum og þykir miður að prestur hafi verið kærður vegna kynfræðslu hennar í kirkju. Hún er að gefa út fræðslubókina „Kjaftað um kynlíf“ þar sem kynfræðslan nær allt niður til yngstu barnanna. Sigríður Dögg Arnardóttir hefur húmor fyrir lífinu, kynlífi og sjálfri sér. Hún segist hafa fengið svo jákvæð viðbrögð við fræðslu- efninu sínu að hún sé nánast teflonhúðuð gegn neikvæðni. Mynd/Hari Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.