Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 40
40 heimili & hönnun Helgin 5.-7. september 2014  Hönnun Létt og Ljúf stemning í nýrri versLun í miðbæ AkureyrAr Systur og makar opna lífsstílsverslun á Akureyri Marimekko kjóll 27.900,- Nýtt í finnsku búðinni! Suomi PRKL! Design Laugavegi 27 (Bakhús) www.suomi.is, 519 6688 s ysturnar María Krista og Katla Hreiðarsdætur opna í dag lífsstílsverslunina Systur & makar í miðbæ Akureyrar. Versl- unin er sannkallað fjölskyldufyrir- tæki því hana reka þær systurnar ásamt mökum sínum, þeim Berki Jónssyni og Þórhildi Guðmunds- dóttur. Systir Þórhildar og mágkona Kötlu er svo verslunarstjórinn. María Krista og Katla hafa rekið sitt hvort fyrirtækið í um sex ár. Katla á Volcano Design og rekur verslun við Laugaveg og mun halda því áfram. María Krista hefur svo rekið Krista Design í Hafnarfirði og selt skart, fylgihluti og heimilisvör- ur til verslana. Í versluninni á Ak- ureyri verða á boðstólum vörur úr smiðjum þeirra systra. „Það er nýtt hjá okkur að starfa saman. Við höfð- um stundum rætt þann möguleika yfir hvítvínsglösum en svo varð þetta að veruleika mjög hratt núna síðsumars. Þá vorum við á leið heim af Handverkshátíðinni Hrafnagili og fréttum af þessu fína húsnæði á Akureyri sem var á lausu,“ segir María Krista. Undanfarnar vikur hefur fjöl- skyldan staðið í ströngu við undir- búning opnunarinnar og sankað að sér ýmsum gömlum húsgögnum úr Góða hirðinum og frá Samhjálp. „Við erum búin að vera á fullu að mála og endurgera. Sumir halda að við séum að fara að opna húsgagna- verslun því við höfum keypt svo mikið af húsgögnum en svo er nú ekki,“ segir María og hlær. Í versl- uninni verður létt og ljúf stemning svo bæði þeir sem eru að versla og hinir sem fylgja með geti haft það notalegt og fengið sér kaffi. Systurnar María Krista og Katla búa á höfuðborgarsvæðinu en ætla að fara sem oftast norður til Akur- eyrar um helgar og vinna í verslun- inni. „Hún Aðalbjörg Guðmunds- dóttir verslunarstjóri býr á Akureyri og sér um þetta þess á milli. Við erum mjög spennt að hefja rekstur á Akureyri og er farið að þykja vænt um bæinn.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Notaleg lífsstílsverslun verður opnuð í miðbæ Akureyrar í dag, föstudag. Systurnar Katla og María Krista Hreið- arsdætur reka verslunina ásamt mökum sínum. Þær höfðu oft rætt þann mögu- leika að starfa saman og á heimleið af Handverkshátíð á Hrafnagili í sumar fréttu þær af lausu húsnæði á Akureyri og ákváðu að slá til. Katla hjá Volcano Design og María Krista hjá Krista Design sameina krafta sína og opna lífsstílsverslunina Systur & makar í miðbæ Akureyrar í dag, föstudag. María Krista hefur endurnýtt gömul hálsbindi og saumað úr þeim falleg hárbönd. Boðið verður upp á fatnað frá Volcano Design og skartgripi og fylgihluti frá Krista Design. Stóllinn Eggið eftir danska arkitektinn og hönnuðinn Arne Jacobsen er á efa meðal þekktustu og vinsælustu húsgagna í heimi. Eggið hannaði Arne fyrir móttökuna á Royal Hotel í Kaupmannahöfn sem opnað var árið 1960. Arne teiknaði bygginguna og sá um alla hönnun, hvort sem það voru hús- gögn, speglar, öskubakkar eða annað. Svanurinn eftir Arne, sem einnig hefur notið mikilla vinsælda, leit líka fyrst dagsins ljós við opnun Royal Hotel í Kaup- mannahöfn. Í dag heitir hótelið Radisson SAS Royal Hotel. Þegar það var opnað árið 1960 var það stærsta hót- elið í Danmörku og fyrsta háhýsi höfuðborgarinnar. Eggið og svanurinn upphaflega hönnuð fyrir hótel Eggið og Svaninn hann- aði Arne Jacobsen upp- haflega fyrir Royal Hotel í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.