Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 31

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 31
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAÞRENGSLI rannsóknin sýndi að stór kransæðabláæð þrýsti þar á (mynd 9). Vinstri umfeðmingskvísl: Samræmi milli úr- lestrar TS-rannsóknar og hjartaþræðingar var gott í efri hluta þessarar kvíslar en lakara fyrir miðhlut- ann og útlægar greinar þar sem TS-rannsóknin var greinilega síðri til mats á þrengslum. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að í saman- burði við kransæðamyndatöku með hjartaþræð- ingu getur TS-rannsókn með viðunandi nákvæmni greint marktæk þrengsli í kransæðum sem eru yfir 2,0 mm í þvermál. Ennfremur virðist TS-mynd- greining á kransæðum henta til að útiloka krans- æðasjúkdóm hjá einstaklingum með litlar líkur á kransæðaþrengslum. Með auknum aldri og æða- kölkunarbreytingum í kransæðum gætir hins vegar vaxandi misræmis í samanburði við niðurstöður hjartaþræðingar og er það í samræmi við erlendar rannsóknir (4). Samanburðurinn í núverandi rann- sókn var afturvirkur og ekki staðlaður tími milli rannsóknanna sem vissulega getur að hluta skýrt mismun í stigun á kransæðabreytingunum. Ekki var sérstaklega valið í rannsóknarhópinn og hann einkennist af því að oftast er um einstaklinga að ræða með ósérhæfða brjóstverki og áhættuþætti fyrir kransæðasjúkdómi fremur en sjúklinga með dæmigerða hjartaöng sem líklegra er að læknar sendi í hjartaþræðingu. í samanburði við hjartaþræðingu metur TS- rannsókn best miðhluta framveggskvíslar og efsta hluta umfeðmingskvíslar vinstri kransæðar, ofmetur breytingar í vinstri aðalstofni og efst í framveggskvíslinni, en vanmetur almennt útlægar greinar vinstri kransæðar. Ennfremur getur TS- rannsókn vanmetið breytingar í öllum æðahlutum hægri kransæðar, oft vegna tæknilegra vandamál við myndgreiningu. Æðin liggur umlukin fitu í krika milli hægri gáttar og slegils. Myndtruflanir frá blóðrennsli í hægri gátt geta einnig torveldað úrlestur. TS-rannsókn er næm aðferð til að meta fitubreytingar í æðaholi, en ef til staðar er vöðva- brú þar sem hlutar vinstri kransæðarinnar liggja í slegilsveggnum er hægt að mistúlka niðurstöð- ur TS-rannsóknarinnar sem marktæk þrengsli. Stundum nær vöðvinn að umlykja æðahluta alveg hringlægt, en í öðrum tilfellum er æðakvísl í nokk- urs konar gróf utanvert í vöðvanum. Kransæðakalkanir finnast hjá ungu fólki þegar um þrítugt og fara vaxandi með aldri (10). Greinileg- ur kynjamunur er eins og fram kom við þessa rann- sókn, sérstaklega í yngri aldurshópum. í núverandi rannsóknarþýði er um 50% karla milli 40 og 50 ára með kransæðakalk og svipaðar líkur eru á að finna kalk hjá konum á aldrinum 50-60 ára. Kalkanir eru Mynd 8. Tölvusneiðmynd af vinstri fram- Mynd 9. Stór biáœð (örvar) þrýstir á upp- veggskvisi með víðtœkiun œðakölkunar- tök efstu hliðargreinar vinstri framveggs- breytingum og þrengslum (ör). kvíslar. svo algengar hjá eldra fólki að þær hafa verulega truflandi áhrif á úrlestur TS-kransæðarannsókna. Þegar mikið kalk er til staðar er erfitt að meta hol- rúm æðarinnar og hvort marktæk þrengsli séu til staðar (11). I núverandi rannsókn voru kransæðarn- ar metnar með 16 sneiða TS-tæki. Nýjasta TS-tækið sem farið er að nota hérlendis við kransæðarann- sóknir er hins vegar 64 sneiða og enn hraðvirkari en eldri búnaður. Fyrstu rannsóknaniðurstöður úr því tæki sýna greinilega minni truflanir frá æðakalki og vegna aukins hraða við rannsóknina verða einnig minni truflanir við myndgreiningu hægri kransæðar. Greiningarhæfni TS-rannsókna er talin ná til æða- hluta stærri en 1,5 mm ef rannsóknin er gerð með 64 sneiða tæki, en með 16 sneiða tæki eins og notað var í núverandi rannsókn, er miðað við þvermál æða- hluta sem eru yfir 2,0 mm þegar marktæk þrengsli eru metin (12). I samanburði við hjartaþræðingu hafa rannsóknir með slíkum tækjabúnaði sýnt fram á 72-95% næmi og um 98% sérhæfni við mat á svæðishlutum með 50% eða meiri kransæðaþrengsl- um, en næmi er hærra ef lítið kalk er í æðunum (4, 11). TS-rannsóknin ofmat hins vegar kerfisbundið þrengslin í einni rannsókninni (4). Stigun kransæðasjúkdóms hefur lengst af verið gerð með mati á þrengslum í æðaholi er sjást á kransæðamynd við hjartaþræðingu. Innanæðaóm- un, TS-myndgreining og segulómun sýna betur breytingar í sjálfum æðaveggnum og hafa nú þegar breytt áherslum í greiningu, stigun og meðferð kransæðasjúkdóma (5, 13). Þannig getur greining kransæðabreytinga á TS-mynd hjá einstaklingi með áhættuþætti fyrir kransæðasjúkdómi, jafnvel þótt hann sé einkennalaus, stutt ákvörðun um fyrirbyggjandi áhættuþáttameðferð með lífsstíls- breytingum og jafnvel blóðfitulækkandi lyfjum. Bundnar eru vonir við gagnsemi þéttnimælingar á slagæðafitu sem og magnmælingu á æðakalki til þess að meta líkur á kransæðastíflu (5). Mæling á magni kransæðakalks hefur ekki verið gerð hér á landi hjá yngra fólki en er hins vegar hluti af öldr- unarrannsókn Hjartaverndar. Læknablaðið 2006/92 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.