Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA 13,3% hjá körlum árið 1999 og 14,8% hjá konum (13). Hér á landi er all mikill kynjamunur á algengi örorku og er hugsanlegt að óvenju hátt hlutfall einhleypra mæðra í landinu stuðli einnig að hærri tíðni örorku meðal kvenna, en einstæðum mæðr- um er í sumum löndum hættara við örorku en fólki úr öðrum þjóðfélagshópum (7,13,15). Sem fyrr er örorka algengari í yngstu aldurs- hópunum á íslandi en á hinum Norðurlöndunum (16). Það er líklega vegna þess að minna er um úrræði til starfsendurhæfingar og virkniaukandi aðgerða fyrir jaðarhópa á vinnumarkaði á íslandi en algengt er í grannríkjunum (7). Aukning að- gerða á þessu sviði er því líkleg til að geta stuðlað að lækkaðri tfðni örorku á Islandi, bæði í bráð og lengd. í eldri aldurshópunum vex algengi örorku hratt með aldrinum. Þetta mynstur er áþekkt því sem almennt er hjá evrópskum þjóðum utan hvað tíðni örorku í eldri hópunum er mun algengari í flestum grannríkjunum en á íslandi (7). Hjá konum er örorka marktækt algengari á iáiidsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en hjá körlum er svo ekki. Erfitt er að skýra hvað veldur þessum mun, en hugsanlegt er að misjafnt sé eftir landshlutum og kyni í hve miklum mæli fólk leiti réttar til töku örorkulífeyris. Hjá konum er örorka fátíðust á Vestfjörðum og algengust á Reykjanesi, en hjá körlum er minnst um örorku á Austurlandi og hún algengust á Norðurlandi og Suðurlandi. Athygli vekur lág tíðni örorku bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum, en sjávarútvegur er sérstaklega stór þáttur í atvinnulífi þessara lands- hluta. Slysahætta er tiltölulega mikil í sjávarútvegi, þannig að hér kann bæði að gæta þess að fólk með örorku flytji úr byggðarlaginu eða þá að það sæki rétt sinn síður en íbúar annarra landshluta. Þetta þarf að rannsaka frekar. Geðraskanir og stoðkerfisraskanir eru algeng- ustu sjúkdómaflokkarnir hjá öryrkjum af báðum kynjum. Þegar borin eru saman árin 2004 og 2005 kemur í ljós að algengi örorku vegna geðraskana hefur aukist úr 28,7% í 31,3% hjá konum og úr 37,8% í 40,8% hjá körlum (öll örorka talin, bæði hærra og lægra örorkustigið) (7). Þetta bendir til að áframhald sé á þeirri þróun sem hefur verið áberandi á íslandi eftir 1990, það er að tíðni ör- orku vegna geðraskana aukist sérstaklega mikið (7). Ef atvinnuleysi leiðir til geðrænna vandamála má einnig ætla að hér gæti áhrifa hins aukna atvinnuleysis á árunum 2002 til 2004 (17,18). Á næstu misserum gefst tækifæri til að prófa þessa tilgátu frekar því atvinnustigið hefur nú batnað verulega og vænta má, að öðru óbreyttu, að úr aukningu örorku dragi, þar á meðal örorku vegna geðraskana. Þakkir Höfundar þakka Karli Steinari Guðnasyni for- stjóra Tryggingastofnunar ríkisins fyrir virkan stuðning við rannsóknir á Tryggingastofnun. Heimildaskrá 1. Lög um almannatryggingar nr. 117/1993. 2. Baldursson H, Jóhannsson H. Nýr staöall fyrir örorkumat á íslandi. Læknablaðið 1999; 85:480-1. 3. Thorlacius S. Breytt fyrirkomulag örorkumats á íslandi og starfræn endurhæfing á vegum Tryggingastofnunar ríkisins. Læknablaðið 1999;85:481-3. 4. Thorlacius S, Stefánsson S, Jóhannsson H. Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals. Læknablaðið 2001; 87:721- 3. 5. Thorlacius S, Stefánsson SB. Algengi örorku á íslandi 1. desember 2002. Læknablaðið 2004; 90:21-5. 6. Herbertsson TÞ. Fjölgun öryrkja á íslandi. Orsakir og afleiðingar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík 2005. 7. Ólafsson S. Örorka og velferð á íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Félagsvísindastofnun og ÖBÍ, Reykjavík 2005. 8. International Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems. Tenth revision. World Health Organization, Geneva 1994. 9. Heimasíða Hagstofu íslands: www.hagstofa.is 10. Bland M. An Introduction to Medical Statistics. Oxford University Press, 1995. 11. Thorlacius S, Stefánsson SB, Ólafsson S. Tengsl atvinnuleysis og nýgengis örorku á íslandi 1992-2003. Læknablaðið 2004; 90: 833-6. 12. Thorlacius S, Stefánsson SB, Ólafsson S. Algengi örorku vegna geðraskana á íslandi 1. desember 2002. Læknablaðið 2004; 90: 615-9. 13. OECD, Transforming Disability into Ability. OECD, París 2003. 14. Hensing G, Wahlström R. Sickness absence and psychiatric disorders. í: Alexanderson K, Norlund A (ritstjórar), Sickness absence - causes, consequences, and physician‘s sickness certification practice. A systemic review by the Swedish Council on Technology Assessment in Health Care. Scand J Public Health 2004; 32 (Suppl 63): 152-80. 15. Burchardt, T. Being and Becoming: Social Exclusion and the Onset of Disability. LSE, Center for Analysis of Exclusion, Report 21, London 2003. 16. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og einkenni örorku á íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84:629-35. 17. Jahoda, M. Employment and Unemployment. CUP, Cambridge, 1982. 18. Halvorsen, K. Arbeidslöshed og arbeidsmarginalisering - levekaar og mestring. Universitetsforlaget, Oslo 1994. Leiðrétting Læknablaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á missögn í grein Þórólfs Guðnasonar et al í nóv- emberblaðinu: Langdregin barkabólga í kjölfar herpes simplex sýkingar. Læknablaðið 2006; 92: 855-7. Undir millifyrirsögninni Pakkir á að standa: Þröstur Laxdal barnalæknir fyrir aðgang að greinasafni sínu um barkabólgu. 14 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.