Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2009, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.02.2009, Qupperneq 35
Sigurður Böðvarsson sigurdbo@landspitali.is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Elínborg Bárðardóttir Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir Kristján G. Guðmundsson Sigurður Böðvarsson Valgerður Rúnarsdóttir I pistlunum Úrpenna stjórnarmanna Ll birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Ú R UMRÆÐUR 0 G PENNA STJÓRNARM F R É T T I R A N N A L í Læknafélag Reykjavíkur 100 ára Læknafélag Reykjavíkur var stofnað 18. október 1909. Þetta fyrsta félag íslenskra lækna var gagngert stofnað til að koma að samningagerð félagsmanna við, þá nýstofnað, Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Stofnfélagar í Læknafélagi Reykjavíkur voru níu og fyrsti formaður félagsins var Guðmundur Magnússon. Fljótlega þróaðist starfsemi félagsins til fleiri átta en samningagerðar og voru haldnir ýmsir fræðslufundir um sjúkdóma og önnur læknisfræðileg efni, - svo sem hvort læknar mættu ávísa lyfjum sem innihéldu vínanda! Jafnframt er Ijóst að læknar stofnuðu félagið ekki eingöngu til að slá skjaldborg um hagsmuni sína, heldur var þeim og mjög umhugað um hagsmuni sjúklinga sinna og að sem flestir nytu læknishjálpar. Læknafélag Reykjavíkur hóf útgáfu Lækna- blaðsins árið 1915 og tókst með því að halda úti fræðilegri umræðu og birta annan fróðleik. A fundi félagsins í nóvember 1916 var kosin nefnd til að huga að stofnun heildarsamtaka lækna á íslandi og loks var Læknafélag íslands stofnað á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur 14. janúar 1918. Sá félagsskapur þótti nauðsynlegur til að koma að kjaramálum lækna, læknisbústöðum, utanferðum, bókum og tímaritum og sumarfríum! Aldarafmæli Læknafélags Reykjavíkur verður fagnað með ýmsum hætti á þessu ári. Segja má að afmælishátíðin hafi hafist 19. janúar síðast- liðinn þegar félagið, í góðri samvinnu við félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, hélt há- degisverðarfund á Læknadögum. Jón Ólafur ísberg sagnfræðingur flutti þar erindi um félagið og störf félagsmanna undanfarin 100 ár. Á næstu mánuðum verða ýmsir atburðir til að fagna þessum merku tímamótum og má raunar segja að skipulögð hafi verið afmælishátíð sem hefur þegar hafist og mun standa allt til afmælis- dagsins 18. október, þegar hún nær hámarki með fræðslu- og listaþingi lækna og síðar afmælis- veislu. Á afmælisárinu verður lögð áhersla á fræðslu fyrir almenning varðandi líf og störf lækna og framlegð þeirra til samfélagsins. Á næstu mánuðum verður fjallað um sögu félagsins í Læknablaðinu. Jafnframt munu birtast þar viðtöl við ýmsa valinkunna eldri kollega. Þá hefur fyrmefndur Jón Ólafur ísberg sagnfræð- ingur tekið að sér að skrifa yfirlitsgreinar um fjögur sögufræg hús í Reykjavík sem tengjast sögu félagsins og þar með læknisfræðinnar á Islandi. Fyrirhugað er einnig að reisa skildi fyrir utan hvert þessara húsa og verða þar tekin saman helstu atriði úr sögu þess. Allar góðar hugmyndir og tillögur að verkefn- um eða atburðum á afmælisárinu eru vel þegnar. Þess má geta að í tilefni afmælisins gaf Læknafélag Reykjavíkur á síðasta ári 25 milljónir króna til stofnunar Lækningaminjasafns íslands við Nesstofu á Seltjamamesi. Ég vil þakka sérstaklega Ólafi Þór Ævarssyni, formanni 100 ára afmælisnefndar Læknafélags Reykjavíkur, og Atla Þór Ólasyni, formanni Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, fyrir þeirra aðkomu að skipulagningu afmælisársins. Ég vil að lokum óska öllum félagsmönnum í Læknafélagi Reykjavíkur til hamingju með afmælið. ísberg JÓ. Líf og lækningar. íslensk heilbrigðissaga. Hið íslenska bók- menntafélag, Reykjavík 2005. Nýráðinn hagfræðingur til LÍ Um áramótin hóf störf á hagdeild Læknafélagsins Sólveig Fríða Jóhannsdóttir. Sólveig útskrifaðist með C.Sc. í verkfræði frá Háskóla íslands árið 1997 og M.Sc gráðu í hagfræði frá sama skóla árið 2001. Lengst af hefur hún starfað hjá Hagfræðistofnun HÍ sem sérfræðingur. Þar vann hún meðal annars úttektir og skýrslur um heilbrigðismál eins og spá um þörf fyrir vinnuafl í heilbrigðiskerfinu, kostn- aðargreiningu á heilbrigðisþjónustu, fjármögnun og rekstur heilbrigðisþjónustu og ýmsa framreikn- inga á heilbrigðisútgjöldum. Verkefnum Sólveigar hjá Læknafélaginu má skipta í femt. í fyrsta lagi er forvinna við kjaramál lækna en þau hafa orðið æ flóknari í seinni tíð, ekki síst vegna fjölbreyttara starfsumhverfis en áður var. I öðru lagi mun hiin vinna hagtölur heilbrigðismála og kostnaðargreiningu læknisverka. Það er áríðandi að samtök lækna beri gott skynbragð á eðli slíkra talna og samhengi þeirra hér innanlands og í sam- anburði við erlendar hagtölur. í þriðja lagi mun hún koma að forvinnu við stefnumótun samtaka lækna varðandi mótun hins íslenska heilbrigðiskerfis og í fjórða lagi mun hún veita ráðgjöf til fyrirtækja lækna og hópa lækna á sama starfsvettvangi. LÆKNAblaðið 2009/95 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.