Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 34
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FJÖLSMIÐJAN
Rafdeildin. Trésmíðadeildin.
Þorbjörn Jensson
forstöðumaður
Fjölsmiðjunnar
Hávar
Sigurjónsson
Heimsókn í Fjölsmiðjuna
Gríðarlega góður árangur
Á besta stað í Kópavogi, við Kópavogsbraut
5-7, er rekin starfsemi sem lítið lætur yfir sér en
lyftir sannkölluðu Grettistaki á hverjum degi.
Fjölsmiðjan undir stjórn Þorbjörns Jenssonar er
vinnustaður ungmenna á aldrinum 16-24 ára sem
hafa af ýmsum orsökum flosnað uppúr skóla og/eða
gengið illa á fóta sig á vinnumarkaði. Blaðamaður
Læknablaðsins heimsótti Fjölsmiðjuna einn dag
fyrir jólin og hreifst mjög af þvíjákvæða og líflega
andrúmslofti mannbætandi uppbyggingar sem þar
ríkir.
„Eigum við ekki að ganga um staðinn svo þú
vitir betur hvað ég er að tala um,” er það fyrsta
sem Þorbjörn segir við mig þegar ég er kominn
inn fyrir dyrnar á Fjölsmiðjunni. Ég þigg það en
bið hann samt að segja örlítið frá forsögunni, og
hvað Fjölsmiðjan sé. Það kemur á óvart að heyra
að Fjölsmiðjan hefur starfað um fimm ára skeið,
þar hafa um 300 ungmenni starfað um lengri eða
skemmri tíma og starfsemin stækkar sífellt, verður
umfangsmeiri og tekur til fleiri starfsgreina.
Vinnustaður en ekki skóli
„Frumkvöðlar að stofnun Fjölsmiðjunnar var fólk
frá Rauðakrossi íslands sem hafði kynnst svipuðu
starfi í Danmörku við svokallaða produktion-
skóla sem þar hafa verið starfræktir um árabil. Við
sækjum fyrirmyndina þangað en höfum reyndar
farið okkar eigin leiðir við uppbygginguna en
erum í góðu sambandi við produktionskólann
Elsesminde í Óðinsvéum. Við viljum reyndar ekki
kalla þetta skóla, heldur vinnustað, enda er það
réttnefni,” segir Þorbjörn um leið og hann opnar
dyr að trésmíðaverkstæðinu. „Við Fjölsmiðjuna
eru sjö deildir, trésmíða-, bíla-, hússtjórnar-, raf-,
kennslu-, hönnunar-, skrifstofu- og pökkunardeild
og framundan er að stofna sjávarútvegsdeild en
Fjölsmiðjan hefur nýlega fest kaup á 150 tonna
bát sem gerður verður út frá Hafnarfirði,” bætir
hann við.
Allt starf Fjölsmiðjunnar byggist upp á sam-
starfi ungmennanna og starfsfólks Fjölsmiðjunnar
sem reyndar er rangt að aðskilja með þessum hætti
enda leggur Þorbjörn áherslu á að hann og hans
fólk séu samstarfsfólk ungmennanna, leiðbein-
endur að vísu en alls ekki starfsfólk sem annist
skjólstæðinga. „Þetta er grundvallaratriði í hug-
myndafræðinni að baki Fjölsmiðjunni, hér vinna
allir saman og hér hafa allir rétt á að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri.”
Ungmennin sem leita til Fjölsmiðjunnar eiga
það sameiginlegt að hafa flosnað upp úr skóla-
kerfinu í lok grunnskóla eða á framhaldsskóla-
stigi og ekki náð að fóta sig í atvinnulífinu.
Þunglyndisvandamál geta verið til staðar og sumir
eru að ná sér á strik eftir meðferð við neyslu
fíkniefna.
„Við bjóðum þeirn að velja sér deild sem hentar
þeim og þeirra áhugasviði. Við erum í góðu samstarfi
við ýmsa aðila, svo sem Vinnumálastofnun, mennta-
málaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og sveit-
arfélögin á höfuöborgarsvæðinu,” segir Þorbjörn og
útskýrir að samstarfið við Vinnumálastofnun felist í
því að ungmennin fái greidd laun sem svari til fullra
atvinnuleysisbóta séu þau 18 ára eða eldri, en þau
sem eru 16-18 ára fá 80% af atvinnuleysisbótum.
Samstarf við stofnanir og fyrirtæki
„Þau geta einnig sótt skóla með vinnunni héðan
og fá aðstoð til þess. Sumum hentar að taka lítið
34 Læknablaðið 2007/93