Læknablaðið - 15.01.2006, Side 36
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ
Heilbrigðisstjórnun og
er eitt og hið sama
Hugleiðingar eftir uppskeruhátíð IHI í Flórída
Ófeigur
Þorgeirsson
ofeigur@landspitali.is
Höfundur er lyflæknir og
heimilislæknir, starfandi
á Landspítala, og ritari
í stjórn LÍ.
I pistlunum Af sjónarholi
stjórnar birta stjórnarmenn
LI sínar eigin skoðanir
en ekki félagsins.
Dagana 11.-14. desember síðastliðinn hélt IHI
(Instilute for Healthcare Improvement) sína ár-
legu uppskeruhátíð í Orlando í Flórída. Þessi
stofnun sem er mörgum íslenskum læknum að
góðu kunn var stofnuð árið 1991 af Donald Ber-
wick, barnalækni í Boston. IHI tekur þátt í og
leiðir fjölmörg samstarfsverkefni um allan heim
á sviði gæðamála og heilbrigðisstjórnunar. Verk-
efnin eru fjölbreytt og má þar nefna innleiðingu
virkrar meðferðar við eyðni í Afríku, lækkun
nýburadauða í Rússlandi, fækkun ónauðsynlegra
dánartilfella á sjúkrahúsum, hönnun/innleiðingu
nýs módels í stofulækningum og betrumbætur og
nútímavæðingu í stjórnun heilbrigðisstofnana. IHI
tók upp þau markmið sem birtust í riti Institute of
Medicine „Crossing the Quality Chasm“ þar sem
öryggi, sjúklingamiðun, sparnaður, skilvirkni, ár-
angur og jafnræði var sett á oddinn.
Á samkomunni í ár voru 5500 þátttakendur, þar
af um 500 frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. Á
ráðstefnunni voru margar vinnubúðir þátttakenda
og svokallaðir „mini-courses“ en hvort tveggja bygg-
ist á mikilli þátttöku viðstaddra. Vegna þessa var
samkoman mun meira gefandi og ánægjulegri fyrir
vikið. Þarna kynntist maður ekki einungis skoðunum
þeirra sem fóru fyrir hveijum viðburði, heldur einnig
viðhorfum annarra þátttakenda sem oftast endur-
spegluðu mikla kunnáttu.
Af nágrannaþjóðum okkar er það að segja að
Danir kynntu verkefni sem miðar að því að út-
rýma tjóðrun sjúklinga á geðdeildum á landsvísu.
Mjög metnaðarfullt verkefni. Svíar kynntu meðal
annars styttingu biðtíma sjúklinga heilsugæslunnar
í Jönköping og nágrenni. Frá Noregi hitti ég tvo
starfsmenn læknafélagsins sem sinna faglegum
gæðamálum og útdeila styrkjum læknafélagsins í
ýmis verkefni tengd gæðum. Frá íslandi voru sex
þátttakendur, fjórir læknar frá Landspítala og
tveir starfsmenn frá skrifstofu Heilsugæslunnar í
Reykjavík. Bretar mættu sterkir til leiks, voru fjöl-
mennir og stýrðu allnokkrum viðburðum. Ljóst er
að mikil samvinna er á milli hins breska NHS og
IHI. I þessu sambandi má geta þess að Elísabet
Bretadrottning aðlaði Donald Berwick í byrjun
desember fyrir framlag hans til umbóta innan
bresku heilbrigðisþjónustunnar. Ástralir og Ný-
sjálendingar kynntu mörg gæðaverkefni. Ástralir
kynntu meðal annars stórt verkefni við innleiðingu
meðferðarmódels á sviði langvinnra sjúkdóma í
jornun
heilsugæslu og náði til hvorki meira né minna en
600 læknastofa. Það fer ekki framhjá manni eftir
þessa ráðstefnu að hin anglósaxneski heirnur er
ekki einungis á blússandi siglingu í gæðamálum
heldur einnig í nýsköpun heilbrigðisstjórnunar.
Af einstökum viðburðum langar mig að nefna
kynningu hins hollenska Vim Schelkens sem er
læknir og forstjóri Reiner de Graaf sjúkrahússins í
Delfi, Hollandi. Fjallaði hann um verkfæri til gæða-
vinnu innan heilbrigðisstofnana. Ræddi hann í því
sambandi að „láta gæði gerast“ (making quality
happen) með áherslu á ferla. Sjúklingamiðuð heil-
brigðisþjónusta var honum ofarlega í huga og ljóst
er að ekki þykir lengur við hæfi að tala á nótum
stofnanamiðaðra vinnubragða. Ef eitthvað hentar
ekki sjúklingum í þjónustunni þá er það heilbrigð-
isstarfsmanna að bregðast við því. Nefndi hann að
ná þyrfti öllum saman sem snerta gæðamál á hverj-
um stað (þverfaglegt). - Gerði hann greinarmun
á faglegum gæðum annars vegar og stofnana-
tengdum gæðum hins vegar og þetta tvennt þyrfti
að fylgjast að hönd í hönd. Þörf áminning fyrir þá
sem ætla einir af stað með gæðaverkefni. Hinn
títtnefndi „shame-blame“ kúltúr á ekki heima í
gæðaumræðu, fremur en annars staðar. Þannig
ræddi hann að gera gott betra, fremur en að slæmt
verði gott. Að lokum talaði hann um að leiða með
fordæmi og aðrir munu fylgja. Þörf áminning fyrir
karla eins og mig sem hafa meira gaman af því að
tala en að gera.
Lynn Maher frá hinu breska NHS ásamt David
Gustafson frá Wisconsin háskóla leiddu vinnu-
búðir um viðhald gæðaverkefna. Eitt af stóru
vandamálum þeirra sem leiða gæðamál er stuttur
lifitími slíkra verkefna. I því sambandi var fjallað
um hvernig gæðavinna endaði oft sem einangrað
fyrirbæri sem næði ekki að dreifa sér og viðhalda.
Viðhald gæðavinnu felur í sér að halda því sem
áunnist hefur og að þróa verkefnið áfram. Þá gild-
ir að þekkingu og reynslu sé deilt á báða bóga.
Viðhald er að mati þeirra ekki minna orkukrefj-
andi en að koma verkefnum og gæðakúltúr af stað.
David Gustafson líkti vinnu við viðhald gæða við
meðferð langveikra og færði góð rök fyrir þeirri
samlíkingu. Þótti mér þetta áhugavert. Á ráðstefn-
unni var mikið rætt uin verkfæri til gæðavinnu
og bar þar mest á svonefndum PDSA-hringferli
(Plan-Do-Study-Act) sem er kennt við Tomas
Nolan hjá IHI og góð reynsla er af. Gildir þar
36 Læknablaðið 2006/92