Læknablaðið - 15.01.2006, Page 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS
Af tuskum
Pétur Pétursson
Höfundurer læknirá
Akureyri.
Forysta læknasamtakanna auglýsti nýverið sið-
ferðisstyrk sinn og dómgreind fyrir alþjóð og um-
heiminum með því að reka ritstjóra Læknablaðsins
eftir 12 ára glæsilegan feril. Mun það hafa verið
gert að boði athafnaskálds nokkurs, sem forðum
tíð öðlaðist íslenzkt lækningaleyfi með afbrigð-
um gegn drengskaparyfirlýsingu um að vinna af
sér þriggja mánaða héraðsskyldu sína í fyllingu
tímans. Ekki fer frekari sögum af þeirri fyllingu.
Nokkrir samstarfsaðilar umrædds athafnaskálds
höfðu áður sagt af sér sem ritnefndarmenn vegna
ágreinings við hinn brottrekna ritstjóra, en nú
hafa sumir þeirra verið kallaðir aftur til starfa við
Læknablaðið, þannig að enginn þarf að fara í graf-
götur unt afstöðu forystu læknafélaganna í deilum
þessum, eftir að hún hafði tekið við fyrirmælum og
hótunum frá lögmanni Kára Stefánssonar í máli
þessu. Það hafði komið fram í leiðurum blaðsins,
að það var sérslakt áhugamál hins burtflæmda
ritstjóra að Læknablaðið markaði sér þá stefnu,
að gerð væri grein fyrir öllum hagsmunatengslum
vísindamanna og greinahöfunda blaðsins við fyrir-
tæki á samkeppnismarkaði. Eitthvað munu þær
hugmyndir hans hafa fengið misjafnar undirtektir,
þótt nú til dags leggi öll metnaðarfull læknatíma-
rit mikla áherzlu á að draga slíkt upp á borðið
og jafnframt að varðveita sjálfstæði ritstjórnanna
gagnvart stórfyrirtækjum í heilsutengdum greinum
(1-2).
Ekki get ég annað sagt en að stjórnarmenn LÍ
og LR hafi komið mér nokkuð á óvart með undir-
lægjuhætti sínum og skammsýni og hefur maður
þó ýmsu kynnst úr þeirri átt hér áður fyrr. Fyrir
tæpum áratug yfirgaf ég þessi samtök, þar sem þau
virtust leggja meiri áherzlu á að gæta stundarhags-
muna fjáraflamanna úr læknastétt en að stuðla að
endurbótum á heilbrigðiskerfinu, notendum þess
til hagsbóta. Hefur mér vegnað ágætlega utan
þessa félagsskapar og einskis farið á mis. Hef auk-
inheldur hvað eftir annað verið kallaður til viðvika
fyrir læknafélögin. Ég hef hins vegar hingað til
haldið tryggð við Læknablaðið og greitt áskrift-
argjöld þess, enda þótt blaðið hafi verið aðgengi-
legt á netinu. Af þeim sökum er ég hneykslaður
á fyrrgreindum ákvörðunum, sem hafa munu afar
skaðleg áhrif á trúverðugleika blaðsins og valda
íslendingunt álitshnekki í hinu alþjóðlega vísinda-
samfélagi.
Hér er um mjög afgerandi stefnubreytingu að
ræða hjá stjórn Læknafélags íslands, sem á und-
anförnum árunt hefur unnið ötullega að því að
styrkja vísindasiðferði meðal íslenzkra lækna og
í flestum tilfellum staðið af sér ásókn gróðaafla.
Formaður félagsins hefur oft tekið einarða af-
stöðu gegn mútuþægni stéttarinnar í samskiptum
við lyfjaiðnaðinn. Þessi nýtilkomna undanlátssemi
stjórnarinnar við Kára Stefánsson og sú aðferð,
sem stjórnin velur til að þakka Vilhjálmi Rafnssyni
ritstjórnarstörfin, verður því að teljast stórfrétt og
stéttinni allri til skammar.
Kjarni þessa máls er sá, að forysta læknasam-
takanna hefur brugðist Læknablaðinu, lesendum
þess ogóháðu vísindastarfi íslenzkra lækna. Heiður
blaðsins sent trúverðugs fræðitímarits hefur verið
traðkaður í svaðið með því að taka við boðum
frá samkeppnisfyrirtæki, sem er að hasla sér völl
í lyfjageiranunt. Sá flekkaði skjöldur verður ekki
fægður af ritstjórnarmönnum, sem eiga áframhald-
andi vísindaframa sinn undir duttlungum forstjóra
deCode Genetics. Af þeim sökunt kýs ég að segja
upp áskrift minni að blaðinu.
Heimildir
1. www. wame.org/wcimestmt.htm
2. www.icmje.org
46 Læknablaðið 2006/92