Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 53

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGNFRÆÐI vitnisburði sem fyrir lágu, bæði þá sem að undan greinir og auk þess frá ýmsum sóknarbörnum hans og verður vikið að þeim síðar. í byrjun október 1785 kemur til Jóns frá stift- amtmanni og biskupi „sú þeirra ályktan, að af ásig- komulagi og kringumstæðum minnar meðhöndl- unar með peningana, samt minnar fátæktar vegna, sé eg álitinn fyrir yfirsjónina að láta úti 5 rd. til fátækra presta, og biðja opinberlega fyrirgefningar fyrir sýnódalréttinum vorið eftir” (1). Málið skyldi rekið fyrir dómstól kirkjunnar - sýnódalréttinum. Þar sat stiftamtmaður að sönnu í forsæti (17), en biskup var einn um að tilnefna í dóminn (16). Jón Steingrímssyni var sem sagt boðið upp á það, að hann játaði að honum hafi „orðið á í messunni”. Yfirsjón kallast einnig afglöp, glópska, misgáningur, vangá, jafnvel synd og allt slíkt er hægt að fyrirgefa. Enn hvarflar það að síra Jóni, að halda málinu áfram, en hann afræður að lokum að beygja sig undir valdið: Vildi því heldur saklaus líða og ofsóttur verða. Þyngst þótti mér að verða að biðja fyrirgefningar á svoddan miskunnar- og kærleiksverki, sem eg gerði, hvar um eg skrifaði biskupi til, en hann svaraði með einu bréfi af 12. Junii 1786, að hann þyrði ei annað en eg gerði það með víðara. Svo fór eg til þings um sumarið, lagði út greinda 5 rd. og lét biskup ráða um fyrirgefn- ingarbónina (1). Um athafnir síra Jóns Síra Jón er svo sannarlega ekki sáttur við málalok- in og hann stælist við mótlætið, á sama hátt og varð, þegar hann var flengdur, barinn og laminn að ósekju í Hólaskóla og hann lætur ekki bugast frek- ar en þá. Hann sezt því við og skrifar varnarrit fyrir gerðir sínar og þar birtir hann vitnisburði sókn- arbarna sinna. Verður hér á eftir getið nokkurra þeirra ummæla er varða líkn hans og lækningar, Hinn 18. júní 1785 ritar síra Jón eftirfylgjandi: Virðulegir minnar sóknar meðhjálparar og þessarar sveitar hreppstjórar, gerið svo vel sem eg hér beiðist, og segið sann- leika um það, hverninn eg hafi hér næst afliðið fardagaár hagað mér: 1. í mínum embættisverkum utan kirkju sem innan; 2. í þeim verðslegu við einn og sérhvern, sem vitið; 3. hvert gagn eg hef haft af þeim nýja selabát, sem eg hefi að- keypt fyrir peninga þá, sem háyfirvöldin, stiftamtmaður og biskup, hafa lagt mér, og hverninn eg hefi hagað því gagni; 4. hverninn háttað er mínu búskaparstandi. Ekki stóð á svarinu, því tveimur dögum síðar votta Pétur Sveinsson spítalahaldari á Hörgslandi og Oddur Bjarnason á Hörgslandi, síðar á Seglbúðum, eftirfarandi: Til þess fyrsta svarast, að velæruverðugur prófasturinn ... hefur ... að allra sjón stundað sín embættisverk með lastvörum lifnaði huggunar- og lærdómsfullri kenningu innan kirkju sem utan. Til hins annars svarast, hann hélt einn þann þyngsta niðursetn- ing. sem hér var á sveitinni, og hefur þar að auki lagt sig allan til, langt yfir megn, að hjálpa nauðlíðandi með ráð og dáð, svo margir hafa hér þar fyrir við lífið haldizt... Gesti og umferð- arfólk hefur hann framar öllum líkindum hýst... Til hins þriðja svarast: Af bátnum hafði hann það gagn í vor, að þá harðast var og lá við uppflosnun, fór hann með hann þangað Systrastapi og Skaftá. Handan Stapans stöðv- aðist hraunrennslið í farvegi Skaftár meðan á „Eldmessunni“ stóð enda hagaði hans (guðs) ráð þvísvo til, að eldurinn komst ei þverfót- ar lengra en hann varfyrir embœttið, heldur hrúgaðist hvað ofaná annað í einum bunka’’ (Ævisagan). Myndir og myndatextar Haukur Valdimarsson. Læknablaðið 2007/93 53

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.