Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 3
 Niðurskurður vofir yfir Stjóm Landspítalans hefur tilkynnt að á árinu verði skorið niður á ýmsum póstum stofnunarinnar. Starfsfólki verður fækkað og starfshlutfall í einhverjum tilfellum minnkað. Þá verða deildir samein- aðar, meðal annars bráðadeildir í Fossvogi og við Hringbraut. Hafa læknar haft ýmsar athugasemdir við þessa fyrirætlan og til dæmis bent á að með aukinni fjarlægð milli hjartadeildar á Hringbraut og sameinaðrar bráðamóttöku í Fossvogi aukist hætta á því að ekki takist að bjarga öllum sem lenda í nauðum vegna hjartastopps. Nánar verður fjallað um þetta í Læknablaðinu á næstunni. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Hrafnkell Sigurðsson (f. 1963) hefur á ferli sínum fengist við ólíkar seríur Ijósmynda sem byggja á afmörkuðu viðfangsefni í ýmsum tilbrigðum. Þá hefur hann fengist við aðra miðla, svo sem myndbandsverk, grafíkverk og innsetningar. Verk hans endurspegla sérstakan áhuga á yfirborði þar sem samanburður á því lífræna og ólífræna á sér stað, mannslíkaminn og samsett form kallast á, náttúran og hið manngerða. I nýjustu Ijósmyndaverkum sínum, Uplift (2009), stillir hann upp samþjöppuðum ruslaböggum á leið í urðun. Hver og einn virðist svífa frammi fyrir óræðum, myrkum bakgrunni og form þeirra er ýkt með sérstakri Ijósmyndatækni listamannsins. Verkin eru flennistór og sett þannig fram að þau endurspegla hlutföll manneskjunnar og háglansandi yfirborðið virkar um leið eins og spegill sem áhorfandinn sér sig í. Hvert smáartiði í ruslaböggunum verður greinilegt, ekki aðeins hin ólífrænu úrgangsefni, litríkir plastpokar og þess háttar, heldur einnig hin lífrænu sem vella úldnandi fram inn á milli. Þrátt fyrir sóðaskapinn er yfir verkunum lotningarfull kyrrð, sem vísar í allar áttir í tíma. Þau myndgera samtímann í skrásetningu á umbúðahönnun dagsins í dag og þau sækja í fagurfræði visindaskáldskapar þar sem þau minna á geimfar á sveimi í framtíðinni. Þá svipar þeim ekki síst til kyrralífsmálverka fyrri alda, þar sem andstæður lita, Ijóss, efnis og skugga móta dramatíska uppstillingu, gjarnan ætlað að virka sem áminning um hverfulleika tilverunnar. í ruslaböggum Hrafnkels er ekki aðeins vísað í neyslusamfélagið sem þau spretta úr, heldur einnig hringrás og framvindu mannlegrar tilveru. Það er forvitnilegt að beina sjónum að þáttum daglegs lífs sem við viljum sem minnst af vita og skoða út frá fagurfræðilegum forsendum. Hrafnkell hefur skapað ýmis ólík verk tengd rusli undanfarin ár. Hann hefur sett fram verk þar sem ruslið fyllir allan myndflötinn og þar sem það speglast í samhverfu í miðjunni og mótar mynstur. Þá hefur nærmynd af rusli verið framhlið verka sem opna má eins og hlera á altaristöflu og á bak við leynist mýnd allt annars eðlis, eyðilegt vetrarlandslag uppi á heiði. Loks er að minnast Ijósmynda frá því fyrir fimm árum sem teknar voru af ruslapokum á götum Lundúnaborgar - ein þeirra rataði á forsíðu Læknablaðsins eins og sumir lesendur muna ef til vill. Til frekari glöggvunar má benda á heimasíðu listamannsins: www.hrafnkellsigurdsson.com Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) og Journal Citation Reports/Science Edition. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Ubrary of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) and Journal Citation Reports/Science Edition. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2009/95 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.