Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2007, Side 58

Læknablaðið - 15.01.2007, Side 58
UMRÆÐA & FRETTIR / MINNING Haukur Dalbú Þórðarson læknir 1928- 2006 Haukur Dalbú Þórðarson. Sverrir Bergmann Þann 4. október síðastliðinn andaðist að heim- ili sínu í Mosfellsbæ Haukur Dalbú Þórðarson læknir langt á 78. aldursári en hann var fæddur í Reykjavík 3. desember árið 1928. Lauk þar ævi farsæls brautryðjanda og frumkvöðuls á vettvangi víðtækrar orku- og endurhæfingarmeðferðar hér á landi, mikilvirks leiðtoga öðru i'remur um mál- efni endurhæfingar og öryrkja og fatlaðra en jafn- framt í stéttarlegum og faglegum málefnum lækna. Haukur sat lengi í stjórn Læknafélags íslands og var formaður þess á árunum 1985-1991. Haukur brautskráðist frá læknadeild Háskóla íslands árið 1956 og fór eftir það hérlendis í gegn- um læknisstörf sem tilheyrðu þá hefðbundinni kandídatsskyldu en stundaði einnig læknisstörf í Svíþjóð og kynntist þar m.a. orku- og end- urhæfingarlækningum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi á árinu 1958. Almennt lækningaleyfi hlaut hann hér á landi árið 1958. Haukur hélt svo til Bandaríkjanna til sérnáms í orku- og endurhæf- ingarlækningum á árinu 1959 og stundaði námið þar vestra til ársins 1962 og lauk amerísku lækn- isprófi í orku- og endurhæfingarmeðferð. Námið var á mörgum stofnunum sem allar tengdust New York University Medical Center í New York. Við heimkomuna 1962 hlaut Haukur strax við- urkennd sérfræðiréttindi og hóf störf á Reykjalundi. Hann varð yfirlæknir 1970 og gegndi því starfi til ársins 1990. Jafnframt var hann yfirlæknir end- urhæfingarmeðferðar á Landspítala í hlutastarfi á árunum 1970-1980. Jafnhliða var hann víða ráðgef- andi sérfræðingur, m.a. hjá Endurhæfingarráði, Greiningarstöðinni að Kjarvalsstöðum og hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra frá árinu 1964 og yfirlæknir æfingastöðvar þeirra frá árinu 1984. Haukur var lektor í endurhæfingarfræðum við læknadeild HÍ á 1975-1988 og kennari við náms- braut í sjúkraþjálfun frá 1979-1987. Hann hafði setið í nefndum á vegum menntamálaráðuneytis og HÍ til stofnunar námsbrautar í sjúkraþjálfun og sat um skeið í stjórn þessarar námsbrautar. Haukur sat í Endurhæfingarráði ríkisins á árunum 1970-1983 en þá var ráðið lagt niður en Haukur var formaður ráðsins á árunum 1978-1983. Þá var hann stofnfélagi í Félagi endurhæfingarlækna og fyrsti formaður þess 1976-1978. Vissulega voru hér fyrir heimkomu Hauks árið 1962 virtir og sérlærðir læknar á ákveðnum svið- um orku- og endurhæfingarmeðferðar. Haukur reyndist hins vegar öflugur forgöngumaður enn frekari orku- og endurhæfingarmeðferðar. Eins og framanskráð ber með sér flutti hann boðskap fræði- og sérgreinarinnar hvar sem við átti og þörf var fyrir sem stjórnandi og kennari eða sem ráðgjafi og hann efldi hin ýmsu svið orku- og endurhæfingarmeðferðar og stuðlaði að upptöku nýrra aðferða og greiddi þeim leið inn á sviðið. Því kom það af sjálfu sér ef svo má segja að til Hauks var leitað um ráð og stuðning við stofnun, þróun og eflingu hinna ýmsu þátta orku- og endurhæfing- armeðferðar. Hann var farsæll í þessu starfi sínu og markaði þar spor og lagði grunn að því mikla og margháttaða og þróaða endurhæfingarstarfi sem nú er hér á landi. Kannske þarf ekki að koma á óvart þótt þessi öflugi orku- og endurhæfingarlæknir kæmi fljótt fram á vettvangi þeirra sem þörfnuðust margvís- legrar endurhæfingarmeðferðar og margir jafn- framt félagslegra úrræða og uppbyggingar. Haukur varð þannig stjórnarmaður í SÍBS og formaður frá árinu 1990 og fulltrúi þess í stjórn norrænna sam- taka endurhæfingar hjarta- og lungnaveikra. Þá var Haukur í aðalstjórn Öryrkjabandalags Islands frá árinu 1991 og formaður þess á árunum 1997-1999. Hann var fulltrúi bandalagsins í hinum hliðstæðu norrænu samtökum og formaður heildarsamtak- anna norrænu á árunum 1998-1999 og jafnframt fulltrúi þeirra í alþjóðasamtökum fatlaðra. I starfi sínu fyrir þessi samtök beitti Haukur sér fyrir efl- ingu orku- og endurhæfingarmeðferðar og einnig fyrir margvíslegum félagslegum úrbótum. Hann var enda meðlimur í eða stjórnandi margra opin- berra nefnda sem fjölluðu um málefni fatlaðra og kom þar að laga- og reglugerðarsmíði er miðuðu að betur tryggðum rétti og meira öryggi fatlaðra einstaklinga og viðurkenningu á margvíslegum sérþörfum þeirra. Nefna má lagasetningu um fatl- aða og fjölfatlaða og ákvæði um ferli- og húsnæð- ismál fatlaðra og öryrkja með tilheyrandi aðgerð- um og úrbótum. Auk faglegra greinarskrifa og setu í ritstjórn Scandinavian Journal of Rehabilitation Medicine 1969-1998 ritaði hann mikið í tímarit og í dagblöð um atvinnumál og félagslega stöðu fatl- aðra og öryrkja og kom þannig málefnum þeirra vel á framfæri. Haukur skilaði einnig hér farsælu og árangursmiklu starfi. Sú forysta sem Hauki var falin svo víða fyrir málefnum fatlaðra og öryrkja sem og til uppbyggingar víðtækrar endurhæfingar staðfestir hversu mikið traust var borið til hans. Enn skal það talið að Haukur var um skeið formaður Félags yfirlækna. Hann var einn af stofn- félögum Gigtarsjúkdómafélags íslenzkra lækna 58 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.