Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2007, Side 91

Læknablaðið - 15.01.2007, Side 91
HUGLEIÐING HÖFUNDAR / ÚR RÆÐU TIL FÉLAGS KVENNA í LÆKNASTÉTT Brot úr ræðu til félags kvenna í læknastétt Þar sem ég hef nýlega farið í gegnum útgáfuferli ævisögu Matthíasar Jochumssonar eru brot úr þeirri bók mér ofarlega í sinni. Utskriftarár hans úr prestaskólanum 1865 bar það til tíðinda á Jónsmessunni að fyrsti keisaraskurður var gerður á Islandi. Yfirsetukonan kallaði á Jón Hjaltalín landlækni þegar hún sá hún gat ekkert gert fyrir Margréti Arnljótsdóttur, ógiftan kvenmann sem var dvergur að skapnaði. Hjaltalín lagði ekki í að rista hana á kvið hjálparlaust svo hann fékk Gísla Hjálmarsson lækni með sér og báða læknana af herskipinu Pandora, auk fjögurra læknisfræði- stúdenta. Þeir vissu að aðeins sjötta hver móðir lifði svona holskurð af. Notað var klóróform og barninu bjargað, en Margrét dó næstu nótt. Elín hans Matthíasar var smávaxin og þau á leið í hjónaband, svo að þessi tíðindi skekja hana örugg- lega eins og fleiri. Þótt prestshlutverk væri skelfi- legt á tímum barnadauða, holdsveiki, sullaveiki og hungurs var þó frumstætt læknishlutverkið á þessum tímum einhvernveginn í mínum huga enn voðalegra. Meira um Matthías. Páll Baldvin sagði í ritdómi sínum að ég hefði mátt meta geðheilsu Matthíasar með nútímahugtökum geðlæknisfræð- innar. Ritstjóri minn vildi þetta líka og auðvitað velti ég þessu fyrir mér. Ég sá í anda kynningu æsifregnar, Matthías haldinn geðhvarfasýki rétl eins og Jón Sigurðsson með sýfilis. Astæðan fyrir því að ég gerði þetta ekki er sú að það var við extreme erfiðleika sem Matthíasi leið illa í sálinni, aðstæður sem hefðu gert mig sjálfa og flesta menn sjúka á sálinni. Ellefu ára barn ástríkra hjóna kvelst við að vera sent að heiman og eiga ekki aft- urkvæmt. Sá sem missir tvær ungar konur á tveim- ur árum úr umgangspest - þá fyrri ólétta - og hefur áður ögrað trúkerfi sem taldi guð hafa fingurinn á útfærslu mannlegra örlaga - honum líður auðvitað skelfilega í sálinni. Ekki batnaði það þegar hann gerði dóttur kirkjueigendans í Saurbæ ólétta og hvarf úr hempunni og af landi brott. Rétti sá upp hönd sem ekki yrði sálsjúkur af þessu - verandi prestur um 1870. Seinna lýsir hann sálrænni angisl sinni eftir að landið sem hann hafði lofsungið sneri harðindahliðinni svo harkalega að fólki að árum saman gróf hann hungurdautt fólk í haugum. Matthías lýsir líðan sinni hreinskilnislega í minningum sínum og gaf því tilefni til að menn smjöttuðu á geðsveiflum hans. Enda las hann og þekkti ævisögu Rousseaus sem er dásamlega teprulaus. Geðheilsa Matthíasar varð góð og stöðug þegar kvennamálin komust í lag og aftur þegar hungursneyðinni lauk. Maður sem skilar jafn stóru ævistarfi og Matthías við svo erfiðar aðstæður er ekki haldinn alvarlegri geð- hvarfasýki? Geðhvarfasveiflur hans voru stórar en ég kunni ekki við að setja á hann stimpil maníunnar því bæði sjúkdómavæðingin og æsi- fréttastíll sölumennskunnar fara í taugarnar á mér. Sérfræðingum í læknastétt er aftur á móti frjálst að skoða ævisöguna og rannsaka dýpra þar sem vísað er til heimilda um efnið. Jón Sigurðsson forseti fékk sýfilis og ævisaga hans nýleg var kynnt með þeirri frétt í æsifregna- stíl. Það sem gerði fréttina heita var auðvitað það að hún kveikti í fornum glæðum kynlífsbæling- arinnar. Ég hafði látið kynsjúkdóminn koma afar fínlega fram í leikinni heimildarmynd um Jón sem ég gerði handrit að og leikin var á fimmtíu ára lýðveldisafmælinu 1994 og mér þótti merkilegt að Jón sinnti pólitík ekki neitt fyrr en eftir sjúkdóm- inn - hann gat átt von á seinna stigi sjúkdómsins er leiddi marga til dauða og hafði því engu að tapa en allt að vinna. Fólk í þessu sálarástandi er oft afar skapandi. Það hefur lengi legið í landi að eiginkonur mik- ilmenna voru ekki taldar nógu góðar fyrir þá. Sá tónn litaði afstöðuna til Guðrúnar Runólfsdóttur konu Matthíasar Jochumssonar. Ást á okkar stærstu hetjum jaðrar við ofdýrkun sem gerir hvaða konu sem er smáa, hvað þá ef aldursmun- urinn er „öfugur“ eins og í tilfelli Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Ingibjörg hans Jóns var afar góð að hætta ekki við karlinn sem hún var trúlofuð þrátt fyrir sýfilisinn. Hún lenti í að vera enn lengur í festum því hann vildi vera öruggur um að sjúkdómurinn væri genginn yfir og hún var því vel yfir þrítugt er þau gengu í hjónaband. Við hana loddi að hún væri gömul óbyrja þótt hann hefði fengið kvikasilfursmeðferð við sjúkdómi sínum og þess vegna líklega orðið ófrjór. í Jónshúsi hékk enn uppi síðast þegar ég vissi mynd af Jóni ungum og Ingibjörgu gamalli hlið við hlið. Teprulaus afstaða sagnfræðinnar til kynsjúkdómsins hefði í þessu tilfelli komið í veg fyrir að hallaði svo mikið á veslings frúna. Enn eigum við langt í land með að frelsast neðan þindar, eitt merki þess er hve léleg upplýs- ingin er varðandi þvagleka kvenna. Rödd lækna þyrfti að skila sér betur til almennings varðandi heilsu þeirra líkamshluta sem þótt hafa dónalegir. Þórunn Valdimarsdóttir Þórunn Valdimarsdóttir fædd- ist 1954 í Hafnarfirði. Hún tók cand.mag.-próf í sagnfræði frá HÍ 1983 og hefur síðan að mestu fengist við ritstörf, bæði sagnfræði, ævisögur og skáldsögur. Meðal bóka henn- ar eru: Snorri á Húsafelli. Saga frá 18. öld (1989), Sól í Norðurmýri. Píslarsaga úr Austurbæ (ásamt Megasi, 1990), Leikfclag Reykjavíkur. Aldarsaga (ásamt Eggerti Þór Bernharðssyni, 1997), Stúlka meö fingur (1999), Engin venjuleg kona. Litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkju- listakonu (2000), Kristni á Islandi. Til móts við nútímann. IV. bindi, fyrri hluti (2000). - Nýjasta bók hennar, Upp á Sigurhæðir - saga Matthíasar Jochumssonar, var tilnefnd til Hinna íslensku bókmennta- verðlauna 2006. Læknablaðið 2007/93 91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.