Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2006, Page 43

Læknablaðið - 15.01.2006, Page 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR Málin rœdd á Lœkna- dögum 2005. Arna segir að dagarnir séu helgaðir símenntun lœkna en þeir gegni ekki síður mikilvœgu hlutverki í félagslíft lœkna. vegar að standa undir sér ef við viljum efla þá.“ - Hvernig er aðsóknin að Læknadögum? „Unglæknar og heimilislæknar eru duglegir að sækja þingið en við þurfum að gera átak í því að fá fleiri sjúkrahúslækna, þeir hafa ekki verið nógu duglegir að mæta. Þetta er spurning um skipu- lag vinnunnar enda heyrum við að það er urgur í mörgum sjúkrahúslæknum vegna þess að þeir fá sig ekki lausa úr vinnu til að sækja fyrirlestra. Það þarf að huga að þessu með einhverjum fyrir- vara eins og gert er þegar menn sækja ráðstefnur í útlöndum. Það á ekki að vera neitt meira mál að skipuleggja störfin á spítölunum svo þau falli að Læknadögum. Læknadagar eru að sjálfsögðu mikilvægur liður í símenntun lækna en þeir eru einnig hápunktur í félagslífi íslenskra lækna. Tilgangur þeirra er ekki síður að þjappa okkur saman og efla liðsheildina.“ Símenntun og ráðstefnuhald Fræðslustofnun hefur fleira á sinni könnu en að skipuleggja Læknadaga. „Þeir liafa hins vegar tekið langmestan tímann svo það hefur ekki verið mikið aflögu til að sinna öðru. Við þurl'um hins vegar að blása auknu lífi í stjórn Fræðslustofnunar svo hún geti tekist á við brýn verkefni sem bíða hennar. Þar ber hæst að koma á skráningu og eftir- liti með símenntun lækna. Þetta hefur verið rætt meðal lækna en sú umræða þyrfti að verða meiri. íslenskir heimilislæknar eru reyndar komnir lengra í þessu en starfsbræður þeirra. Það sem þarf að ræða er hvort ekki þurfi að ákveða lágmarkskröfur sem gera þurfi til lækna um að þeir sinni símenntun. í Bandaríkjunum gilda sérfræðipróf, svonefnd boardspróf, í 10 ár en þá þurfa menn að endurnýja þau. Þeir missa ekki læknaleyfið þótt þeir endurnýi ekki prófið en staða þeirra á vinnumarkaði veikist. Við þurfum að koma á einhverju kerfi sem miðast ekki við að refsa læknum sem ekki standa sig heldur umbuna þeim sem standa sig vel. Með því móti hvetur það lækna til að sinna menntun sinni. Við þurfum að vinda okkur í að útfæra slíkt kerfi og svara ýmsum spurningum, svo sem hvaða leiðir á að fara í skráningunni, hver eigi að halda utan um hana og hver eigi að standa straum af kostnaði við kerfið. Eigum við að borga þetta úr eigin vasa, á LI að koma þar inn eða er hægt að gera kröfu um að vinnuveitendur eða stjórnvöld taki þátt í kostnaðinum? Það er mikilvægt að við sinnum þessu því kröfur um að læknar geti sýnt fram á að þeir viðhaldi kunnáttu sinni, hvort sem er bóklegri eða verklegri, munu aukast. Ef við komum ekki svona kerfi á er viðbúið að einhver annar geri það og þá er hætt við að aðferðin yrði okkur síður að skapi. Nú, það er annað verkefni sem okkur langar að sinna betur en það er að koma á skipulegu, alþjóðlegu ráðstefnuhaldi fyrir lækna hér á landi. Slíkt ráðstefnuhald fer vaxandi í takt við auknar kröfur um símenntun. Nú er vinsælt að halda ráð- stefnur á framandi stöðum og Island hlýtur einnig að koma til greina. Við erum vel í sveit sett mitt á milli Evrópu og Ameríku svo þetta ætti að vera góður möguleiki. Markhópur slíkra þinga eru útlendir læknar en fyrirlesarar geta verið hvort sem er íslenskir eða útlendir. Ef vel tekst til gæti þetta orðið fjáröflunarleið fyrir Fræðslustofnun og veitir ekki af að skjóta undir hana styrkari stoðum,“ segir Arna Guðmundsdóttir formaður Fræðslustofnunar lækna. Læknablaðið 2006/92 43

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.