Læknablaðið - 15.01.2006, Side 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ / OFNEYSLUVANDINN
að gera lítið og einfalt í nánast endalausum og
síendurteknum hringferlum. PDSA fellur vel að
vinnubrögðum heilbrigðisstarfsmanna. Best er að
leggja af stað með lítið og einfalt, helst eftir stutt-
an undirbúning, mæla síðan það sem gert var. Að
lokum eru gerðar nauðsynlegar breytingar á sama
verkefni áður en næsti hringur er farinn. í þessu
sambandi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að
langur undirbúningur ásamt langri úrvinnslu drep-
ur flest gæðaverkefni.
Anne Lewis frá IHI og forstjóri CareSouth
heilbrigðisstofnuninnar í Suður-Karólínu ræddi
hlutverk heilbrigðisstjórnenda í gæðamálum. Ljóst
er að mikil þróun á sér stað í stjórnunarmálum
heilbrigðisstofnana þar sem stjórnendur án mikilla
tengsla við framlínu starfseminnar munu brátt
heyra sögunni til. Það var ljóst á tali hennar, og
reyndar flestra sem ég ræddi við og hlustaði á, að
gæðamál þyrftu að vera á borðum stjórnenda og
stjórnarnefnda heilbrigðisstofnana frá byrjun. Á
CareSouth eru allir stjórnarfundir gæðafundir enda
hefur það sýnt sig að ekkert eitt hefur jafnmikil
áhrif á rekstur og fjármál og innbyggð gæðavinna í
rekstri heilbrigðisstofnana. Nú er mælt með að róa
á mið nýsköpunar. Of miklar breytingar hafa átt
sér stað til að hægt sé að lappa upp á gamla kerfið
þannig að það mæti þörfum samtímans. Undir
þessum umræðum hefði verið gaman að sitja við
hliðina á einhverjum úr ráðuneytinu okkar!
Af mörgu öðru er að taka en plássins vegna
ætla ég ekki að hafa fleiri orð um þessa hátíðar-
samkomu sem maður upplifði í hitanum í Flórída.
Og hitinn stafaði mest af þeim skriðþunga sem
málefni gæðaþróunar í heilbrigðismálum hafa
náð. Spennandi tímar eru framundan. Pað er
löngu tímabært að við íslenskir læknar förum að
líta uppúr gamalgrónum aðferðum við útfærslu
heilbrigðisþjónustu. Okkar góða þekking sem við
öflum okkur í námi skilar sér ekki til sjúklingsins
í eins miklum mæli og æskilegt (eða nauðsynlegt)
er. Kerfinu þarf að breyta. Ef þessi umræða tekst
ekki á flug á næstu misserum er mikil hætta að við
missum af lestinni. Sá sem tapar þá mest verður
sjúklingurinn sem situr á móti okkur og við öll sem
borgum skatta til að viðhalda eyðslufreku kerfi
sem skilar ekki nægjanlega miklu. Þess vegna vona
ég að fleiri læknar sjái sér fært að koma á ráðstefnu
IHI að ári liðnu. Hvet ég hjúkrunarfræðinga og
stjórnendur heilbrigðisstofnana til að íhuga slíkt
hið sama.
Að lokum vil ég þakka samferðamönnum
mínum fyrir ánægjulega samfylgd á ráðstefnuna,
þeim Hildi Harðardóttur, yfirlækni á kvennadeild,
Maríu Heimisdóttur sérfræðilækni á skrifstofu
lækningaforstjóra og Óskari Einarssyni, sérfræði-
lækni á Lyflækningasviði, öll á Landspítala.
Nefnd um ofneyslu og hreyfingarleysi
tekin til starfa
Um þessar mundir eru haldnir reglulegir fundir í
húsakynnum læknafélaganna í Hlíðasmára. Þar er
að verki nefnd sem einhverjir kalla Þorgrímu en
hún hefur það hlutverk að greina „vanda sem teng-
ist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingar-
leysi“ eins og segir í skipunarbréfi forsætisráðherra
frá 31. október síðastliðnum.
Ofangreint nafn dregur nefndin af formanni
sínum sem er Þorgrímur Þráinsson blaðamaður
en aðrir nefndarmenn eru: Sigurbjörn Sveinsson
formaður Læknafélags íslands, dr. Jón Óttar
Ragnarsson næringarfræðingur, Halla Karen
Kristjánsdóttir íþróttakennari, Anna Ólafsdóttir
forstjóri Lýðheilsustöðvar, Sæunn Stefánsdóttir
aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Árni Einars-
son uppeldis- og menntunarfræðingur, Petrína
Baldursdóttir leikskólastjóri og Valur N. Gunn-
laugsson matvælafræðingur.
Nefndin er skipuð í framhaldi af þingsályktun
sem Alþingi samþykkti í maí síðastliðnum en það
var Læknafélag Islands sem átti frumkvæðið að
samþykkt hennar.
„Umræðan um afleiðingar offitu hafa farið
vaxandi eftir aldamótin og ég beindi því á sínum
tíma til innkirtlafræðinga að þeir skyldu hafa for-
ystu í umræðum um þörf á sérstökum viðbrögðum
við þessum vanda,“ sagði Sigurbjörn Sveinsson í
spjalli við Læknablaðið. „Eg heyrði í nýskipuðum
landlækni Bandaríkjanna skýra frá því að forsetinn
hefði sagt honum að vandamál tengd offitu skyldu
hafa algjöran forgang í störfum hans og eftir það
færði ég þetta í tal á aðalfundi LÍ haustið 2002. Ég
taldi það vera í verkahring lækna að hafa frum-
kvæði og eftir umræður í stjórn LÍ sendum við
heilbrigðis- og trygginganefnd þingsins drög að
tillögu til þingsályktunar í febrúar 2003. Leitaði
Þröstur
Haraldsson
Læknablaðið 2006/92 37