Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HAMINGJA OG LÍFSSTÍLL
Um lífsstíl og lífsvanda
Erindi Sigurbjörns Einarssonar biskups við setningu Læknadaga 2005
Sigurbjörn
Einarsson
Höfundur er fyrrverandi
biskup íslands.
Mér finnst notalegt í meira lagi að vera kominn á
læknafund og finna hvergi til. Það er ómetanlegt,
að læknar eru lil og tiltækir í þörf en ennþá ómet-
anlegra að þurfa ekki á lækni að halda.
Eitthvert erindi ætti ég samt að eiga við ykkur.
En varðandi viðfangsefni þessa þings kem ég með
margar spurningar en fá svör, ef nokkur.
En það góða boð hingað, sem ég hef þegið
með þökkum, tek ég sem ósk og von og fyrirheit
um nána samvinnu lækna og presta, heilbrigðis-
stétta og kirkju í brýnni nauðsyn. Því fagna ég. Og
ég vil þakka það, hvernig heilbrigðisyfirvöld og
læknar hafa vakið athygli á uggvænlegum brestum
í heilsufari hér á landi. Eg minnist í því sambandi
skýrslu, sem heilbrigðisráðherra og landlæknir
létu vinna, og birtist á síðastliðnu ári, og fjallaði
um „streitubundin lífsstílsvandamál“. Ég veit ekki,
hver hefur smíðað þetta orð, „lífsstílsvandamál",
- kannski landlæknir, hann hefur ætterni til þess að
vera orðhagur - en þetta er nýtt orð í íslensku máli.
Það út af fyrir sig segir nokkuð.
Orðið streita er ekki nýyrði, en það er nýtt í því
hlutverki, sem það gegnir nú: Að tákna sjúklega
ofurspennu í huganum.
Nafnið á skýrslunni gefur ótvírætt til kynna, að
sá sjúkleiki stafi beinlínis af því, hvernig við lifum
nú á dögum, að ríkjandi lífsstíll eða lífernishættir
séu miður hollir fyrir heilsuna.
Þar með er ekki sagt, að orsakasamhengið sé
auðrakið. Mannleg viðbrögð hafa ævinlega getað
verið dularfull og meinleg örlög, sem margan hrjá
fyrr og síðar, voru sjaldan auðskýranleg.
En það er í augum uppi, að mannfélag nútím-
ans, eins og það er í öllum nægtalöndum, er stór-
um margbrotnara en áður þekktist í sögunni, það
býður upp á möguleika eða tækifæri, sem virðast
óþrjótandi, bara ef maður kann að grípa þau
og neyta þeirra. En það er aldrei vandalaust að
bregðast við stórum tækifærum eða eiga um margt
og mikið að velja, það hafa menn vitað frá fornu
fari, eins og þjóðsögur og ævintýri og goðsagnir
þjóðanna sýna með órækum hætti. Þar má finna
djúpvísan skilning á því, að stóru, gullnu tækifærin
eru próf, sem unnt er að standast en ekki sjálfsagt.
Og þar er bent á, að þegar maðurinn hefur glæstast
gengi er honum hættast við að falla - fyrir sjálfum
sér.
A ráðstefnu um fyrrnefnda skýrslu kom margt
íhugunarvert fram, þar var talað af ábyrgð og
þekkingu og skírskotað með sterkum rökum til
þjóðarinnar og hún beðin að athuga sig, íhuga og
átta sig á, hvar hún er stödd. Og áhersla var lögð
á það, að eitt brýnasta verkefnið til að bæta heilsu
þjóðarinnar væri að draga úr hraða og streitu.
Aðvaranir af sama tagi hafa komið fram marg-
oft síðan og aldrei oftar né með meiri þunga en á
næstliðnum vikum.
Þetta vitið þið betur en ég. Ég er hættur að
horfa á veröldina öðruvísi en útundan mér - það
þýðir ekki að ég gefi henni hornauga undir lokin,
því síður illt auga, en hún má vera fullsátt við það,
að ég afskrifi hana eins og hún mig.
En sú veröld, sem er á förum frá mér, er býsna
ólík þeirri, sem tók á móti mér fyrst og ég átti
við að kljást lengstum. Annars hef ég kynnst
jarðneskri tilveru í mörgum myndum, en ég hef
átt annan heim jafnframt, sem hefur aðeins eina
mynd, albjarta. Það á ég Kristi að þakka, að ég
á þann heim, veröld sem afskrifar mig ekki. Og
engan mann. Og varpar sínu vonarljósi yfir þennan
heim, á hverju sem gengur þar.
Um þau hamskipti heimsins, sem ég hef lifað,
gæti ég spunnið langan lopa fyrir ykkur. Ég sleppi
því. En það vil ég segja, að mig langar ekki í þá
veröld, sem var. Það er rnikill kostamunur á þjóð-
félaginu nú og þá. Hvergi kveður meira að því en
á sviði heilbrigðismála, þar hefur gerst eitt mesta
og besta ævintýrið af mörgum, sem þjóðin hefur
fengið að lifa á minni tíð.
Samt getur sett að manni efa um, að heimurinn
sé núna að öllu leyti hollari manninum en hinn,
sem er farinn.
En margt sameinar báða heima. Frumlægustu
lífsskilyrðin eru hin sömu og lífsverðmætin einnig.
I heimi nútímans má sjá og finna mikið af því, sem
á öllum tímum og við allar aðstæður er mestur
auður mannlífsins, en það er góðvild, hollur vilji,
heilbrigð, mennsk viðhorf og viðbrögð. Það er
slæm vanheilsa að taka ekki eftir slíku og kunna
ekki að meta það né þakka. Skyldi eitt af meinum
samtímans vera nokkurt ónæmi á einfaldar, góðar,
ómissandi staðreyndir og samfara því visst ofnæmi
fyrir hinu verra? Það hef ég oft sagt, að ef skugga-
hliðar mannlífsins sækja á hugann, þá sé eitt besta
ráðið að heimsækja sjúkrahús og hliðstæðar stofn-
anir og finna þá hlýju, þá þolinmæði og fórnfýsi
gagnvart sjúkum og hrumum, sem þar er látin í té.
Og margoft þreifar maður á þeim leyndardómi,
56 Læknablaðið 2006/92