Læknablaðið - 15.02.2009, Síða 27
FRÆÐIGREINAR
SJÚKRATILFELLI
(e. stereognosis) og dofi sem ertn er til staðar, þrem-
ur árum síðar, þegar þessi grein er skrifuð. Hann
getur til dæmis enn ekki greint hlut í vinstri hendi
með því að þreifa á honum og finnur því ekki
heldur hluti sem hann er með í vasanum. Hann
verður að sjá hlutina til að greina þá.
Mat á málgetu
Við fyrsta mat/skimun talmeinafræðings innan 24
klukkustunda frá innlögn á Landspítala svaraði
AA eingöngu með já/nei en tjáði sig að öðru leyti
ekki neitt í tali. Hann virtist skilja það sem sagt var
við hann. Við komu á Talmeinaþjónustu spítalans,
rúmri viku síðar, voru eftirtalin málstolspróf lögð
fyrir:
(1)
a. Boston Diagnostic Aphasia Examination - BDAE14
- ítarlegt málstolspróf sem kannar málskiln-
ing, máltjáningu, lestur, skrift og reikning
b. Boston Naming Test - BNT15 - sem kannar orð-
minni
c. Setningafræðipróf6 - það prófar skilning á mál-
fræðilega flóknum setningum
d. Reading Comprehension Battery for Aphasia
- RCBA17 - prófið metur hagnýtan lesskilning
Niðurstöður þessara ítarlegu prófana fylgja hér
að neðan, en prófunin teygði sig yfir rúmlega tvær
vikur. Sjúklingur kom daglega í klukkutíma í senn
til talmeinafræðinga. Til viðbótar við þessi próf
var rétthenda prófuð sérstaklega á svokölluðu
Edinburgh Handedness lnventory.18,19
Málskilningur á BDAE
AA skildi daglegt mál vel og hann fylgdi tveggja
og þriggja þrepa fyrirmælum rétt. Grunngreining
orða var góð, hann benti réttilega á myndir af hlut-
um, líkamshlutum, litum, bókstöfum og tölustöf-
um. Orðskilningur eftir flokkum var sömuleiðis
góður (verkfæri, matur, dýr) og hann átti ekki í
neinum erfiðleikum með að benda á mismunandi
staðsetningar á landakorti. Sömuleiðis reyndist
honum auðvelt að svara merkingarfræðilegum
spumingum um ýmsa hluti. Skilningur á hug-
tökum og alllöngum frásögnum þar sem spurt var
út í efnið með já/nei-spurningum reyndist góður
að undanskildu einu atriði. Sjúklingi gekk vel að
skilja málfræðilega flóknar setningar, bæði setn-
ingar þar sem fram kom ópersónuleg þolmynd,
framvinduhorf og forsetningaliðir (a) og dæmi
þar sem röð eiganda og eignar er mismunandi (b).
Þessar setningagerðir eru sýndar í dæmi: (2)
(2)
a. Bentu á myndina þar sem: verið er að snerta gaff-
alinn með skeiðinni
b. Á þessari mynd: Hver er hundur þjálfarans og
Hver er þjálfari hundsins
Og þegar aðalsetningar með aukasetningum
eins og (3) voru lagðar fyrir AA var hann ekki í
neinum vandræðum:
(3)
a. Strákurinn sem er í stígvélum eltir stelpuna
b. Mamma kallar á stelpuna sína sem er með ljóst
hár
Sérstakt próf sem ber heitið Setningafræðipróf
var einnig lagt fyrir til að kanna málfræðigetuna
enn frekar en sjúklingurinn svaraði öllu rétt nema
tveimur atriðum (43/45). Annars vegar var um að
ræða skilning á andlagsklofningssetningu (a) og
hins vegar kjarnafærslusetningu (b), eins og sjá
má í dæmi (4):
(4)
a. Það er stelpan sem strákurinn myndar
b. Stelpuna er strákurinn að mynda
Þetta þykja hvort tveggja flóknar og erfiðar
setningagerðir fyrst og fremst vegna þess að ger-
andinn, í þessu tilfelli strákurinn, er aftar en þol-
andinn í setningunni en í venjulegum germynd-
arsetningum er því öfugt farið. Þá er gerandinn
fremst í setningunni. Málstolssjúklingar ruglast
oft á þessu og túlka þessar flóknu setningar allar
þannig að gerandinn sé fyrr í röðinni en það þýðir
að þar sem röðinni hefur verið breytt, túlka þeir
setningarnar rangt.20'21
Máltjáning
Máltjáning var nánast engin til að byrja með
nema já og nei. Þremur vikum eftir áfallið fór AA
að geta tjáð sig með stökum orðum og stuttum
setningum, en hann talaði afar hægt. I sjálf-
sprottnu tali átti hann erfitt með að bera fram sam-
hljóðaklasa og einfaldaði þá flesta:
(5)
a. f/fj (ber fram f í stað fj) fólublátt/fjólublátt
b. t/tv, teir/tveir
c. f/lf, tóf/tólf, o.s.frv.
Þegar hann byrjaði að tala kom í ljós að hann
vantaði alveg svokallaðan aðblástur á undan
tvöföldu samhljóðunum /pp/, /tt/ og /kk/ og
líka á undan /pl/ og /pn/. Dæmi um orð með
slíkum aðblæstri eru hoppa, fletta, flikki, epli og opna
LÆKNAblaðið 2009/95 1