Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2009, Side 15

Læknablaðið - 15.03.2009, Side 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 1. I ritinu kemur fram sá fjöldi persónuleika- röskunargreininga sem hver einstakiingur er með. Nokkur mismunur er á fjölda greininga eftir því um hvort greiningarkerfi er að ræða. Fjöldinn er sýndur í prósentum samkvæmt ICD-kerfinu annars vegar og DSM-kerfinu hins vegar. leikaröskun þráhyggju- og áráttugerðar hafi verið algeng í báðum greiningarkerfishópunum (ICD og DSM) reyndist hambrigðapersónuleikaröskun algengari en aðrar hjá þeim sem lögðust inn á geðdeildir Landspítala á ofannefndu rannsókn- artímabili.2 Ófullnægjandi mælitæki hafa skapað vandamál við að greina persónuleikaröskun. Hægt er að styðjast við formleg greiningarskilmerki grein- ingarkerfanna en gott getur verið að styðja nið- urstöðumar eða að fá hugmynd um útbreiðslu raskana með notkim skjótvirkra og áreiðanlegra greiningartækja. Þau próf og spurningalistar sem í boði hafa verið vmdanfarin ár hafa verið af ýmsum gerðum. Það hafa verið langir spumingalistar með 300-400 spumingum, ýmiss konar stöðluð greiningarviðtöl og styttri skimunarlistar. Stuðst hefur verið við misjöfn greiningartæki í rann- sóknum og ekki hefur enn komið fram eitthvert eitt greiningartæki sem flestir halla sér að. DIP-Q- listinn sem varð fyrir valinu í þessari rannsókn er handhægur sænskur listi, tiltölulega stuttur (140 staðhæfingar) og hefur notkun hans farið vaxandi í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann þótti því tilval- ið mælitæki til skimunar. Þar að auki hafði hann verið vandlega þýddur og staðfærður af höfundi við íslenskar aðstæður. Helsti annmarki þeirrar aðferðar sem notuð er í rannsókn okkar er að stuðst er við greiningartæki en ekki klíníska athugim. Þar sem kostnaður við klínískt mat og skoðun í umfangsmikilli rannsókn sem þessari yrði okkur ofviða er DIP-Q góð lausn. Niðurstöður okkar eru ekki frábmgðnar þeim sem birtar hafa verið annars staðar eins og komið hefur fram hér að ofan, og benda þær til þess að tíðnitölur byggðar á greiningum DIP-Q-listans virðist ekki sýna ofmat á tíðni persónuleikaraskana hér á landi. Þýðið sem rannsakað var bjó á Stór-Reykja- víkursvæðinu þar sem meira en helmingur þjóðarinnar býr um þessar mundir. Erfitt er að segja hvort persónuleikaraskanir séu algengari eða sjaldgæfari á þessu svæði en annars staðar á landinu. Þó kom fram í eldri rannsókn höfunda, sem tók til alls landsins og fjallaði um tíðni geð- sjúkdóma á íslandi,14 að mjög lítill mismunur var á tíðni geðsjúkdóma eftir því hvort einstaklingur bjó í þéttbýli eða strjálbýli. í þeirri rannsókn var einnig fjallað um ákveðna persónuleikaröskun (andfélagslegrar gerðar) og reyndist enginn töl- fræðilegur munur á fjölda með þá greiningu eftir búsetu. Þakkir Emi Ólafssyni tölfræðingi er þökkuð aðstoð við tölfræðiútreikninga í rannsókninni, Gyðu Kristinsdóttur, Hrafnhildi Reynisdóttur BA og Svandísi Ottósdóttir fyrir söfnun gagna, og Tómasi K. Bernhardssyni og Unu Rúnarsdóttur fyrir innslátt. Styrkveitingar Geðvemdarfélag íslands, Minningarsjóður Ólafíu Jónsdóttur, Rannsóknastyrkur Sigurðar Axels Einarssonar, Vísindasjóður Landspítala, Geðdeild Landspítala. Heimildir 1. Coid J, Yang M, Tyrer A, Roberts A, Ullrich S. Prevalence and correlates of personality disorder in Great Britain. Br J Psychiatry 2006:188:423-31. LÆKNAblaðið 2009/95 183

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.