Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2009, Síða 26

Læknablaðið - 15.02.2009, Síða 26
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFEL L I truflana, orðminniserfiðleika, hljóðabrengls og jafnvel bullorða. Skerðing getur orðið bæði á skiln- ingi á töluðu og rituðu máli. Rannsóknir í seinni tíð hafa beinst að því að kortleggja betur einkenni hægra heilahvels mál- stols, skoða hversu algeng þessi einkenni eru og í þriðja lagi hvort einhverjir þættir málstolsins séu frábrugðnir því sem gerist í hefðbundnu mál- stoli í kjölfar skaða á samsvarandi stað í vinstra heilahveli.1'78 Eru einkennin vegna skaða hægra megin í raun nákvæm spegilmynd af einkenn- um vegna skaða vinstra megin eða má búast við einhverjum sérstökum mun og þá hverjum? Til að svara þessum spurningum má sjá að minnsta kosti tvær rannsóknamiðurstöður sem benda til þess að einkenni hægra heilahvels málstols reynist spegilmynd málstols vinstra megin í tæplega 70% tilfella. Hjá hinum má sjá frábrugðin einkenni2-3'7á ýmsum sviðum málgetunnar og verður þeim lýst hér að neðan. Ýmsar getgátur eru einnig uppi þess efnis hvort einhver hluti af málsvæðunum sé áfram til staðar vinstra megin í þeim tilvikum sem málstöðvarnar eru aðallega hægra megin. Þess vegna skerðist málgetan ekki nema að hluta til eftir skaða hægra megin í heilanum þegar einkennin eru ekki eins.8 í ítarlegri bók Goodglass um málstol frá árinu 19934 var því haldið fram að munnlegt verkstol og mállegt verkstol (e. apraxia of speech/verbal apraxia) í talfærum yrði alltaf vegna skaða f vinstra heilahveli og kæmi því ekki fram hjá þeim sem fá hægra heilahvels málstol en nú hefur komið í ljós að þessi stjórnun á hreyfingum talfæra fylgir málsvæðunum hvoru megin sem þau eru.7 Gerður er greinarmunur á munnlegu og mállegu verk- stoli. Munnlegt verkstol á við skerta getu til þess að stjóma talfærunum til annars en að tala. Dæmi um það er að setja stút á munninn, blása upp kinnamar og reka tunguna út úr sér. Mállegt verk- stol hins vegar birtist sem skert geta til að mynda málhljóðin á réttum stöðum í munninum og bera þau fram í réttri röð í orðunum. Munur á töluðu og rituðu máli hefur verið skoðaður hjá þessum sjúklingahópi með frábmgðin einkenni en þá hefur það oftar verið á þann veginn að erfiðleikarnir hafa verið heldur meiri við að tjá sig skriflega en í töluðu máli. í grein frá árinu 19966 er talað um skerðingu á sjónrænni rúmvíddar úr- vinnslu (e. visuospatial deficits) og talið að geti birst hjá helmingi þessa hóps. Gaumstol (e. neglect) er annar algengur fylgi- kvilli almennt eftir skaða í hægra heilahveli. Gaumstol á við það þegar fólk lætur hjá líða að gefa gaum að einhverju til annarrar hliðar- innar, þeirrar vinstri, til dæmis matnum á vinstri helmingi disksins, snyrtingu á helmingi andlits og svo framvegis. í þessum rannsóknum á hægra heilahvels mál- stoli hefur komið í ljós að starfsemi sem venjulega er í hægra heilahveli eins og tónfall (stundum líka kallað ítónun og hljómfall í íslensku), áherslur í setningum (e. prosody) og tilfinningaleg tjáning eða blæbrigði í tali getur skaðast hjá einstakling- um með hægra heilahvels málstol. Þetta þýðir þá væntanlega það að sum sú starfsemi sem alla jafna er í hægra heilahveli er þar enn þótt málsvæðin séu þeim megin. En þótt ýmislegt hafi verið skoðað í tengslum við hægra heilahvels málstol eru rannsakendur ekki á einu máli um einkenni þess, enda afar sjaldgæft. Sjúkrasaga og niðurstöður prófunar Sjúkrasaga AA er sextugur, rétthentur íslenskur karlmaður og smiður að mennt. Hann fékk heilablóðfall í hægra heilahvel og í kjölfarið Broca-málstol og mikið mállegt verkstol. Hann hafði ekki fengið heilablóðfall áður. Engir örvhentir einstaklingar eru í nánustu fjölskyldu þessa sjúklings, að hans sögn, sem var heldur algengara hjá þeim sem voru með hægra heilahvels málstol. Hér verður lýst þessu eina tilfelli um hægra heilahvels málstol á íslandi sem okkur er kunnugt um. Skriflegt samþykki sjúklings liggur fyrir en hann gefur góðfúslegt leyfi til að kynna málstol hans á þessum vettvangi. Rannsóknarniðurstöður endurtekinnar tölvu- sneiðmyndar (TS) þremur dögum eftir innlögn á Landspítala gáfu til kynna að AA væri með ferskt stífludrep (e. infarct) framan til hægra megin (e. frontotemporalt), í eyjablaði (e. insula) og fremri hluta efri og miðgára gagnaugablaðs. Hálfum mánuði síðar sýndi segulómun útbreiddari breyt- ingar eða stífludrepið bæði á eyjablaði, í mið- og sérstaklega í efstu gárum gagnaugablaðs og til viðbótar teygði það sig upp og aftur í hvirfilblaðið sömu megin í heilanum samkvæmt röntgenlækni. Engin merki um blæðingu voru sjáanleg í þessum rannsóknum. AA fékk strax TPA (Tissue Plasminogen Activator) segaleysandi meðferð. Við innlögn var sjúklingur vakandi og með fulla meðvitund, hann reyndist vera með lömun vinstra megin í líkaman- um, jákvæða Babinski svörun þeim megin og mikið málstol. Ekki var til staðar gaumstol, sjón- sviðsskerðing eða rúmvíddarvandi en AA byrjaði að keyra 3-4 vikum eftir áfallið en þá var lömunin löngu gengin til baka. í allri vinstri hliðinni og þeim hluta andlitsins var hins vegar skyntruflun 122 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.