Læknablaðið - 15.01.2007, Side 27
UMRÆÐA & FRÉTTIR /SÉRFRÆÐILEYFI
Eins og reglugerðin er núna nægir að fólk
hafi gegnt aðstoðarlæknisstöðum á sérdeildum í
nægilega langan tíma, kannski uppsafnaður tími í
afleysingum á mörgum deildum og litlar sem engar
upplýsingar um hvað viðkomandi nákvæmlega
fékkst við á starfstímanum. Það er varla boðlegt að
starfa eftir slíkum reglum í dag.”
Helgi segir að reglugerðin standist vissulega
samanburð við reglugerðir víða í Evrópu en ef
litið sé til Norðurlandanna sérstaklega þá sé sam-
anburðurinn okkur verulega óhagstæður. Þar hafi
kröfurnar verið hertar á undanförnum árum og
nú sé svo komið að íslenska reglugerðin um sér-
fræðileyfi standi þeim norrænu verulega að baki.
„Norðurlöndin hafa skipulagt sérfræðinám-
ið mun betur og uppfært kröfur í reglugerðum
sínum í samræmi við það og í sumum fögum hafa
þeir hreinlega lengt sérfræðinámið. Og þar liggur
okkar langstærsti vandi þar sem talsvert stór hópur
erlendra lækna sækir nú um íslenskt sérfræðileyfi
þótt þeir hafi engin áform um að starfa á íslandi.
Langflestir þessara erlendu umsækjenda eru norsk-
ir, en þeir eru að notfæra sér íslensku reglugerðina
til að stytta nám sitt í Noregi um allt að tvö ár.
Þetta eru fyrst og fremst læknar í bæklunarlækn-
ingum og öðrum undirgreinum skurðlækninga svo
sem lýtalækningum og einnig svæfingalækningum.
Þessi fög eru lengri samkvæmt norskri reglugerð
og þar eru gerðar mun ákveðnari kröfur um
námsframvindu, þeir þurfa að halda skrá yfir allar
aðgerðir sem þeir framkvæma og kröfurnar eru
talsvert stífar um framgang í náminu. Við verðum
að fylgja reglugerðinni og veita þessum umsækj-
endum sérfræðiviðurkenningu þó vitað sé að þeir
muni aldrei starfa á Islandi en séu eingöngu að
þessu til að fá sérfræðiviðurkenninguna fyrr en
ella. Samningar um að sérfræðiviðurkenning veitt
af einu Norðurlandanna gildi á þeim öllum kemur
þeim til góða að þessu leyti.”
Helgi segir enga launung á því að íslenskir
læknar séu ósáttir við þetta fyrirkomulag og telji
að með þessu sé verið að rýra gildi íslenskrar sér-
fræðiviðurkenningar. Það stangist á við þá ímynd
sem menn vilja að íslenskt læknanám hafi á sér;
að það sé með því besta og kröfuharðasta sem völ
er á.
Aðspurður um hvaða breytingar hann telji
mögulegar á reglugerðinni til að mæta þeim auknu
kröfum sem gerðar eru segir hann svarið í rauninni
tvíþætt. „Annars vegar aðgerðir sem beinast að
því að draga úr straumi umsókna erlendra lækna
sem eru einungis að stytta sér leið í námi sínu og
hafa alls ekki í hyggju að starfa hér á Islandi.Til að
draga úr þessu gætum við farið sömu leið og Bretar
hafa gert, að krefja umsækjendur um talsvert hátt
leyfisgjald og boða þá hingað í viðtal. Það myndi
eflaust draga úr ásókninni til muna. í dag kostar
ekkert að fá íslenskt sérfræðileyfi og umsækjandi
þarf ekki að koma hingað í eigin persónu, honum
nægir að senda gögnin. Fleiri breytingar hafa verið
skoðaðar, en erfitt er um vik vegna skuldbind-
inga íslands við Norðurlöndin og EES. Síðan er
eins og ég sagði í upphafi löngu tímabært að end-
urskoða reglugerðina í heild með tilliti til breyttra
aðstæðna, aukinnar þekkingar og meiri krafna um
skipulagt nám og námsframvindu. Það er vinna
sem ætti í rauninni að vera löngu komin í gang og
reglugerð af þessu tagi þyrfti að endurskoða allt að
því árlega ef hún ætti að vera í fullu í samræmi við
framþróun í læknavísindum á hverjum tíma.”
Úr reglugerð Heilbrigðisráðuneytisins um tilhögun veítinga
sérfræðileyfa og skipan sérfræðinefndar
8. gr.
Heimilt er aö veita sérfræðileyfi lækni, sem lokið hefur viðurkenndu sér-
fræðinámi, sérfræðiprófi eða fengið sérfræðileyfi í löndum, sem gera
sambærilegar kröfur um sérfræðinám og gert er í þessari reglugerð.
Þetta er heimilt þótt námstilhögun sé frábrugðin ákvæðum 7. greinar.
Veita má sérfræðileyfi í öðrum greinum en þeim er að framan greinir,
ef fullnægt er kröfum um sérmenntun að mati sérfræðinefndar og um-
sækjandi hefur sérfræðiviðurkenningu frá öðru landi. Sérfræðinefnd
úrskurðar á sama hátt um veitingu sérfræðileyfa í nýjum undirgreinum.
Sérreglurgilda um sérfræðileyfi sem uppfylla skilyrði EES-samningsins
sbr. reglugerð nr. 244/1994.
9. gr.
Heimilt er að synja lækni um sérfræðiviðurkenningu, þótt hann hafi
fullnægt ákvæðum þessarar reglugerðar, ef sérfræðinefnd lækna-
deildar telur að námið hafi ekki verið nægilega samfellt eða að óeðli
lega langur tími hafi liðið frá því að hann lauk samfelldu sérnámi og þar
til umsókn barst.
10. gr.
Ráðherra skipar 3 lækna til að fara yfir og úrskurða um umsóknir til
sérfræðileyfis, sérfræðinefnd. Skal einn vera úr hópi kennara lækna-
deildar og er hann formaður nefndarinnar, annar skal tilnefndur af LÍ.
og sá þriðji er forstöðumaður kennslu í þeirri grein sem til umfjöllunar
er hverju sinni. Við afgreiðslu umsókna skal þegar við á, fulltrúi við-
komandi sérgreinafélags boðaður á fund nefndarinnar. Fulltrúi lækna-
deildar og L.Í. skulu skipaðir til 4 ára. Þeir annast fyrir hönd lækna-
deildartúlkun og endurskoðun reglugerðarinnar I samráði við stjórn og
sérgreinafélög L.í. Komi upp ágreiningur í nefndinni skal skjóta honum
undir úrskurð læknadeildar.
Læknablaðið 2007/93 27