Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2009, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.02.2009, Qupperneq 53
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Ólafur Ólafsson fyrrum landlæknir Gunnar A. Ólafsson MPA, MPH Jón G. Jónasson meinafræöingur Friðbert Jónasson augnlæknir Árangur í heilbrigðisþjónustu á íslandi Þegar rætt er um árangur í heilbrigðisþjónustu á Islandi hefur lengst af verið vitnað til þess að við búum við lengstar ævilíkur og lægsta burðarmáls- dauða í heimi. Fleira en góð heilbrigðisþjónusta hefur þó áhrif á þessar breytur, svo sem lífskjör og fleira. En lítum á árangur okkar til dæmis gegn kransæðasjúkdómum, krabbameini, gigt, sykur- sýki og blindu. í baráttu gegn þessum sjúkdóm- um hefur aðgengi að læknisþjónustu, tækni og hjúkrun afgerandi þýðingu við líðan og meðferð sjúklinga. Kransæðasjúkdómar: íslendingar hafa tekið þátt í alþjóðlegu „Monica" kransæðarannsókninni frá árinu 1982 sem nær til 27 þjóða. Þar er spurt um aðgengi kransæðasjúklinga að sjúkrahúsum og árangur meðferðar 28 dögum eftir sjúkrahús- dvöl, það er hversu margir lifa af kransæðaáfall. ísland, Svíþjóð og Noregur ná bestum árangri í þessari rannsókn og eru í 1.-3. sæti.1 Ekki kemur þar fram mismunur milli kynja. Bandaríkjamenn ná ekki samsvarandi árangri og Norðurlöndin í viðureigninni við krans- æðasjúkdóma samkvæmt rannsókninni og þar kemur fram munur á afdrifum kvenna og karla. Bandaríkjamenn virðast veita konum síðri þjón- ustu á sviði kransæðasjúkdóma en körlum, konur þar eru margar verr tryggðar og búa við lélegri efnahag en karlar og þess vegna leita færri konur til bráðaþjónustu og til dæmis í kransæðaþræð- ingu en karlar.1'3 í tilvitnaðri grein1 kemur fram að kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum fell- ur 80-85% undir samfélagslegan kostnað og er í heild 2400-3400 dollarar á íbúa á ári (2003). í Bandaríkjunum fellur um 70% af kostnaði undir einkatryggingar og nemur í heild um 5200 doll- urum á ári. Krabbamein: í allmörg ár hefur verið gerður samanburður á horfum sjúklinga sem greinst hafa með krabbamein í þeim Evrópulöndum sem halda krabbameinsskrár. Þessi vinna ber heitið EUROCARE. Samanburður á horfum þeirra sem greindust 1990-94 hefur birst sem EUROCARE-3,4 en nú er byrjað að birta tölfræðilegan samanburð undir heitinu EUROCARE-4 fyrir þá sem greind- ust á tímabilinu 1995-99.5 íslendingar koma afar vel út þegar skoðað er hversu margir sjúklingar eru lifandi fimm árum eftir greiningu. Við erum þar einna fremst ásamt Svíum. Norðurlandaþjóðimar koma almennt vel út en Danir síst þeirra. í þessum samanburðarrannsóknum er byggt á upplýsingum úr krabbameinsskrám Evrópulanda. Slíkar skrár á Norðurlöndum og hjá fimm öðrum Vestur-Evrópuþjóðum ná til nánast allra íbúa landanna sem greinast með krabbamein. (Krabbameinsskrá fslands hefur verið starfrækt síðan 1954 og rekin af KÍ. Einkum ber að þakka pró- fessorunum Níelsi Dungal og Ólafi Bjarnasyni að hún tók til starfa svo snemma.) Krabbameinsskrár annarra Evrópuþjóða en ofangreindra ná aðeins til 8-63% íbúa og gefa því ekki eins raunsanna mynd. Austurríkismenn virðast ná aðeins betri árangri í lifun en Norðurlandaþjóðirnar, en skrár í Austurríki taka aðeins til um 8% þjóðarinnar. Algengustu krabbamein íslendinga eru brjósta- krabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein, en fimm ára lifun sjúklinga með þessi mein hér á landi er meðal þess allra besta sem gerist í heim- inum. Athyglisvert er að hlutfallslega voru fleiri með skjaldkirtils-, brjósta-, eitla(non-Hodgkins)-, maga-, þvagblöðru-, blöðruháls-, eggjastokka- og leghálskrabbamein á íslandi lifandi fimm árum eftir greiningu en í hinum Norðurlöndunum og í Vestur-Evrópu.4-5 Fimm ára lifun krabbameinssjúklinga í Bandaríkjunum virðist í heild heldur betri en í Norður- og Vestur-Evrópu.6 Þó eru undantekn- ingar á því, til dæmis er fimm ára lifun sjúklinga með maga-, legháls-, eggjastokka- og eitlakrabba- mein betri á íslandi og meðal sumra annarra Evrópuþjóða en í Bandaríkjunum. Þegar horfur krabbameinssjúklinga í Bandaríkjunum eru skoð- aðar ber þó að hafa í huga að þar er erfitt að fylgja fólki eftir og staðreyna afdrif. Sjúklingar eru í uppgjörum krabbameinsskráa taldir lifandi nema upplýsingar um andlát hafi borist skránni. Því má búast við að lifunartölur séu óraunhæft háar í Bandaríkjunum miðað við samsvarandi tölur frá Evrópu. Augnsjúkdómar: Fyrir hálfri öld var helming- ur allrar blindu á íslandi vegna gláku og ísland með hæsta blindutíðni í Evrópu vegna gláku.7 Á níunda áratug síðustu aldar var glákublinda komin niður í um 18% og um aldamótin 2000 var gláka blinduorsök í um 5% tilfella og hvergi lægri í Evrópu.8-9 Hverju má þakka þennan árangur? Fólk er vel upplýst um glákusjúkdóminn, veit hvort nánir ættingjar hafa gláku og sinnir eftirliti. Þetta og bætt aðgengi að augnlæknum, stuttar boðleiðir og bætt meðferðarúrræði hafa skilað þessum ár- angri. Tekist hefur að halda blindu vegna sykursýki lágri. Um 1980 var blinda vegna sykursýki ástæða lögblindu í 2,4% tilvika en um 1% í nýrri rann- sóknum.9'11 Blinda meðal sykursjúkra á íslandi er talin vera sú lægsta í heiminum.11 Aflimanir vegna LÆKNAblaðið 2009/95 1 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.