Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Síða 68

Fréttatíminn - 05.09.2014, Síða 68
ÓPERUKÓRINN Í REYKJAVÍK SÖNGSKÓLINN Í REYKJAVÍKOG FAGNA 40 ÁRA AFMÆLI U 6.MEÐ TÓNLEIKUM Í HÖRP OG 7. SEPT. 2014 GIUSEPPE VERDI MIÐAVERÐ KR. 5900 MIÐASALA Á MIDI.IS OG Á HARPA.IS STJÓRNANDI: GARÐAR CORTES FLYTJENDUR: ÓPERUKÓRINN ÁSAMT EINSÖNGVURUM OG SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT TÓNLEIKARNIR ERU Í NORÐURLJÓSASAL UHÖRP LAUGARDAGINN 6. SEPT. KL. 20.00 SUNNUDAGINN KL. 17.00OG 7. SEPT. Í ÖÐRUM EINSÖNGSHLUTVERKUM: D'OBINGNY: DAVÍÐ ÓLAFSSON / GASTONE: EINAR DAGUR JÓNSSON DOUPHOL: GUÐMUNDUR KARL EIRÍKSSON / ANNINA: GUÐRÚN LÓA JÓNSDÓTTIR FLORA: INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR / ÞJÓNN OG SENDIBOÐI: JÓN INGI STEFÁNSSON Alfredo GermontViolettaGrenville GARÐAR THÓR CORTES BERGÞÓR PÁLSSONÞÓRA EINARSDÓTTIRVIÐAR GUNNARSSON Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 8. september, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Georg Guðni Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Haustuppboð í Gallerí Fold Kór,kór,kvennakór. Kvennakórinn Kyrjurnar eru að hea sitt 17.starfsár og getur bætt við sig nýjum kórfélögum. Við byrjum miðvikudaginn 17.september kl.19:30 í Friðrikskapellu við Vodafonhölli- na. Kyrjurnar leggja metnað sinn í ölbreytt og skemmtilegt lagaval. Stjórnandi er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir söngkennari og söngkona. Láttu nú drauminn rætast, hafðu samband við Sigurbjörgu í síma 8655503 eða Auði í síma 8646032. Það verður tekið vel á móti þér. É g hef mikinn áhuga á leiklist og lista- tengdum hlutum almennt, ég byrjaði að leika þegar ég var 10 ára í barnasýn- ingum og hef verið í því undanfarin ár og þetta er stærsta hlutverkið sem ég hef fengið hingað til,“ segir Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem er ekki nema 16 ára og nemi í Menntaskól- anum í Reykjavík. Hún er þó ekki ókunnug leikhús- inu því hún hefur m.a leikið í sýningum á borð við Kardimommubæinn, Oliver, Galdrakarlinn í Oz og á síðasta ári lék hún í Fyrirheitna landinu. „Það var hringt í mig og ég beðin um að koma í prufur, ég var á leiðinni í lokapróf í MR sama dag og var ekkert búin að velta þessu fyrir mér. Ég fór bara í prufurnar og hljóp svo í prófið, svo ég bjóst alls ekki við því að fá hlutverkið, þó það hafi verið gott að fara í prufuna, maður lærir alltaf eitthvað á því. Stuttu seinna hringir Rúnar í mig og segir að hann vilji fá mig í þetta. Það var bæði óvænt og skemmti- legt,“ segir Melkorka, en leikstjóri sýningarinnar er Rúnar Freyr Gíslason. Dýri Kristjánsson er búinn að leika álfinn á alls- konar skemmtunum í nokkur ár, en hann þurfti samt að fara í prufu eins og aðrir. „Mín fyrsta snerting við íþróttaálfinn var 2006, það vantaði stráka til þess að gera áhættuatriði og heljarstökk fyrir þættina sem voru þá í framleiðslu. Ári seinna var búið að bóka Magga [Magnús Schev- ing] í skemmtun í London. Hann var nýbúinn að slíta vöðva svo hann komst ekki, svo ég var sendur í staðinn. Það gekk ágætlega og síðan hefur þetta hlaðið utan á sig og framkomurnar komnar á ní- unda hundraðið,“ segir Dýri, sem er 34 ára gamall fyrrum fimleikakappi. Forskot í prufunum Prufur fyrir leikritið fóru fram í vor og þurfti Dýri að taka þátt eins og aðrir. „Að sjálfsögðu voru prufur eins og í önnur hlutverk. Ég hef þó það fram yfir marga aðra að hafa fengið leiðsögn frá meistaranum í hlutverkið. Svo það er alveg hægt að segja það að ég hafi haft forskot á aðra í prufunum, en það var farið faglega í þetta,“ segir Dýri. Magnús Scheving hefur verið í hlutverki íþrótta- álfsins í 20 ár og hann hefur mikið um það að segja hvernig persónur Latabæjar koma fólki fyrir sjónir.  LeikList Ævintýri í LatabÆ frumsýnt 14. september Nýtt leikrit um ævintýri Lata- bæjar verður á fjölum Þjóð- leikhússins í vetur. Í þessu nýja leikriti, sem skrifað er af Magn- úsi Scheving og Ólafi S.K. Þorvaldz, eru allar helstu persónur Lata- bæjar mættar ásamt nokkr- um nýjum. Í hlutverkum Íþróttaálfsins og Sollu stirðu verða þau Dýri Kristjánsson og Melkorka Davíðsdóttir Pitt. Dýri er ekki ókunn- ugur álfinum eftir að hafa komið fram margoft fram sem hann, en Melkorka kemur fersk að hlutverkinu. Hún var valinn úr gríðar- legum fjölda stúlkna sem sóttust eftir hlutverkinu í opnum prufum í vetur. Dýri og Melkorka verða Íþrótta- álfurinn og Solla stirða í allan vetur. Ljósmynd/Hari Erfitt að feta í risafót- spor Magga Scheving 68 menning Helgin 5.-7. september 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.