Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FJÖLSKYLDU- OG STYRKTARSJÓÐUR LÆKNA Frétt frá stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs lækna Á fundi stjórnar sjóðsins þann 6. desember sl. voru samþykktar nokkrar breytingar á reglum sjóðsins. Þær helstu eru: 1. Nafni sjóðsins var breytt til samræmis við nýjan kjarasamning sem gerður var á árinu 2006. Þá var í fyrsta sinn gerður samn- ingur sem nær til bæði sjúkrahúslækna og heilsugæslulækna. Nokkrar lagfæringar eru gerðar vegna tilvitnana í nýjan samn- ing. 2. Reglur sjóðsins hafa skv. 3. tl. 1. mgr. 3. gr. náð til lækna hverra launagreiðendur greiða iðgjöld til sjóðsins. Sú heimild hefur verið túlkuð þannig að sjálfstætt starfandi læknar geta átt aðiid að sjóðnum ef þeir greiða sjálfir iðgjald launagreiðanda. Þessi heimild er áréttuð sérstaklega með nýrri 2. mgr. í 1. gr. þar sem segir berum orðurn að reglurnar taki til sjálfstætt starfandi lækna sem hafa greitt iðgjald til sjóðsins. í 5. gr., b. lið, er komið sérstakt ákvæði um hvernig iðgjald sjálfstætt starfandi lækna reiknast. Eins og fram kemur í 3. tl. 1. mgr. 3. gr. kemur fram að sjálfstætt starfandi læknar þurfa að sækja um aðild. Þær umsóknir berist skrifstofu félagsins. Iðgjald verður innheimt sérstaklega af skrifstofu félagsins. 3. í 3. tl. 2. gr. er tekið fram sérstaklega að fæðingarstyrkur sé miðaður við að hann sé ætlaður til að mæta auknum kostnaði fjölskyldu vegna fæðingar barns. Þess vegna er ekki hróflað við því ákvæði að fjárhæð fæðingarstyrks breytist ekki þótt báðir foreldrar séu sjóðfélagar. 4. í 4. tl. 2. gr. er komið nýtt ákvæði sem kveður á um að sjóðfélag- ar sem taka foreldraorlof skv. I. og VII. kafla laga nr. 95/2000 (heimildin er til 13 vikna frarn að 8 ára aldri barns) fá styrk sem nemur 80% af þeim dagvinnulaunum sem niður falla hjá vinnuveitanda þann tíma sem foreldraorlof varir. Þessi styrkur er bundinn við foreldri þannig að ef báðir foreldrar eru sjóð- félagar eiga þeir báðir þennan rétt. 5. I 5. tl. 2. gr. er komið nýtt ákvæði um útfararstyrki. 6. í 1. tl. 1. mgr. 8. gr. er kveðið á um hvaða gögn þurfi að fylgja umsóknum vegna nýrra styrkmöguleika. 7. I 2. tl. 1. mgr. 8. gr. kemur nýtt viðmið vegna dagpeninga- greiðslna. I stað fastrar fjárhæðar fyrir hvern virkan dag er nú komið viðmið sem nemur 80% af meðalmánaðarlaunum (heildarlaun, dagvinna + yfirvinnugreiðslur/vaktagreiðslur ofl.) Athuga ber að í reglum þeim sem birtar eru með frétt þessari á eftir að uppfæra fjárhæðir þar sem það á við í samræmi við breyt- ingar á vísitölu neysluverðs, sbr. 2. mgr.8. gr. Reglur Fjölskyldu- og styrktarsjóðs lækna t.gf. Fjölskyldu- og styrktarsjóöur lækna, hér eftir nefndur FOSL, er stofnaöur með annars vegar kjarasamningi Læknafélags íslands v/ sjúkrahúslækna og fjármálaráðherra f.h. rfkissjóös og St. Franciskusspítala dags. 2. júlí 2001 og hins vegar með úrskurði kjaranefndar vegna heilsugæslulækna dags. 4. desember 2001. Núgildandi reglur um fjölskyldu- og styrktarsjóð er að finna í kjarasamningi Læknafélags íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Franciskusspítala dags. 5. mars 2006. Ef sjóðfélagi á rétt skv. 2. tl. þessarar greinar sem er meiri en sem nemur fæðingarstyrk fær sjóðfélagi ekki fæðingarstyrk. Ef sjóðfélagi á rétt skv. 2. tl. þessarar greinar sem er minni en sem nemur fæðingarstyrk fær sjóðfélagi fæðingarstyrk sem nemur mismuninum á rétti skv. 2. tl. og fullum fæðingarstyrk skv. þessum tl. Sjóðfélagi getur kosið að sækja eingöngu um fæðingarstyrk skv. 3. tl. Reglur þessar taka jafnframt til sjálfstætt starfandi lækna sem hafa greitt iðgjald til sjóðsins, sbr. 3. og 5. gr. Sjóðurinn lýtur sérstakri stjórn. Heimili og varnarþing sjóðsins er á starfstöð Læknafélags íslands. 2. gr. Hlutverk FOSL er skv. greindum kjarasamningi, sbr. 1., 2. og3.tl.gr. 11.1.1: 1. að taka við iðgjöldum launagreiðanda og ávaxta þau, 2. að taka við umsóknum, ákvarða og annast greiðslur til sjóðfélaga í fæðingarorlofí, þegar fyrir liggur samkvæmt útreikningum að viðkomandi hefði notið betri réttar skv. reglum kjarasamnings sjúkrahúslækna dags. 1. desember 1997 eða reglugerð nr. 410/1989 um bamsburðarleyfi starfsmanna ríkisins, er giltu um fæðingarorlof sjóðsfélaga fyrir gildistöku laga nr. 95/2000, en sjóðsfélagi nýtur skv. lögum nr. 95/2000. Skilyrði réttinda til greiðslna úr sjóðnum, er að læknir hafi á einhverjum tíma notið framangreindra réttinda til fæðingarorlofs eins og þau voru fyrir gildistöku laga nr. 95/2000. Uppgjör vegna barnsburðarleyfis getur eingöngu varðað lækni í starfi í samræmi við lög um fæðingarorlof nr. 95/2000 og reglur kjarasamnings dags. 1. desember 1997 / reglugerð nr. 410/1989 um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins. 3. að veita sjóðfélögum sem eignast barn, taka barn til ættleiðingar eða í varanlegt fóstur 1. janúar 2005 eða síðar sérstakan fæðingarstyrk að fjárhæð kr. 350.000. Fjárhæðin er sú sama þótt báðir foreldrar séu sjóðfélagar enda er miðað við að styrkurinn sé til að mæta auknum kostnaði fjölskyldu vegna fæðingar barnsins. Ef um fjölbura er að ræða hækkar fjárhæðin um 50% fyrir hvert barn. 4. að veita sjóðfélögum sem taka foreldraorlof skv. I. og VII. kafla laga nr. 95/2000 styrk sem nemur 80% af þeim dagvinnulaunum sjóðfélaga sem niður falla hjá vinnuveitanda, þann tíma sem foreldraorlof varir. 5. að veita útfararstyrk vegna andláts sjóðfélaga að fjárhæð kr. 500.000. Með sjóðfélaga í þessu tilliti er einnig átt við starfsmenn sem voru sjóðfélagar er þeir létu af störfum vegna aldurs eða örorku. Styrkurinn greiðist þeim aðila er útförina annast. 6. Samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar er hlutverk sjóðsins að öðru leyti, að veita sjóðfélögum styrki, sjá. 8. gr., samkvæmt rökstuddri ákvörðun sjóðstjórnar hverju sinni, þannig að komið sé til móts við: a) tekjutap sjóðfélaga vegna ólaunaðrar fjarveru frá læknisstörfum vegna veikinda sjóðfélaga eða náinna vandamanna hans eða vegna annarra sérstakra persónulegra aðstæðna b) óbætt áföll vegna óvæntra starfsloka eða annarra óvæntra áfalla sjóðfélaga. 3. gr. Sjóðsaðild eiga: 1. læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi frá 5. mars 2006. 2. læknar, sem starfa á sjálfseignarstofnunum eða öðrum stofnunum, hjá félögum eða fyrirtækjum skv. starfskjarasamningum er taka mið af kjarasamningi lækna á hverjum tíma og launagreiðandi þeirra greiðir iðgjöld til sjóðsins, sbr. 5. gr. 3. aðrir læknar sem óska eftir aðild að sjóðnum og launagreiðandi þeirra greiðir iðgjöld til sjóðsins, sbr. 5. gr. Læknablaðið 2007/93 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.