Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 57

Læknablaðið - 15.01.2006, Síða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HAMINGJA OG LÍFSSTÍLL sem franska skáldið Victor Hugo benti á fyrir löngu: Augasteinarnir stækka í myrkri og finna að lokum ljós í því, eins og sálin stækkar í neyðinni og finnur að lokum Guð. Mörg sótt, sem áður var oftast banvæn, er nú úr sögunni. En ný veiki er komin upp, asasótt, spennu- sýki. Og hugsýki, þunglyndi, er orðinn faraldur. Líkamlegur þrældómur, eins og hann var, og fólk á mínum aldri kynntist af eigin raun, er nánast úr sögunni. En þá er önnur þrælkun komin upp. Hvaða harðjaxl og kúgari og arðræningi veldur honum? Líklega verður að viðurkenna, að hér sé hver sinn eiginn böðull. Og verður það með því að gerast þræll þeirra lífshátta eða lífsstíls, sem þjóð- félagið er „haldið af“, eins og komist var að orði á ráðstefnunni í fyrra. Við höfum hvað eftir annað að undanförnu verið upplýst um óhóflega notkun geðlyfja, ís- lensk börn hafa Norðurlandametið í þeirri grein. „Vafasamt met“, hét grein í Morgunblaðinu í síð- ustu viku, var eftir sálfræðing og fjallaði um þetta sorglega afrek. Ekki bætir það úr að fullorðnir landar eru líka í fremstu röð meðal frændþjóðanna í samskonar neyslu. Ætli við séum ekki nokkuð framarlega í hófleysi á fleiri sviðum? Ekki leikur vafi á því, að við förum stundum fram úr öðrum í hamslausum ólátum. Það blasir við á nýársnótt og er frægt orðið. Allir vita, að mikið tilstand og tilhald og ærusta getur farið illa með einstaklinga og fjölskyldur. Á aðfangadag síðastliðinn birtist stutt viðtal við fjöl- skylduráðgjafa. Hann segir að óánægja, leiðindi, illindi milli hjóna og innan fjölskyldna séu áber- andi fylgifiskar þeirrar spennu, sem hinn mikli fyr- irgangur kringum jólin veldur, og aldrei hafi þetta verið eins ískyggilega áberandi og nú. Áníðslan vegna gróðavona út á jólin hefst nú orðið fyrir septemberlok, stendur með öðrum orð- um í þrjá mánuði með linnulausri ákefð og látum. Það hefur áhrif, gefur gróða, eins og til er ætlast, en veldur verri áhrifum og meira tjóni en nokkur ætl- ast til eða er fær um að meta. En þannig fer þegar fólk verður haldið. Þau heilsufarsvandamál, sem rakin verða til ríkjandi lífsstíls, eru áberandi og mikið rædd í öllum tæknivæddum allsnægtalöndum. Það á ekki síst við um Bandaríkin, en helst er það þar, sem sá lífsstíll hefur mótast, sem hefur orðið öfundar- efni og hugsjón eða hatursefni víða. Eg hef séð, að þar vestra finnst mörgum, að sjónvarpsnotkun sé meðal lífsstílsvandamála, en þar er sjónvarp opið á hverju heimili sex stundir á sólarhring til jafnaðar. Eg sleppi að minnast á efnið, sem þar er í boði og í fyrirrúmi oft. En án tillits til þess er einsætt, að það getur ekki verið gott fyrir heimilin og einkalíf að láta þetta aðvífandi og bægslamikla stórfygli undiroka sig. En þörfin fyrir afþreyingu sýnist tak- markalítil. Og fjöldi fólks þolir ekki þögn. Það hefur vitnast, að börn og unglingar hér á landi sitja daglega rígbundin yfir myndböndum og tölvuleikjum klukkutímum saman og í skrifum um það mál koma fram áhyggjur af slíkum þrásetum, aðallega vegna afleiðinganna fyrir holdafarið, en „offita er orðin þjóðfélagslegt vandamál“, segir Morgunblaðið í leiðara sínum um síðuslu áramót, og hefði einhvern tíma þótt fyrirsögn að sá voði færi að steðja að Islendingum, svo margir þeirra, sem þjáðust og dóu af ófeiti fyrr á tíð. En plág- urnar ætla ekki að skilja við mannfólkið, þótt þær kunni að hafa hamskipti. Tæknin, vitið, vísindin hafa bægt svo mörgum ytri plágum frá dyrum og blessað er það. Mann- eskjan ætti að finna sig óhultari, öruggari, ánægð- ari með kjör sín en nokkru sinni. Er hún svo ótrú- lega hugvitssöm í því að búa sjálf til plágur handa sér, snúa láni upp í ólán? í nýlegri bók bandarískri (John Ortberg: The Life you’ve always wanted) las ég fróðlega upplýs- ingu. Hún er um Amish-fólkið í Pennsylvaniu. Það kom til Ameríku frá Þýskalandi og Niðurlöndum á 17. öld, er injög trúað, kristið fólk og hefur um aldir lifað sínu lífi samkvæmt skilningi sínum á hollum, hófsömum lífsháttum og vegna þess bægt frá sér margri nýlundu. Meðal annars notar það ekki útvarp, sjónvarp né myndbönd. Og viti menn: Þetta fólk er alveg sér á báti í Bandaríkjunum, það þekkir ekki margumtöluð lífsstílsvandamál, streitu, lífsleiða, eða aðrar þær plágur og kvilla, sem kannski mætti rekja til ofmötunar og kalla ofmötunarsýki. Fólki getur orðið bumbult af fleiru en þungum mat og fengið velgju af fleiru en hnall- þórutertum í tíma og ótíma, en kannski þolir sálin Sigurbjörn Einarsson biskup fylgist með erinda- flutningi við setningu Lœknadaga 2005. Læknablaðið 2006/92 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.