Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 59

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR /MINNING 1963 og formaður félagsins á árunum 1970-1972. Þá gaf Haukur sér tíma til að vera formaður nefnda heima í héraði og fór fyrir skólanefnd Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar og síðar einnig Varmárskóla á árunum 1970 til 1978. Þá var hann um langt skeið í stjórn Domus Medica eða frá árinu 1986 til ársins 1996. Skal hér látið lokið upp- talningu þótt enn mætti nefna ýmsar opinberar nefnir og ráð til lengri tíma eða skemmri sérverk- efna. Haukur sannaði einn margra að hinir önnum köfnu hafa alltaf nægan tíma. Haukur sat í varastjórn Læknafélags íslands á árunum 1965-1966 en síðan í aðalstjórn frá árinu 1983 til ársins 1991 og hann var formaður Læknafélags Islands á árunum 1985-1991. Þessu starfi fylgdi seta í aðalstjórn BHM og í Læknaráði auk þess sem Haukur var fulltrúi lækna í fjölmörgum opinberum nefndum á þessu tímabili þar sem hin margvíslegustu mál er vörðuðu heilbrigðiskerfið og lækna og aðrar heilbrigðisstéttir voru til umfjöllunar og viðkomu bæði skipulagningu og laga- og reglugerðasetningu. Kynni mín af Hauki hófust fyrst fyrir alvöru eftir komu mína heim frá sérnámi árið 1971 enda þótt ég hefði þekkt til hans fyrr. Haukur réði mig sem ráðgefandi taugalækni að Reykjalundi um árabil og samvinna var með okkur um endurhæfingu einstaklingameðtaugasjúkdómaáLandspítalanum. Eg varð fljótt meðvitaður um trausta þekkingu hans á endurhæfingarmeðferð og skilning hans og vilja til eflingar endurhæfingarmeðferðar og nauðsyn aðstöðu til þess. Síðar urðu kynni okkar enn nánari og samvinna mikil en ég tók sæti í stjórn Læknafélags Islands árið 1984 og varð varaformaður árið 1988 og gegndi því embætti til ársins 1991 en á þessum árum var Haukur formaður sem fyrr er fram komið. Mikið reyndi á samvinnu okkar á þessu tímabili. Haukur var farsæll formaður Læknafélags íslands. Á hinum faglega vettvangi beitti hann sér fyrir eflingu fræðslu- og útgáfustarfs og hvatti til aukinna félagslegra athafna. Lög og reglur voru jafnan til skoðunar ásamt siðamálum. Þátttaka í alþjóðasamstarfi lækna fór vaxandi. Hann vildi stuðla að samvinnu heilbrigðisstétta og reyndi stofnun samvinnunefndar í þessu samhengi. Fjölmargarályktanirvoruafgreiddaráaðalfundum Læknafélags íslands í formannstíð Hauks og sem miðuðu að bættum hag og auknum áhrifum lækna og að úrbótum og framförum á vettvangi heilbrigðismála. Það fylgir starfi formanns að vera tilkallaður til ráðgjafar og álitsgerðar á opinberum og margfélagslegum vettvangi. Gefa þarf formlegt álit á lagaákvæðum og reglugerðum. Ég sat marga fundi með Hauki þegar sinnt var þessum skyldum og verkefnum. Hann kom skoðunum sínum skilmerkilega á framfæri og naut virðingar fyrir framgöngu sína og var virtur að trúverðugleika og því verulegt tillit tekið til álits hans og ábendinga eða tillagna. Þetta mikilvæga starf blasir hvergi við og þar með ekki heldur hverju það áorkar og hverju það afstýrir.Tæplega hálft kynslóðabil skildi okkur Hauk að en framganga hans og framkoma var mér lærdómsrík og til eftirbreytni hvort sem mér hefur nú tiltekist sem skyldi. Hvortveggja hans var læknum til sóma. í hinum stéttarfélagslegu málum lagði Haukur upp úr eflingu eftirlaunasjóðs lækna og þá m.a. við samningagerð og unnum við saman að þeim málum sem kostur var en á þessum árum gegndi ég formennsku í samninganefnd sjúkrahúslækna. Auðvitað var alltaf að því stefnt að auka hag lækna og ekki síður að efla stöðu þeirra og standa vörð um rétt þeirra jafnt einstaklinga sem sérgreina- hópa og stuðla að eðlilegri verkaskiptingu og sam- vinnu lækna - sem ekki er alltaf auðvelt þótt lækn- um semji vel ella. Hauki tókst oftast farsællega að leysa deilumál einstaklinga og hópa og naut aftur trúverðugleika síns og sáttavilja og hann var einn- ig tillitsamur hlustandi. Ég var oftast þátttakandi með honum í þessum málum og lærði einnig þar og komst hjá því að spilla fyrir. Þessi mikilvægu úrlausnarmál komast sjaldnast fyrir allra sjónir en mikið reynir á við umfjöllun þeirra. Ég hafði mikið gagn en einnig ánægju af sam- starfinu við Hauk og er honum þakklátur fyrir það. Það átti og eftir að koma í minn hlut að fylgja eftir og koma í framkvæmd ýmsum hugmyndum hans og tillögum eftir að ég tók við formennsku af honum í Læknafélagi íslands árið 1991. Haukur var tvíkvæntur. Með fyrri eiginkonu sinni Aðalheiði Magnúsdóttur kennara átti hann fjögur börn og stjúpdóttur með seinni eiginkonu sinni Maríu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi. Útför Hauks var gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 11. október sl. Sá mikli fólksfjöldi sem fyllti Hallgrímskirkjuna við útförina bar vitni þeirri virðingu og því mikla þakklæti sem til hans var borið verðskuldað og sýnt honum á kveðju- stund. Blessuð sé minning hans. Læknablaðið 2007/93 59

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.