Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2006, Side 28

Læknablaðið - 15.01.2006, Side 28
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAÞRENGSLI ■ Konur □ Karlar Mynd 2. Aöalniðurslöður eftir úrlestur tölvusneiðmynda afkransœðum hjáfyrstu 150 einstaklingunum er rannsakaðir voru. ingu, gjöf röntgenskuggaefnis og myndatöku með skyggnirannsóknartækni hefur verið hið „gullna viðmið“ við mat á æðaholi en hefur takmarkaða möguleika á að meta ástand sjálfs æðaveggsins (5). Innanæðaómskoðun hefur þó verið viðbótar- aðferð við hjartaþræðingu sem gefur möguleika á að sýna fram á töluverðan æðakölkunarsjúkdóm þó holmyndataka af æðinni sýni engar afgerandi þrengingar (6). Tölvusneiðmyndatækni hefur í vaxandi mæli verið notuð við greiningu æðasjúkdóma og tækni- framfarir, sérstaklega aukinn sneiðafjöldi og styttri snúningstími röntgenlampans um sjúklinginn, hafa aukið vonir um notagildi hennar til greiningar á kransæðasjúkdómum (7). TS-æðarannsókn með gjöf röntgenskuggaefnis gefur kost á að meta bæði ástand æðaveggjarins og sjálft æðaholið (8). Myndgreining af kransæðum með hjartaþræðingu er áhættumeiri fyrir viðkomandi einstakling en TS-tæknin, en báðar rannsóknirnar valda nokkru geislaálagi. Tilgangur núverandi rannsóknar var að kanna notagildi og áreiðanleiki tölvusneiðmyndarann- sóknar af kransæðum til að meta æðabreytingar og þrengsli í samanburði við kransæðamyndatöku með hjartaþræðingu. Efniviður og aðferðir TS-kransœðarartnsóknir Þýði 150 einstaklinga (72 konur, 78 karlar) sem fyrstir komu í TS-kransæðamyndatöku hjá Röntgen Domus frá árslokum 2003 og fram í ágúst 2004 var skoðað. Meðalaldur alls hópsins var 57 ár, hjá konunum 58 ár (aldursbil 40 til 80 ár) og körl- unum 56 ár (aldursbil 34 til 80 ár). Rannsóknin var gerð með 16 sneiða tölvusneiðmyndatæki. Allir einstaklingarnir komu samkvæmt tilvísun frá lækni, þar af í 90% tilfella frá sérfræðingi í hjarta- sjúkdómum. Algengustu ábendingar fyrir rann- sókninni voru ættarsaga, háþrýstingur, ósérhæfðir brjóstverkir og aðrir þekktir áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi (mynd 1). Rannsóknin var gerð bæði fyrir og eftir skuggaefnisgjöf í bláæð. Stafræn gagnasöfnun er að mestu leyti rúmvíð og úrlestur fór fram í sértækum þrívíddar tölvuvinnu- stöðvum sem endurbyggja sneiðmyndir í öllum víddum þannig að möguleiki er líka á beinni þver- víddarskoðun á sérhverjum æðahluta. Hjartaþrœðingar Af heildarhópnum höfðu 44 einstaklingar einnig farið í kransæðamynd með hjartaþræðingu á Land- spítala Hringbraut innan eins árs frá því að TS- rannsóknin var gerð. Hjartaþræðingar eru gerðar á æðarannsóknarstofu og kransæðarnar myndaðar í tvívídd með stafrænni tækni. Skuggaefnisinndæling er gerð í slagæðalegg sem þræddur hefur verið sér- tækt í upptök hvorrar kransæðar fyrir sig. Sérhver æðahluti er skoðaður frá nokkrum mismunandi sjónarhornum og úrlestur mynda fer fram í alhliða tvívíddar tölvuvinnustöð. Allir nema tveir fóru í hjartaþræðingu eftir TS-rannsóknina. Meðaltími milli rannsókna var rúmir tveir mánuðir og í öllum tilvikum nema einu skemmri en sex mánuðir. Einn sjúklingurinn hafði farið í hjartaþræðingu fyrir 11 mánuðum en niðurstöður hennar og TS- rannsóknarinnar voru samhljóða. Samanbtirðiir á úrlestri Meðalaldur þeirra 44 einstaklinga sem fóru bæði í TS-kransæðamynd og hjartaþræðingu var 63 ár, þar af voru 19 konur (meðalaldur 62 ár; aldursbil 50 til 72 ár) og 25 karlar (meðaladur 64 ár; aldurs- bil 34 til 80 ár). Af heildarhópnum fóru því 29% einstaklinganna í báðar rannsóknirnar og voru þeir að meðaltali eldri en þeir er ekki fóru í hjarta- þræðingu (meðalaldur 55 ár; aldursbil 34 til 80 ár). Gerður var samanburður á úrlestri TS-kransæða- mynda sem var í höndum fjögurra sérfræðinga í 28 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.