Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 18
FRÆÐIGREINAR / ASTMI
Tafla 1.
Eðlileg Teppa Herpa
FVC > 80% af áætluðu gildi Lækkað Meira lækkað
FEV, > 80% af áætluöu gildi Meira lækkað Lækkað
Hlutfall FEVj/FVC > 80% <70% >80%
Mynd 1. öndunarmœling
sem sýnirflata flœðilykkju
bœði í inn- og útöndun.
Row (l/s)
'v ■
J
0 1 2 3 4 5 6
Vol (I)
var gerð aðgerð þar sem meirihluti skjaldkirtils var
tekinn. Hægri lappi hans náði niður í brjósthol að
ósæðarboga og þrengdi að barkanum. Skjaldkirtill
var mikið stækkaður og vóg 299 gr (eðlilegur
skjaldkirtill getur vegið allt að 30-40 gr) og mæld-
ist hægri lappi 9,3x7,7x5,3cm 0g vinstri lappi
Il,8x5,5x4,5cm. Yfirborð beggja lappa var hnútótt
og við gegnumskurð sáust margir, misstórir, ljós-
brúnir hnútar með lítilsháttar bandvef inn á milli.
Smásjárskoðun leiddi í ljós marga misstóra hnúta
sem samsettir voru úr misstórum skjaldkirtilsbelg-
kirtlum (thyroid follicles). Útlitið í heild samrýmd-
ist fjölhnúta skjaldkepp (multinodular goiter)
eins og sýnt er á mynd 3. Sjúklingi heilsaðist vel
eftir aðgerðina og hætti að nota astmalyf. Hún
hefur ekki fundið fyrir neinni óeðlilegri andnauð.
Endurtekin öndunarmæling sýndi að teppa var
horfin og flæðilykkja var eðlileg útlits.
Umræða
Efri öndunarvegur nær frá nefi til barka. Þrengsli
í efri öndunarvegi eru skilgreind sem minnkuð
vídd efri öndunarvegarins sem veldur klínískum
einkennum og geta verið af ýmsum toga. Þrengsli
ofan raddbanda (supraglottic) geta meðal ann-
ars orsakast af æxlum, áverkum og stækkuðum
kirtilvef. í raddböndum (intraglottic) geta verið
æxli, bólgusjúkdómar, bandvefsmyndun, lamanir
og starfrænar truflanir sem valda skertu loftflæði.
Fyrir neðan (infraglottic) raddböndin geta þrengsl-
in til dæmis orsakast af áverka eftir langstæða
barkaþræðingu vegna öndunarvélameðferðar, að-
skotahlutum og utanaðkomandi þrýstingi vegna
eitlastækkana. Einnig af ýmsum æxlum og öðrum
fyrirferðum, meðal annars stækkuðum skjaldkirtli
(1, 2). Þrengslum í efri öndunarvegi má einnig
skipta í þrengingu innan brjóstkassa og þrengingu
utan brjóstkassa. Þau hegða sér mismunandi í inn-
og útöndun. Öndunarvegurinn innan brjóstkassa
víkkar í innöndun vegna neikvæðs þrýstings í
fleiðruholi. í útöndun er jákvæður fleiðruþrýsting-
ur sem veldur því að loftvegurinn þrýstist saman og
þrengist. Öndunarvegurinn utan brjóstkassa sem
er ekki útsettur fyrir fleiðruþrýstingi fellur saman
Mynd 2. Tölvusneiðmynd
afhálsi og efri hluta
brjóstkassa. Mesta lengd
skjaldkirtils hœgra megin
er 110 mm eins og sýnt er
á myndinni og þvermál
barka er5,6 mm.
18 Læknablaðið 2007/93
M