Læknablaðið - 15.01.2006, Qupperneq 5
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
II M R Æ fl A 0 G F R É T T I R
36 Af sjónarhóli stjórnar LÍ: Heilbrigðisstjórnun og gæðastjórnun
er eitt og hið sama
Hugleiðingar eftir uppskeruhátíð IHI í Flórída
Ófeigur Þorgeirsson
37 Nefnd um ofneyslu og hreyfingarleysi tekin til starfa
Þröstur Haraldsson
39 Þagnarskyldan er til að vernda mannréttindi einstaklingsins
Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri LÍ segir að tiltölulega skýrar reglur gildi
um samskipti lækna og lögreglu í fíkniefnamálum
Þröstur Haraldsson
42 Læknadagar eiga að vera fjölbreyttir
Rætt við Örnu Guðmundsdóttur sem tók við formennsku í Fræðslustofnun lækna
í lok Læknadaga í fyrra
Þröstur Haraldsson
46 Bréf til blaðsins. Af tuskum
Pétur Pétursson
47 íslensk heilbrigðissaga komin út
Þröstur Haraldsson
49 Ný heimasíða Læknafélags íslands
Davíð Björn Þórisson
50 Rafræn heilbrigðisþjónusta í sjónmáli
Hægt að ljúka við Heilbrigðisnetið á 3-4 árum, segja Ingimar Einarsson og
Benedikt Benediktsson í heilbrigðisráðuneytinu
Þröstur Haraldsson
52 Samþykkt að sameina Lífeyrissjóð lækna og Almenna
lífeyrissjóðinn
Gunnar Baldvinsson
54 Opnunarerindi Læknadaga 2005. Heilsa, hagsæld og hamingja
íslensku þjóðarinnar
Arnór Víkingsson, Snorri Ingimarsson
56 Um lífsstíl og lífsvanda
Erindi Sigurbjörns Einarssonar biskups við setningu Læknadaga 2005
Sigurbjörn Einarsson
F A S T I R P I S T L A R
63 íðorð 183: Gervilíffæri og ígræði
Jóhann Heiðar Jóhannsson
65 Lausar stöður/þing
66 Læknadagar 2006
75 OkkarámiIIi
76 Sérlyfjatextar
83 Ráðstefnur og fundir/styrkir
Áriö 2006 fagnar Gjörninga-
klúbburinn tíu ára afmæli sínu. Á
vettvangi islenskrar myndlistar á þess-
um áratug hafa fáir verið jafn ötulir í
sýningahaldi, frumlegir í verkefnavali
og metnaðarfullir í kynningu. Snemma
á ferlinum mótuðust vinnuaðferðir sem
æ síðan hafa einkennst af leik, örlæti,
húmor, útsjónarsemi og vandvirkni sem
hefur komið fram í uppákomum, Ijós-
myndum, skúlptúrum, myndböndum
og teikningum. Gjörningaklúbbinn skipa
þrír myndlistarmenn, Eirún Sigurðar-
dóttir (1971), Jóní Jónsdóttir (1972)
og Sigrún Hrólfsdóttir (1973). Þær út-
skrifuðust allar frá Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands árið 1996. Síðan hafa
þær stundað framhaldsnám í Berlín,
Kaupmannahöfn og New York. Þær eru
nú allar búsettar í Reykjavík.
Verkin þeirra spanna skrautlegan
skala frá nánast ósýnilegum glærum
teikningum til stærðar gjörninga sem
jafnast á við risarokktónleika í sam-
starfi við Slökkviliðið og fleiri aðila.
Þær hafa einkennandi handbragð og
myndmál sem sækir jafnt í þjóðlega
og alþjóðlega strauma og þær nálgast
islenska náttúru á ferskan hátt sem
vísar bæði aftur í listasöguna og um
leið til samtímans. Gott dæmi um
sameiningu þessara þátta er þeirra
nýjasta verk, Innrás - Útrás sem er
gjörningur frá síðasta ári. Á forsíðu
Læknablaðsins er mynd af undir-
ritun samnings. Þar er Svartbakurinn
þungamiðjan, hið tækifærissinnaða
illfygli sem látinn er hegða sér eins
og erindreki stjórnmála eða viðskipta
með lobbíisma og samningagerð.
Gjörningaklúbburinn notast iðulega við
einfaldar táknmyndir, ýmist gamlar og
þrungnar merkingu eða nýjar sem þær
finna upp sjálfar. Með samsetningu
ólíkra hluta auk óræðrar framvindu
getur boðskapurinn verið misvísandi
og margslunginn. En í gegnum yfir-
borð hlaðið táknum og myndmáli má
skynja einlæga endurspeglun á sam-
félaginu sem við höfum skapað okkur,
mannlegum samskiptum og tilfinning-
um. Gjörningaklúbburinn titlar sig er-
lendis The lcelandic Love Corporation
og má nálgast frekari upplýsingar á vef
þeirra, www.ilc.is
Markús Pór Andrésson
Læknadlaðið 2005/91 5