Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 76
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Hafsteinn Gunnar siGurðsson
Bakhliðin
Hvatvís hjóla-
brettasnillingur
Aldur: 35 ára.
Maki: Valgerður Rúnarsdóttir, dans-
ari og danshöfundur.
Börn: 34 vikna stúlka í maga
konunnar minnar.
Menntun: Kvikmyndaleikstjóri.
Starf: Kvikmyndaleikstjóri.
Fyrri störf: Engin.
Áhugamál: Kvikmyndagerð.
Stjörnumerki: Vog.
Stjörnuspá: Láttu þér í léttu rúmi
liggja þótt einhverjir séu að hvíslast
á um þín mál. Framkvæmdafólkið
finnur ekki tíma til að gera hlutina –
það stelur.
Haddi Gunni er mjög duglegur maður, hvatvís og fljótur að hugsa,“ segir
Sindri Páll Kjartansson, vinur og
framleiðandi myndarinnar París
norðursins. „Hann er ofur skipu-
lagður einstaklingur sem er gott,
en getur líka verið slæmt. Hann
á leyndan hæfileika sem er sá
að hann er flinkur á hjólabretti.
Hann fór meira að segja einu
sinni niður Kambana á bretti.
Hann er góður vinur.“
Í vikunni var önnur kvikmynd Hafsteins
Gunnars Sigurðssonar í fullri lengd, París
norðursins forsýnd. Áður hafði hann leik-
stýrt kvikmyndinni Á annan veg, sem var
svo endurgerð fyrir bandarískan markað
undir nafninu Prince Avalanche. Áhorf-
endur á forsýningunni kepptust við að
lofa hana í hástert og greinilegt að hún
náði til allra í salnum. Með aðalhlutverkin
í myndinni fara þau Nanna Kristín Magn-
úsdóttir, Helgi Björnsson og Björn Thors.
Hrósið...
..fær Stjarnan fyrir að sigra Selfoss í
úrslitaleik bikarkeppni kvenna í knatt-
spyrnu um síðustu helgi. Stjarnan
vann um leið sinn fjórða stóra titil á
jafn mörgum árum.
Flottir
plötuspilarar
Laugavegur 45
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Verð 59.900,-