Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 68

Læknablaðið - 15.01.2007, Síða 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / Um Læknablaðið Skilgreiningar - verklag Skilgreining Læknablaðið er vísinda- og félagsrit íslenskra lækna. Eigendur blaðsins eru félagar í Læknafélagi íslands og Læknafélagi Reykjavíkur. í útgáfustjórn blaðsins sitja formenn Læknafélags íslands og Reykjavíkur og sitjandi ritstjóri (ábyrgðarmaður) Læknablaðsins. Læknablaðið birtir fræðigreinar (vísindagreinar) um líf- og læknisfræði og fylgir um meðferð þeirra alþjóðlegum stöðlum lækna- rita. Læknablaðið birtir einnig efni um heilbrigð- ismál í víðustu merkingu. Ritstjórn Læknablaðsins tekur ein ákvarðanir um birtingu efnis og fylgir þá sömuleiðis alþjóðlegum stöðlum alþjóðanefndar ritstjóra læknablaða (ICMJE) og að auki codex ethicus lækna. Ritstjórn Læknablaðsins freistar þess að lúta ítrustu reglum um vísindaleg gæði fræðigreina og gæði annars birts efnis þannig að sé íslenskri læknisfræði og íslenskum læknum til sóma. 1. Ritstjórn a) Ritstjóri. Ritstjóri er jafnframt ábyrgðarmaður Læknablaðsins og talsmaður þess. Útgáfustjórn Læknablaðsins skipar ritstjóra til tveggja ára í senn. Ráðningu ritstjóra lýkur sjálfkrafa nema að útgáfustjórn endurnýi umboð hans. Ritstjóri skal hafa yfirsýn um efni blaðsins, lesa allt efni fyrir birtingu eða tilnefnir ritstjórnarmenn til þess í sínu umboði. Ritstjóri getur einn sér hafnað birtingu tiltekins efnis og þá í krafti ábyrgðar hans á birtu efni í Læknablaðinu. b) Ritstjórn. Útgáfustjórn skipar ritstjórnarmenn til tveggja ára í senn. Útgáfustjórn ákveður fjölda ritstjórnarmanna og leitast við að skipa í ritstjórn Læknablaðsins lækna með mismun- andi mennta- og starfsbakgrunn. Ráðningum ritstjórnarmanna lýkur sjálfkrafa nema út- gáfustjórn endurnýi umboð þeirra. Ritstjóri og ritstjórnarmenn bera sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum ritstjórnar, þó með þeirri und- antekningu, sem getur í síðustu setningu la. Ritstjóra og ritstjórn Læknablaðsins ber að kynna sér Helskinkisáttmála WHO uin rann- sóknir á mönnum, alþjóðleg og siðfræðileg viðmið í Good Clinical Practice (GCP) reglum, gildandi lög nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga, reglugerð um rannsóknir á heilbrigðissviði, viðmið Vísindasiðanefndar og lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýs- inga. Ritstjóri felur ritstjórnarmönnum umsjón með umfjöllun allra aðsendra fræðigreina, jafn- an einum ritstjórnarmanni til aðalábyrgðar og öðrum til vara. Ábyrgir ritstjórnarmenn eru í reynd ritrýnar innan ritstjórnar Læknablaðsins. Ábyrgir ritstjórnarmenn skulu finna hæfa ritrýna utan ritstjórnar, aldrei færri en tvo, fyrir hverja aðsenda fræðigrein. Skulu ábyrgir rit- stjórnarmenn gera ritstjórn stuttlega grein fyrir niðurstöðu ritrýni á fundum ritstjórnar og taka þar til umfjöllunar sérstök álitamál. Ábyrgir ritstjórnarmenn geta þó lagt til við ritstjórn að tiltekin fræðigrein skuli birt eða henni hafnað án þess að leitað sé ritrýni utan ritstjórnar. c) Ritstjórnarfulltrúi. Ritstjórn Læknablaðsins ræður ritstjórnarfulltrúa með samþykki út- gáfustjórnar. Ritstjórnarfulltrúi verkstýrir skrifstofu blaðsins, þ.m.t. öðrum fastráðnum starfsmönnum þess og annast dagleg mál- efni þess í umboði ritstjóra og ritstjórnar. Ritstjórnarfulltrúi ber ábyrgð á daglegum fjár- hagslegum rekstri. Ritstjórnarfulltrúi starfar í nánu samstarfi við ritstjóra og ritstjórnarmenn. Ritstjórnarfulltrúi annast samskipti milli rit- stjórnar og höfunda aðsends efnis. d) Auglýsingastjóri/ritari. Ritstjórn Læknablaðsins ræður, í samvinnu við ritstjórnarfulltrúa, aug- lýsingastjóra/ritara, sem annast söfnun auglýs- inga í Læknablaðið og gerir ritstjórn reglulega grein fyrir stöðu þeirra mála. Auglýsingastjóri/ ritari starfar undir daglegri stjórn ritstjórn- arfulltrúa. Öll vinna við heimasíðu blaðsins er á hendi ritarans, sömuleiðis samskipti við áskrifendur, auglýsendur, pökkunar- og dreif- ingaraðila. Ritari sér einnig um símsvörun o.fl. sem tengist Læknablaðinu. e) Blaðamaður. Ritstjórn Læknablaðsins ræður blaðantann með samþykki útgáfustjórnar. Blaðamaður starfar undir daglegri stjórn rit- stjórnarfulltrúa. Blaðamaður skrifar, í samráði við ritstjórnarfulltrúa og ritstjórn, um heil- brigðismál í víðustu merkingu og annað efni sem ætla má að læknar telji áhugavert. 2. Vinnureglur Læknablaðsins a) Vinnulag ritstjórnar: Almennar leikreglur lýð- ræðis ráða vinnulagi ritstjórnar. Allar tillögur og ályktanir sem ritstjórnarmenn óska eftir að fái umfjöllun í ritnefnd skulu ræddar og urn þær greidd atkvæði þar sem meirihluti ræður. Pað er skylda ritstjóra að gefa öllum ritstjórn- armönnum kost á að kynna sér, tjá sig um og 68 Læknablaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.