Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Hestamennskan í blóð borin „Ég er búinn að hafa áhuga á hestum frá því ég man eftir mér,” segir Guðbrandur Kjartansson þegar við erum búnir koma okkur þægilega fyrir við eldhúsborðið heima hjá honum í Fjallalind í Kópavogi. „Ég fór líklega fyrst á hestbak sex ára gamall þegar ég var í heimsókn með afa mínum, Guðbrandi Magnússyni - sem lengi var kenndur við „ríkið” (ÁTVR) en hann hafði verið kaup- félagsstjóri í Hallgilsey í Landeyjum og þekkti alla þar. Við vorum semsagt í heimsókn hjá vini hans Valdimar bónda í Áshólum. Hann var þekktur í hrossarækt á þeim tíma, keypti Nökkva á lands- móti hestamanna 1950 og vakti athygli hvað hann gaf mikið fyrir gripinn. Menn héldu að hann væri orðinn vitlaus að borga svona hátt verð fyrir grað- hest. Það þekktist varla í þá tíð. En ég var settur á bak við þetta tækifæri og var næstu sumrin af og til í sveit hjá Valdimar. Þar vandist ég hrossum og ástr- íðan jókst eftir því sem kynnin urðu meiri. Ég var síðan í sveit í Hrútafirði í tvö sumur og þar snerist öll hugsunin um hross. Á menntaskólaárunum var ég öll sumur í vegavinnu í Húnavatnssýslunum og þá var dellan orðin svo mikil að ég fór stundum og hjálpaði bændum í heyskap um helgar og tók jafnvel strákana úr vegavinnunni með mér og fékk í staðinn lánaða hesta til útreiðar. Þá kynntist ég jj^var vel Benedikt Líndal, hreppstjóra og bónda á Efra- . Núpi í Miðfirði. Þegar haustaði dreymdi mig um íngurjonsson r „ Hefhaft áhuga á hestum frá því ég man eftir mér, “ segir Guðbrandur Kjartansson lœknir. að komast í göngur og þegar ég bað um frí úr vega- vinnunni til að fara í göngur með heimamönnum fram á Tvídægru þá hélt verkstjórinn að ég væri orðinn vitlaus. Að taka frí frá vel borgaðri vinnu til að hristast á hestbaki lengst fram á heiðum í snarvitlausu veðri kannski. Svona var þetta nú, áhuginn alveg að drepa mig,” segir Guðbrandur og hlakkar jafnmikið til og ævinlega að fá klár- ana sína í hús nú um áramótin þó allmörg ár séu liðin frá því hann fór í sínar fyrstu göngur með Húnvetningum. „Ég tek reyndar óvenju seint inn núna því hest- húsið er ekki alveg tilbúið. Venjulega höfum við tekið hestana inn í vikunni fyrir jól. Þetta er nú byggt á þeirri reynslu að eftir miðjan desember bregður veðrinu oft til hins verra. Þá er betra að vita af klárunum í húsi. Eitt haustið gátum við ekki náð í hrossin vegna veðurs fyrr en viku af janúar og þá hét ég því að lenda ekki í slíku aftur.” Alveg kolvitlaus andsk . .. Guðbrandur rifjar upp fyrstu hestakaupin sín fyrir mig og verður dreyminn á svipinn. Hann er sögumaður og segir vel frá. „Ég eignaðist ekki hest fyrr en ári eftir að ég lauk læknisfræðinni. Þá var ég löngu búinn að heita mér því að um leið og ég væri byrjaður að vinna og sæi peninga þá skyldi ég kaupa mér hest. Ég fór beint út á land eftir að náminu lauk, fyrst norður á Húsavík og stuttu eftir það til Raufarhafnar. Ekki löngu síðar fór ég inn á Akureyri og höndlaði mína fyrstu tvo hesta.” Voru þetta miklir gœðingar? „Ég veit nú ekki, en við urðum allavega vel frægir á Akureyri, ég og annar klárinn. Hann var svo andskoti trylltur og erfiður. Ég var þá búinn að skoða fjölda hesta og fann ekkert sem mér leist á, þó var ég búinn að gera boð á undan mér og láta menn vita af því að ég væri að koma og verðið skipti ekki öllu máli, heldur væru það gæðin sem ég væri að leita að. Svo skoðaði ég hvern hestinn á fætur öðrum og sá ekkert sem mér líkaði. Þá er það að ég rek augun í hest sem stóð innarlega í hesthúsinu, bleikálóttur og tígulegur. „En þessi?” spyr ég. „Þetta er alveg kolvitlaus andskoti," segja þeir. „Það þarf læknir að vera viðstaddur þegar farið er á bak honum.” Ég hélt að það væri nú ein- falt mál fyrir mig. „Leyfiði mér að skoða hestinn.” Og það varð úr að þeir teymdu hann út á skafl og þar stóð hann og geislaði af honum krafturinn og fjörið. Svo var það með semingi sem kallarnir féll- ust á að leyfa mér að fara á bak. Það gekk nú bara nokkuð vel og ég reið á honum nokkur hundruð 42 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.