Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2009, Side 70

Læknablaðið - 15.02.2009, Side 70
HUGLEIÐING HOFUNDAR Ólafur Haukur Símonarson Ólafur Haukur Símonarson (1947) lærði arkitektúr og bókmenntir í Kaupmannahöfn og Strasbourg. Hann hefur að mestu helgað sig bókmenntaskrifum og þýðingum frá 1976 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á því sviði. Ólafur Haukur hefur samið fjölda leikrita: Blómarósir, Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragang og Þrek og tár. Myndin Ryð (1990) og Hafið (2002) voru gerðar eftir verkum hans. Auk Ijóða og smásagna hefur Ólafur sent frá sér skáldsögur. Árið 1997 fékk sakamálasagan Líkið í rauða bílnum frönsk bókmenntaverðlaun fyrir bestu norrænu glæpasöguna. Ólafur Haukur hefur þýtt fjölda bóka, leikrita og kvikmynda, og hefur samið og gefið út fjölda sívinsælla sönglaga og texta. Af ærulausum unglingum Nú eru höfð um það mörg orð að íslenska þjóðin hafi glatað æru sinni. Ekki bara einn og einn maður, held- ur þjóðin öll eins og hún leggur sig. Þetta æruleysi er einkum talið koma sér illa erlendis, þegar menn þurfa að kaupa gistingu eða mat á veitingahúsum. I fjöl- miðlum eru rakin átakanleg dæmi um það að erlend- ir veitingaþjónar hafi vísað íslenskum mönnum á dyr, og að móttökustjórar góðra gistihúsa hafi, þegar þeir sáu glitta í íslenskt vegabréf, æpt á þreytta ferðalanga að ekki einu sinni kústaskápurinn væri laus. Algengt mun líka að erlendir hraðbankar skelli í lás um leið og fram er rétt íslenskt greiðslukort. Þannig kemur æruleysið niður á ferðalangnum á erlendri grundu. Fá dæmi munu hins vegar um að æruleysi hafi skap- að mönnum vanda hér innanlands. Nú vill þannig til að ég hef dálitla reynslu af því að vera ærulaus í útlöndum. Sautján ára gamall flutti ég til Danmerkur með 50 kg þunga ferðatösku, og raf- magnsgítar og magnara sem lögðu sig á önnur 50 kg. í boði danskra leigumiðlara gekk ég síðan um götur Kaupmannahafnar í viku með þessi 100 kíló í leit að herbergi til að leigja. Þá höfðu handleggir mínir lengst um 10 sm en fæturnir styst um tíu. Mér varð til lífs að gefast upp á réttum stað á réttum tíma: þar sat þessi ærulausi íslenski unglingur úttaugaður á gít- armagnara sínum á gangstéttinni á Vesturbrúargötu rétt í þann mund að ungfrúin Nielsen, sem rak Frk. Nielsens Pensionat, átti erindi út í konfektbúð. Ekki að orðlengja það: þessi yndislega stúlka á níræðisaldri sá aumur á piltinum og munstraði hann inn í lítið kvistherbergi með frábæru útsýni yfir skítakamrana í portinu og með yndislegan kattakór sem byrjaði konserta sína á þökunum stundvíslega við sólarlag og söng til morguns. Þarna fór vel um íslendinginn sem ennþá hafði ekki hugmynd um að hann væri ærulaus. Það var ekki fyrr í kvöldmatnum, sem borinn var á borð í fallegum matsal, að hinir alvarlegu siðferðislegu brestir undirritaðs urðu opinberir. Rétt er að taka það fram að á pensiónati ungfrúarinnar Nielsen var ég einn undir fimmtugu - meðaldur fastbúandi gesta hefur líklega verið um 60 ár. En nú vísaði ungfrúin mér til borðs þar sem fyrir sátu tveir herramenn á virðulegum aldri, báðir með mikil arn- arnef og sópskegg og grimmdarlegir á svip. Ungfrúin kynnti mig sem "en meget sömmelig ung herre fra Island". Og mennirnir með arnarnefin voru bræður. "Nogle meget tapre danske officerer", sagði ungfrúin Nielsen og lagaði á sér hárkolluna. Það var sem sé hinn voldugi danski her sem hvessti á mig augun, sautján ára gemling ofan af Islandi. Eg var ekki búinn að setja upp í mig marga bita af schnittselinu þegar annað arnarnefið mælti: Illa brugðust íslendingar sínum hernumda danska kóngi þegar þeir skildu við hann árið 1944. Islendingar eru ærulausir menn, hafandi ekki biðlund til að sjá sinn kóng lausan og frjálsan undan oki hemámsins. Aldrei munum við, danskir liðsforingjar og danska þjóðin, fyrirgefa þá löðurmannlegu framkomu ykkar Islendinga. Þarna var ég nokkurn veginn búinn að missa alla matarlyst, enda skyndilega orðinn ærulaus. Sat með tár í augum og skeifu á munninum, hafandi fram að þessu ekki haft nokkra hugmynd um æruleysi mitt og þjóðar minnar. Langaði mig mest að taka eitthundrað kílógramma farangur minn og hlaupa til Þýskalands í einum spretti eða til Svíþjóðar, en var ekki eins víst að æruleysið mundi fylgja mér þangað? Mundi ég ekki alls staðar stimplaður ærulaus íslendingur sem hefði svikið danska kónginn þegar hann engdist bjargarlaus undir járnhæli nasista? Það kom í ljós að flestir íbúanna á pensiónati ungfrúarinnar Nielsen voru sömu skoðunar og arn- arnefsbræður: íslendingar væru ærulausir menn. En - hér kemur það furðulega - arnarnefsbræður létu mig aldrei með neinum hætti gjalda fyrir þá miklu meintu ótryggð íslendinga við kóng hinnar dönsku þjóðar. Þvert á móti báru þessi öldruðu val- menni mig íslenska æruleysingjann á höndum sér, og ungfrúin Nielsen lét ekki líða þann dag að hún ekki teldi í mér rifbeinin og lýsti því síðan yfir í heyranda hljóði að með illu eða góðu skyldi hún koma mér í viðunandi hold fyrir vorið. Og þegar þessi æruleysingi álpaði því út úr sér við arnarnefsbræður að hann ætlaði að verða rithöf- undur, þá hlógu þeir ekki, reyndu ekki einu sinni að telja vitleysingnum hughvarf. Fyrst þú vilt þetta, sögðu hinir öldnu stríðsmenn með áherslu á orðinu þetta, þá er eins gott að þú farir að lesa eitthvað upp- byggúegt Þannig æxlaðist það að fyrstu ritin sem und- irritaður braust í gegnum með heiftarlegu átaki á pensiónati ungfrúarinnar Nielsen voru hin alræmdu rit Ríkið eftir Platon og Furstinn eftir Machiavelli. Því miður tókst mér aldrei að gera mér mat úr ráðleggingum Machiavellis til uppvaxandi stjórnvitr- inga, enn síður að á mig biti fyrirlitning Platons á skáldskapargrillum. Vísast hef ég verið of ærulaus til að skilja hvernig slæg viska og grimmd getur gagnast mönnum í hversdeginum. Hvað þá ég næði að fatta hættuna sem Platon kvað samfélaginu stafa af skáld- skap. Mér sýndist þvert á móti að skáldskaparruglið, eins og Platon kallaði það, gerði lífið ögn skiljanlegra, og af lestri yrði maður ekki heimskari heldur jafnvel ofurlítið vitrari. Það væri rangt af mér að halda því fram að nú- verandi vandræði Islendinga varðandi hraðbanka í útlöndum, fullbókuð hótel og ókurteisa þjóna skiptu engu máli. Vonandi greiðist úr þeim snurðum. Á end- anum er það hins vegar þannig að einstaklingurinn mun verða veginn og metinn á eigin forsendum; hafi hann einhverra hluta vegna misst æruna, en hafi góðan vilja til að bæta sig, þá eru allir boðnir og búnir. Arnarnefsbræðrum tókst að mennta mig, æruleys- ingjann, ofurlítið. Þökk sé þeim. Og ungfrúnni góðu Nielsen tókst að fita mig um þrjú kílógrömm þennan vetur. Hún dansar í Paradís! Fortíðin fylgir þér inn í framtíð sem þú sjálfur mótar. Eigum við ekki að trúa því? 166 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.