Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2009, Side 51

Læknablaðið - 15.02.2009, Side 51
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR MINNINGARORÐ fljótt spor. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska læknisfræði og íslenska heilbrigðisþjón- ustu. Kraftur hennar, snerpa og áhugi varð okkur öllum ljós. Hún var frumkvöðull að kviðar- holsspeglunum sem, eins og menn þekkja, er beitt í sívaxandi mæli við flóknar aðgerðir í kvið, m.a. fyrir atbeina Margrétar. Síðasta greinin frá henni og félögum birtist í Surgical Endoscopy í mars sl. Þar lýsti hún reynslu sinni af adrenalectomium gegnum kviðsjá. Margrét var ekki aðeins frumkvöðull á þessu sviði. Hún braut líka ákveðinn ís, stundum mjög þykkan, með því að vera kona og skurðlæknir. Sem slík var hún og er fyrirmynd margra ungra kvenna í stéttinni og reyndar er hún fyrirmynd beggja kynja í Ijósi þekkingar sinnar og lækniskúnstar. Slíkar fyrirmyndir eru miklvægar og aldrei nógu margar. Ég held reyndar að Margrét hafi ekki séð sig sem neinn sérstakan talsmann stöðu kvenna, veit ekki hvort hún var í neinni kvennahreyfingu, en með geðhöfn sinni, framkomu og framgangi öllum var hún það. Margrét var nefnilega klár án þess að vita af því, sjaldgæfur eiginleiki. Við sem áttum þess kost að vinna með henni að erfiðum klínískum vandamálum erum þakklát fyrir þá reynslu, þar kom íhygli hennar, skerpa, natni, innsæi og mannskilningur glögglega í ljós. Margrét átti mikinn þátt í þróun Læknadaga eins og þeir eru núna, var í mörg ár í undir- búningsnefnd þeirra með nokkrum nytsömum sakleysingjum. Birna Jónsdóttir, formaður okkar, segir að Margrét sé guðmóðir Læknadaga, það er titill sem Margrét ber með rentu. Margrét varð dósent í almennum skurðlækning- um við læknadeild 1985 og prófessor 2002. í því hlutverki sómdi hún sér vel. Hún hafði mikinn áhuga á kennslu og þróun hennar, og vann þar ötullega. Þar nutu ályktunarhæfni, kraftur og greind hennar sín mjög vel. Það voru forréttindi að vinna með henni að þessum málum, ég minnist samstarfsins með eftirsjá og þakklæti, þetta voru góðar stundir. Margrét setti ekki einungis spor á umhverfi sitt sín hér á landi, kollegar hennar á Yale hafa stofnað til fyrirlestraraðar við sjúkrahúsið þar henni til heiðurs. Þannig verður hennar ætíð minnst fyrir frábært framlag til skurðlækninga á Yale og í heiminum öllum, eins og Eugenia Vining, kollegi Margrétar á Yale, kemst að orði í minningargrein í Morgunblaðinu. Kannski er erfitt að sýna henni meiri heiður, en hann á hún skilið, margfaldlega. Eins og ég sagði, mörgum okkar er orðs vant á svona stundu. Að lokum vottum við kollegar Margrétar ungum sonum hennar og Jóns Ásgeirs, foreldrum hennar og fjölskyldu allri djúpa samúð, okkar missir er mikill, þeirra missir er mestur. Ég vil biðja ykkur að rísa úr sætum og votta Margréti virðingu okkar og lýsa söknuði okkar með stuttri þögn. Þakka ykkur fyrir. Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna - vorúthlutun 2009 Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna úthlutar styrkjum til vísindarannsókna tvisvar á ári. Umsóknir fyrir vorúthlutun 2009 þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. febrúar næstkomandi og ber að skila rafrænt til magga@lis.is á þartilgerðum eyðublöðum ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum, eða framgangsskýrslu ef um endurumsókn sama verkefnis er að ræða. Lög vísindasjóðs og eyðublöð er að finna á heimasíðu FÍH. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Sigurðsson johsig@hi.is Stjórn Vísindasjóðs FÍH J HELCELANDSSYKEHUSET HELCELAANTEN SKIEMT)E-CAETIE P/O-avdelingen, Boks 568, 8651 Mosjoen. • •• Helgeland Hospital Mosjoen has a vacancy for the following position: The surgical section Chief physician urology (NR id no. 814). The surgical section has a vacancy for the permanent position of Urologist. Due to normal attrition from the position, appointment may take place by agreement. More information is available upon enquiry to head of surgical section Bjorg Rossvoll (+47) 75 11 52 04. We request that you apply electronically via www.jobbnorge.no or www.Helgelandssykehuset.no, where the complete job announcement is also available. Deadline for application: 19 February 2009. o LÆKNAblaöiö 2009/95 147

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.