Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 52

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 52
UMRÆÐA & FRETTIR / LIFEYRISMAL Samþykkt að sameina Lífeyríssjóð lækna og Amenna lífeyrissjóðinn Gunnar Baldvinsson Gunnar. Baldvinsson @isb.is Höfundur er framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs lækna og Almenna lífeyrissjóðsins. Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði lækna og Almenna lífeyrissjóðnum hafa samþykkt að sameina lífeyris- sjóðina frá og með 1. janúar 2006. Sameinaður lífeyrissjóður mun heita Almenni lífeyrissjóðurinn og verður hann 5. stærsti lífeyrissjóður landsins. Heildareignir sjóðsins verða rúmlega 60 milljarðar um áramótin og skráðir sjóðfélagar um 25000. Almenni lífeyrissjóðurinn er traustur lífeyrissjóð- ur sem hentar þeim sem geta valið lífeyrissjóð og vilja greiða viðbótariðgjöld til að auka ráðstöfun- artekjur sínar á eftirlaunaárunum. Aðild að sjóðn- um er öllum opin en jafnframt er sjóðurinn starfs- greinasjóður arkitekta, leiðsögumanna, lækna, tónlistarmanna og tæknifræðinga. Lífeyrissjóður lækna var stofnaður 1967 og hafði því starfað í núverandi mynd í 38 ár. Aðrir sjóðir sem hafa sameinast í Almenna lífeyris- sjóðinn eru Lífeyrissjóður arkitekta stofnaður 1967, Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF stofnaður 1968, Lífeyrissjóður FÍH stofnaður 1970, Lífeyris- sjóður Félags leiðsögumanna stofnaður 1977, Líf- eyrissjóður Tæknifræðingafélags Islands stofnaður 1965 og ALVÍB stofnaður 1990. Lágmarksiðgjald verður 10% af launum Lágmarksiðgjald í sameinuðum sjóði verður 10% af launum og skiptist þannig að 2% greið- ast í séreignarsjóð og 8% í samtryggingarsjóð. Lágmarksiðgjald í Lífeyrissjóð lækna var hins vegar 11% af launum og greiddist allt í samtryggingar- sjóð. Tilgangurinn með þessari breytingu er að auka svigrúm sjóðfélaga þegar kemur að töku lífeyris en kosturinn við séreignarsjóði er að sjóð- félagar hafa meira val um hvernig þeir fá greiddan lííeyri.Viöbótariðgjald (iðgjald umfram 10% af launum) er greitt í séreignarsjóð. Samkvæmt kjarasamriingum sjúkrahúslækna eru heildariðgjöld í lífeyrissjóð fyrir lækna 14% af launum. Af þeim verða 10% greidd sem lágmarks- iðgjald og 4% sem viðbótariðgjald. Heildarið- gjaldið skiptist þá þannig að 8% greiðast í sam- tryggingarsjóð og 6% í séreignarsjóð. í Almenna lífeyrissjóðnum geta sjóðfélagar nýtt viðbótariðgjaldið til að kaupa viðbótarör- orkutryggingar. Peir geta einnig óskað eftir því að greiða hærra hlutfall af launum í samtryggingar- sjóð til þess að auka lífeyrisréttindi. Val um ávöxtunarleiðir í séreignarsjóði Almenna lífeyrissjóðsins geta sjóð- félagar valið á milli fjögurra verðbréfasafna, Ævi- safna I, II, III og IV með mismunandi ávöxtun og áhættu. Sjóðfélagar geta valið sér safn ýmist eftir því hversu mikla áhættu þeir vilja taka eða eftir aldri. Þeir geta líka valið Ævileiðina en þá flyst inneign þeirra milli safna eftir aldri. Nýtt skipulag samtryggingarsjóðs Samtryggingarsjóður sameinaðs lífeyrissjóðs verð- ur með nýju skipulagi. I því felst að samtrygging- arsjóðnum verður skipt í þrjár deildir: • Tryggingadeild sem greiðir örorku-, maka- og barnalífeyri. • Eftirlaunadeild sem ávaxtar fé sjóðfélaga til að tryggja þeim ellilífeyrisgreiðslur til ævi- loka. • Lífeyrisdeild sem greiðir ellilífeyri til ævi- loka og makalífeyri til maka látinna lífeyris- þega. Sá hluti iðgjalds í samtryggingarsjóð sem ætl- aður er til að tryggja ellilífeyri til æviloka verður lagður í sérstakan eftirlaunasjóð á nafni hvers sjóðfélaga. Þegar sjóðfélagar hefja töku lífeyris í starfslok er sjóðnum breytt í ævilangan ellilífeyri. Eftirlaunasjóðurinn erfist ekki við fráfall sjóðfé- laga. Valkostir lækna við sameiningu Til að hjálpa sjóðfélögum að aðlagast breyttum reglum um ávinnslu makalífeyris í framtíðinni er læknum gefinn kostur á að hluta af eftirlaunarétt- indum verði varið til 1) að tryggja maka fjölskyldulífeyri (ein- greiðslu) ef sjóðfélagi fellur frá fyrir 67 ára aldur. Fjárhæðin lækkar með aldrinum þar sem séreignarsjóður sem erfist við fráfall byggist upp á móti. 2) að greiða í séreignarsjóð allt að 20% af eftir- launaréttindum. Sjóðurinn mun senda sjóðfélögum eyðublað um þessa valkosti sem verður að skila til sjóðsins fyrir 25. janúar 2006. Fram að þeim tíma geta sjóðfé- lagar komið á skrifstofu sjóðsins og fengið ráðgjöf. Einnig verður haldinn kynningarfundur finimtu- 52 Læknablaðið 2006/92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.