Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 35

Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 35
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FJÖLSMIÐJAN Pökkunardeildin. Hússtjórnardeildin. í einu, þau ráða kannski ekki við fulla skólasókn af ýmsum ástæðum og þá tökum við tillit til þess. Hér er miðað við þarfir hvers og eins og hraðinn ákvarðast af því.” Starf deildanna byggist á samstarfi við ýmsa aðila og má nefna að einn stærsti viðskiptavinur trésmíðadeildar er BYKO sem Fjölsmiðjan setur saman smáhýsi fyrir. Þorbjörn sýnir mér stoltur myndir af stórum timburhúsum sem vaskir smið- ir deildarinnar hafa byggt, ýmist í einingum til samsetningar á byggingarstað eða í heilu lagi á staðnum. I rafdeildinni hafa starfsmenn meira en nóg að gera við að yfirfara og lagfæra raftæki fyrir Sorpu og Góða hirðinn en deildin sér einnig um að rífa ónýtan tölvubúnað fyrir Efnamóttökuna. „Það er ótrúlegt hvað hér kemur mikið inn af góðum tækjum sem oft þarf lítið að gera við og eru síðan seld aftur í Góða hirðinum,” segir Þorbjörn. Bíladeildin sér um alþrif á bílum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga og þegar mér datt í hug að spyrja hvort þeir gætu tekið bílinn minn í lang- þráða klössun þá var allt upppantað framað jólum. Kennsludeildin veitir einsog nafnið bendir til stuðning við þá sem vilja taka upp þráðinn í skóla- göngunni og ljúka tíunda bekk grunnskólans eða stunda fjarnám við framhaldsskóla. í skrifstofu- og tölvudeild er gerður upp tölvubúnaður sem seld- ur er aftur í Góða hirðinum og pökkunardeildin sér um pökkun og frágang allrar kornvöru fyrir Heilsuhúsið. Hönnunardeildin er nýjasta deildin innan Fjölsmiðjunnar þar fer fram mikil hug- myndavinna sem er síðan komið í framleiðslu og í verð. Ekki lítið starf það. I hússtjórnardeildinni sem er í rauninni stórt eldhús sem sér um matseld fyrir alla starfs- mennina, 60 talsins, er ljúfur bökunarilmur í loftinu. Deildarstjórinn og yfirkokkurinn Jónas Hallgrímsson, býður mér að bragða á nýbökuðum smákökum sem seldar eru á lágmarksverði þeim sem á annað borð vita af þeim kostakjörum. „Það eru kannski ekki mjög margir út í þjóð- félaginu sem vita af Fjölsmiðjunni enda höfum við lítið gert af því að auglýsa okkur. Þegar Fjölsmiðjan tók til starfa fyrir fimm árum þá var ekki vitað hver þörfin væri fyrir svona starfsemi. Það kom fljótt í ljós að hún var mikil og félags- mála- og heilbrigðisyfirvöld voru alls hugar fegin þar sem algerlega hafði skort úrræði fyrir þennan hóp. Starfsemin hefur vaxið mjög og nú er svo komið að við getum ekki tekið við fleirum nema fara út í verulega stækkun. Við viljum fara varlega í það.” Áttatíu prósent árangur Þegar grennslast er fyrir um árangur af starfinu segir Þorbjörn brosandi að markmiðið sé að gera starfsmenn Fjölsmiðjunnar að góðum starfsmönn- um sem hvaða fyrirtæki getur verið stolt af. „Það sem þessir krakkar þurfa fyrst og fremst á að halda er sjálfstraust. Þegar þau hafa fengið það eru þeim flestir vegir færir. Þau koma hingað niðurlút og með lélega sjálfsmynd, segjast ekkert geta og ekk- ert kunna, sem er alrangt því öll hafa þau hæfileika og kunnáttu sem hægt er að vinna með. Þau þurfa að tileinka sér sjálfsaga og mæta á réttum tíma til vinnu, þau þurfa að læra sam- skipti við aðra á vinnustaðnum og læra að taka leiðsögn. Við leggjum áherslu á að vinna með þeim, hér eru engir verkstjórar í þeim skilningi, við vinnum öll saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Þetta er lykilatriði. Þegar þetta hefur tekist eru þau tilbúin að takast á lífið að nýju. Um 80% þeirra krakka sem hér hafa farið í gegn hafa náð þeim árangri að geta í kjölfarið farið að gera það sem hugur þeirra stendur til.” Tölvudeildin. Læknablaðið 2007/93 35 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.