Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 60
60 matur & vín Helgin 5.-7. september 2014
Útrás NÚ geta svíar svolgrað ísleNskaN bjó
F yrr á árinu auglýsti Systembolaget opinn glugga (Tender) sem Bríó passaði inn í og við sendum inn kassa til að prófa. Í framhaldi fengum við að vita að Bríó hefði
orðið fyrir valinu og stæði til boða hillupláss í Sví-
þjóð í haust. Við vitum ekki nákvæmlega í hversu
mörgum verslunum við byrjum en mér sýnist á öllu
að þetta séu vel á annað hundrað verslanir,“ segir
Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari hjá Borg brugg-
húsi, um útrás fyrsta Borgar-bjórsins til Svíþjóðar.
Fjöldi alþjóðlegra viðurkenninga
Bríó hefur sankað að sér fjölda alþjóðlegra verð-
launa þrátt fyrir að aðeins séu nokkur ár síðan hann
kom á markað. Meðal þeirra eru gullverðlaun í
stærstu bjórkeppnum heims á borð við World Beer
Cup og World Beer Awards. Í verðlaunasafnið bætt-
ist svo síðsumars gullpeningur frá The Global Craft
Beer Awards sem fram fór í Berlín en þar sigraði
Bríó í flokki pilsnerbjóra. Nú stendur til að halda
upp á velgengni og sigra Bríó og mun fögnuðurinn
fara fram á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í dag,
föstudag, klukkan 17. Allir Bríó unnendur og bjór-
áhugamenn eru velkomnir, að sögn Valgeirs.
Ævafornir humlar og lífsins lystisemdir
Samkvæmt Sturlaugi Jóni Björnssyni, bruggmeist-
ara Borgar brugghúss, er Bríó svokallaður pilsner-
bjór en ólíkt því sem margir Íslendingar halda er
pilsner ekki léttöl heldur ljós lagerbjór, ættaður frá
borginni Pilsen í Bæheimi í vestanverðu Tékklandi.
„Þessi bjórstíll leit fyrst dagsins ljós á miðri 19. öld
og varð svo vinsæll að megnið af þeim bjór sem
drukkinn er í dag er á einn eða annan hátt byggður
á þessum stíl,“ segir Sturlaugur. „Notað er þýskt
humlayrki, Mittelfruh frá Hallertau í Bavaríu, í bjór-
inn. Þessi humlar eru margrómaðir og ævafornir
og einkum þekktir fyrir að gefa bjór einkennandi
bragð og ljúfa lykt. Flestir nútímaneytendur þekkja
lítið til bragðs eða lyktar af humlum, þar eð þeir eru
nú til dags einkum notaðir í bjór til að gera hann
beiskan. Auk humla er notað ljóst pilsen-malt frá
Svíþjóð, vatn úr Gvendarbrunnum og undirgerjandi
ger. Bríó keppti því í einum stærsta flokki keppninn-
ar, flokki þýskra pilsnerbjóra.“
Bjórinn Bríó var þróaður sérstaklega af Borg
Brugghúsi í samstarfi við Ölstofu Kormáks og
Skjaldar og fékkst eingöngu úr krana Ölstofunni
fyrstu mánuðina, en hann mætti þangað fyrst í sinni
endanlegu mynd í lok maí 2010. Bríó er nefndur eft-
ir góðum vini þeirra Kormáks og Skjaldar, fjöllista-
manninum Steingrími Eyfjörð Guðmundssyni, sem
lést fyrir aldur fram árið 2009. „Hann var afskap-
lega skemmtilegur maður, mikill sagnameistari og
tryggur viðskiptavinur Ölstofunnar,“ segir Kor-
mákur. „Hann var kallaður Bríó – en bríó er gamalt
ítalskt orð yfir gleði. Bríó er eiginlega sérstakur lífs-
stíll, en orðið lýsir þeim sem kunna að njóta lífsins
og lystisemda þess en stilla öllum áhyggjum í hóf,“
bætir Kormákur við.
Ferskt lambagúllas
úr íslenskum lambaframparti
Ferskt lambagúllas er frábært í íslenska
kjötsúpu, pottrétti og alla gúllasrétti.
Veldu gæði - veldu Kjarnafæði.
Kjarnafæði framleiðir flestar þær afurðir úr íslensku gæðakjöti sem í boði eru á íslenskum
neytendamarkaði. Höfuðáherslur Kjarnafæðis eru á vöruvöndun og gæði framleiðslunnar og því er
markvisst stefnt að aukinni hollustu, unnið að fækkun aukefna og ofnæmisvalda. Kjötiðnaðarmeistarar
fyrirtækisins hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir færni sína.
Kjarnafæði hf.
601 Akureyri
Sími 460 7400
kjarnafaedi.is
Bríó kominn í sænska ríkið
Áfengisverslun
sænska ríkisins,
Systembolaget,
hefur hafið sölu á
íslenska bjórnum
Bríó. Bjórinn er nú
fáanlegur í föstu
vöruvali keðjunnar
og dreift í á annað
hundrað versl-
anir. Nú þegar eru
fjórir gámar farnir
til Svíþjóðar.
Mikil ánægja er hjá Borg brugghúsi og á Ölstofunni með útrás Bríó til Svíþjóðar. Velgengninni verður fagnað á Ölstofunni í
dag. föstudag, klukkan 17. Frá vinstri eru Valgeir, Kormákur, Skjöldur og Sturlaugur. Ljósmynd/Hari