Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 20

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 20
Hlutverk læknisþjónustu FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Læknismönnun á hjúkrunarheimilum Engar reglur eru til um læknismönnun á hjúkr- unarheimilum. Það er mat Félags íslenskra öldr- unarlækna að hið minnsta skuli miða við að hver sjúklingur í langtímadvöl njóti 1% af tíma læknis eða 0,4 klst. á viku, en 3% (1,2 klst.) ef um skamm- tímadvöl er að ræða. Gert er ráð fyrir að allt að 20% tímans sé notaður til stjómunarstarfa. Norska læknafélagið setur upp eftirfarandi viðmið:8 1 klst læknisþjónustu í viku íyrir hverja þrjá er dveljast í langtímarými (1 læknir á 90 sj). 1 klst á viku fyrir hverja tvo er dveljast í langtímarými á sérdeildum fyrir minnisveika með atferlistrufianir (1 læknir á 60 sjúklinga) 1,5 klst á viku fyrir hverja skammtímadvöl (3-4 vikur) (1 læknir á 26 sjúklinga) 3 klst á viku fyrir hvert rými í endurhæfingardvöl (1 læknir á 13 sjúklinga sem er í samræmi við viðmið sem notuð er á öldrunarsviði Landspítala) 5 klst á viku fyrir hvert rými sem ætlað er sérstaklega fyrir lífsiokameðferð (1 læknir á 8 sjúklinga) Tafla I. Verksvið læknis á hjúkrunarheimilum. 1) Móttaka sjúklinga í varanlega vistun a) Panta læknabréf og önnur gögn b) Fullkomin sjúkraskrá meö yfirlitsblaöi c) Lyfjaávísanir d) Mat á þörf fyrir endurhæfingu og virkni e) Rannsóknir f) Umrasða um meðferöarval við lífslok g) Áætlun um meðferð sjúkdóma og eftirlit h) Fjölskyldufundur 2) Eftirllt og meðferð a) Vikulegir teymisfundir meö hjúkrunarfræðingum og viðtöl og skoöun sjúklinga eftir þörfum. þ) Mat á bráðum veikindum eða öðrum áföllum, hvort sem er á vinnutíma eöa útköll á vakt c) Reglubundiö heilsufarseftirlit i) eftirlit sjúkdóma ii) rannsóknir, fara yfir niðurstöður og meta þörf á frekari rannsóknum iii) endurmat á markmiðum og meðferö við lífslok iv) heilsuvernd d) Líknarmeöferö e) Samráð við aðra sérfræöinga og stoöstéttir f) Vottorö og greinargerðir eftir þörfum 3) Heilsuvernd og RAI-mat árlega a) RAI-mat b) Skimun sjúkdóma c) Eftirlit virkra sjúkdóma d) Lyfjayfirferö e) Fjölskyldufundur f) Ónæmisaðgerðir 4) Stjórnun a) Stefnumótun b) Nýjungar c) Gæðamál og gæðastaðlar d) Fræðsla e) Fjárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð f) Ársskýrsla g) Tryggja mönnun og skipuleggja vaktir h) Umsýsla meö sjúkraskrám Á hjúkrunarheimilum er meginhluti starfseminnar vistun aldraðra á síðustu árum ævinnar og aðeins að litlu leyti skammtímadvöl. Hlutverk læknisins er mismunandi eftir því hvort um er að ræða var- anlega eða skammtímavistun. Ef um varanlega vistun er að ræða tekur læknir heimilisins að sér að sinna sjúklingnum alfarið. Læknirinn ber ábyrgð á heilsuvernd og eftirliti þeirra sem á heimilinu búa. Þeir sem koma í skammtímadvöl verða fyrir og eftir innlögn undir eftirliti heimilislæknis. Þeir sem nýta sér skammtímadvöl eru oft fjölveikir og þurfa umtalsverða læknisþjónustu. Bráð versnun eða ný sjúkdómseinkenni eru algeng hjá þessum sjúklingahópi og reynslan sýnir að um það bil 5% þeirra sjúklinga sem innritast til skammtímadval- ar útskrifast ekki á áætluðum degi. Sjúkraskrá er gerð við komu einstaklinga inn á hjúkrunarheimili og við skammtíma- eða end- urhæfingardvöl er læknabréf gert við útskrift. Við gerum greinarmun á skammtímadvöl á félagsleg- um forsendum og skammtímadvöl einstaklinga sem þurfa greiningu og/eða endurhæfingu. Ef sjúklingur þarf endurhæfingu metur læknir þær þarfir og vísar á viðeigandi þjálfun. Endurhæfing kallar á teymisvinnu og vikulega teymisfundi og skráningu á árangri meðferðar. Huga þarf að sam- fellu í meðferð og eftirfylgd þegar dvöl lýkur. Tafla I sýnir verkefni læknis við móttöku og umönnun sjúklinga í skammtímadvöl og í varanlega vistun. Varanleg vistun íbúi sem vistast á hjúkrunarheimili fær þjónustu læknis staðarins eins og áður er nefnt. Tafla I sýnir hvaða þætti þarf að huga að við langtímadvöl. Við komu er gerð sjúkraskrá þar sem heilsufars- saga sjúklings kemur fram, lyfjanotkun, ofnæmi, einkenni samkvæmt kerfalýsingu. Líkamleg og andleg færni metin og full líkamsskoðun gerð með þeim rannsóknum sem við eiga. Vegna þess hve aldraðir íbúar hjúkrunarheimila eru fjölveikir er heppilegt að skrá vandalista með virkum vanda- málum. Slíkir vandalistar þurfa að vera á áber- andi og augljósum stað í sjúkraskránni, gjaman í upphafi, en þar er æskilegt að aðrar mikilvægar upplýsingar eins og um ofnæmi og óskir um með- ferðarval við lífslok komi fram. Þá þarf að meta virkni einstaklingsins og þörf fyrir endurhæfingu. Sjúkrasagan er oft löng og flókin og nauðsynlegt að afla gagna bæði frá heimilislækni, sérfræðing- um og frá sjúkrahúslegum. Sett er upp áætlun um heilsufarseftirlit og heilsuvernd og ræddar óskir um meðferðarval við lífslok. Þetta er umfangsmikið verkefni og vinnst best 188 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.