Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Litlir fyrirburar á íslandi 1991-95 Áhættuþættir fyrir burðarmáls- og nýburadauða Brynja K. Þórarinsdóttir1’2 læknir Ingibjörg Georgsdóttir3 barnalæknir Jóhann Heiðar Jóhannsson4 barnameinafræðingur Atli Dagbjartsson12 barnalæknir Lykilorð: litlir fyrirburar, lifun, burðarmálsdauði, nýburadauði. ’Barnaspítala Hringsins, Landspítala Núverandi aðsetur Brynju er á Drottning Silvias Barn- och Ungdomssjukhus í Gautaborg. 2læknadeild HÍ, 3Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, 4rannsóknarsviði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ingibjörg Georgsdóttir, barnalæknir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 1,200 Kópavogi. Sími: 510 8400, bréfsími: 5108401 ingibjorg@greining. is Ágrip Inngangur: Lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðing- arþyngd <1000 g hafa aukist verulega undanfarin ár samhliða lækkirn á burðarmálsdauða. Tilgangur rannsóknarinnar „Fyrirburar - langtímaeftirlit með heilsu og þroska" var að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla fyrir- bura á íslandi 1991-95 og fjallar þessi hluti hennar um þá þætti í heilsufari fyrirburanna og mæðra þeirra sem höfðu áhrif á að börn lifðu ekki. Rannsóknaraðferðir og efniviður: Aflað var upp- lýsinga úr Fæðingaskráningunni um fæðingar og lifun lítilla fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á tímabilinu 1991-95. Leitað var eftir upp- lýsingum úr sjúkraskrám lifandi fæddra fyrirbura og mæðraskrám mæðra þeirra og skoðaðir þættir er vörðuðu heilsufar mæðranna á meðgöngu, meðgöngulengd, tegirnd fæðinga, sjúkdóma fyrir- bura, lífslengd og dánarorsök. Skoðaðar voru krufningarskýrslur varðandi þau börn sem létust. Við úrvinnslu voru upplýsingar er vörðuðu látna fyrirbura bornar saman við upplýsingar um fyr- irbura sem lifðu. Niðurstöður: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 28 látnum fyrirburum og samanburðarhópurinn af 32 fyrirburum sem lifðu. Meirihluti fyrirbur- anna lést á fyrsta sólarhring (47%). Ekki var mark- tækur munur á fæðingarþyngd hópanna né hvað varðar aldur, reykingar, áfengis- og lyfjanotkun mæðra. Nær allar mæður látinna barna (96%) voru veikar á meðgöngu miðað við 66% mæðra í samanburðarhópi. Sýkingar voru marktækt algengari (p=0,004) hjá mæðrum látnu barnanna. Marktækur munur kom einnig fram varðandi öndunarörðugleika og heilablæðingu hjá fyrirbur- um sem létust (p<0,001). Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að stutt meðgöngulengd, sýking á meðgöngu og heilablæðing hjá bami eftir fæðingu voru megin- áhættuþættir fyrir burðarmáls- og nýburadauða lítilla fyrirbura á íslandi á árunum 1991-95. Inngangur Lífslíkur lítilla fyrirbura á íslandi með fæðingar- þyngd <1000 g hafa aukist verulega undanfarin ár samhliða lækkun á burðarmálsdauða.1'4 Lifun lít- illa fyrirbura á íslandi var 22% á tímabilinu 1982- 90 og 52% 1991-95.4 Skýring aukinnar lifunar eftir 1990 er talin tengjast notkun lungnablöðruseytis (surfactant) við glærhimnusjúkdómi fyrirbura (hyalin membrane disease), en notkun þess hófst haustið 1990 í tengslum við fjölþjóðarannsóknina OSIRIS.5 Einnig er talið að aukin þekking, reynsla og tækniframfarir í meðferð lítilla fyrirbura hafi haft áhrif á horfur þeirra ásamt framförum í með- göngueftirliti og fæðingarhjálp. Tilgangur rann- sóknarinnar „Fyrirburar - langtímaeftirlit með heilsu og þroska" var að varpa Ijósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla fyrir- bura á íslandi 1991-95 og fjallar þessi hluti hennar um þá þætti í heilsufari fyrirburanna og mæðra þeirra sem höfðu áhrif á að börn lifðu ekki. Rannsóknaraðferðir og efniviður Upplýsingar um fæðingar og lifun lítilla fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á íslandi á fimm ára tímabili, 1. janúar 1991 til 31. desember 1995, fengust úr Fæðingarskráningunni. Leitað var eftir heilsufarsupplýsingum úr sjúkraskrám lif- andi fæddra fyrirbura og mæðraskrám mæðra þeirra. Einnig var farið yfir krufningarskýrslur barnanna sem létust. Miðað var við lifun við fimm ára aldur. Úr mæðraskrá fengust upplýsingar um heilsu- far mæðra á meðgöngu, meðgöngulengd og teg- und fæðinga. Úr sjúkraskrá barna fengust upplýs- ingar um sjúkdóma fyrirburanna, lífslengd þeirra og dánarorsök. Við úrvinnslu voru upplýsingar er vörðuðu látna fyrirbura bornar saman við upplýs- ingar um fyrirbura, sem lifðu. Við samanburð og tölfræðilega úrvinnslu var hver meðganga og fæð- ing aðeins talin einu sinni. Þegar um fjölbura var að ræða var eitt barnanna tekið inn í rannsóknina, annaðhvort talið með í rannsóknarhópi látinna bama eða í samanburðarhópi lifandi bama. Fjórir látnir fyrirburar (tveir drengir og tvær stúlkur) voru ekki taldir með í rannsóknarhópi, tveir af þríburum og tveir tvíburar. Sá fyrirburi sem fæddist fyrst í fjölburafæðingu var talinn með. LÆKNAblaðið 2009/95 1 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.