Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 27

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 27
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Geta heilsufullyrðingar á mat- vælaumbúðum byggt á vísinda- lega staðreyndum grunni? Yfirlit um seddu og þyngdarstjórnun Ingibjörg Gunnarsdóttir1 næringarfræðingur Annette Due2 næringarfræðingur Leila Karhunen3 næringarfræðingur Marika Lyly4 næringarfræðingur Lykilorð: sedda, saðning, offita, þyngdarstjórnun, matur. ’Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, 2Faculty of Life Science, Kaupmannahafnarháskóla, 3Food and Health Research Centre, University of Kuopio, Finlandi, 4VTT Technical Research Centre of Finlandi. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ingibjörg Gunnarsdóttir, rannsóknastofu í næringarfræði, Eiríksgötu 29,101 Reykjavík. ingigun@landspitali.is Ágrip Ný evrópsk reglugerð leyfir heilsufullyrðingar á umbúðir matvæla um áhrif innihaldsefna á seddu- tilfinningu og þátt þeirra við þyngdarstjórnun, að því gefnu að fullyrðingin standist kröfur um vísindalegar sannanir. Rökin fyrir reglugerðinni eru meðal annars að seddutilfinning eftir neyslu matar minnki líkur á að orkuinntaka verði meiri heldur en orkunotkun og gegni þannig hlutverki í þyngdarstjórnun. Á þann hátt er reiknað með því að geta minnkað líkur á offitu sem er vax- andi heilsufarsvandi. í þessari yfirlitsgrein er gerð grein fyrir stöðu þekkingar á því hvemig ýmsir fæðuþættir tengjast mælikvörðum fyrir seddu og/ eða orkujafnvægi. Samantektin byggist á vinnu norrænna sérfræðinga verkefnis (Substantiation of weight regulation and satiety related health claims on foods) sem styrkt var af Norrænu nýsköpunar- miðstöðinni. Nú virðast vísindalegar sannanir á skammtímaáhrifum trefja og próteina á seddu vera mest sannfærandi og gætu þar af leiðandi reynst góður kostur við þyngdarstjómun. Hins vegar má draga í efa að unnt sé að nota fullyrðing- ar varðandi seddu og þyngdarstjómun á umbúðir einstakra matvæla þar sem skammtaáhrif eru ennþá illa skilgreind á þessu sviði. Styðjast mætti við tveggja þrepa fullyrðingar á borð við trefjaríkt - trefjar auka seddu eða próteinríkt - prótein auka seddu. Inngangur Auglýsingar um matvæli innihalda í sívaxandi mæli næringar- og heilsufullyrðingar. Það sama má segja um merkimiða á umbúðum matvæla. Heilsufnllyrðing er sérhver fullyrðing þar sem er fullyrt eða gefið í skyn að tenging sé milli tiltek- ins matvælaflokks, matvæla, eða innihaldsefnis, og hollustu.1 Til þess að tryggja vernd neytenda og auðvelda val þeirra var nýlega endurskoðuð reglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins (EB) um næringar- og heilsufullyrðingar við merkingar matvæla.1 Reglugerðin verður tekin upp hér á landi á næstu mánuðum og gildir um allar nær- ingar- og heilsufullyrðingar í viðskiptaorðsend- ingum, þar með talið almennar auglýsingar um matvæli og kynningarátak. Þessi reglugerð gildir einnig um vörumerki og vöruheiti sem líta má á sem næringar- og heilsufullyrðingar.1 Nokkuð hefur borið á því að margs konar fullyrðingar séu notaðar á merkimiðum og í auglýsingum fyrir matvæli sem varða efni sem ekki er búið að færa sönnur á að hafi jákvæð áhrif eða ekki er nægileg vísindaleg samstaða um. Nauðsynlegt er að tryggja að búið sé að sýna fram á að efnin sem fullyrðingin á við hafi í reynd jákvæð nær- ingar- og lífeðlisfræðileg áhrif.1 Mælikvarðinn sem Evrópusambandið mun nota við mat á vís- indalegum rökum um heilsu verður meðal annars byggður á niðurstöðum PASSCLAIM (Process for the Assessment on Scientific Support for Claims on Foods) og FUFOSE (Functional Food Science in Europe). í þessum sérfræðihópum hafa verið myndaðir almennir mælikvarðar, reglur sem hægt er að leggja til grundvallar við mat á vísindalegum sönnunum heilsufullyrðinga. Hins vegar eru ekki gefnar greinargóðar leiðbeiningar um hvernig þessar reglur færa sönnur á flókin viðfangsefni, til dæmis þeim sem tengjast þyngdarstjórnun, seddutilfinningu eða saðningu. Ekki er heldur tekið fram hvers konar sartnanir eru fullnægjandi og hvernig niðurstöður sem fengnar eru með mismunandi aðferðum verði túlkaðar. Tilgangur þessarar greinar er að gefa yfirlit um stjórn orku- jafnvægis og hugsanlegan áhrifamátt eða tengsl einstakra næringarefna við þyngdarstjórnun og reynt að meta hvort fullyrðingar um innihaldsefni á matvælaumbúðum séu réttmætar og byggi á vís- indalegum grunni. Notkun heilsufullyrðinga - þyngdarstjórnun, seddutilfinning og saðning Meðal þess sem nýja Evrópureglugerðin leyfir eru heilsufullyrðingar sem snúa að megrun, þyngd- arstjómun, hverfandi svengdartilfinningu eða aukinni tilfinningu fyrir seddu og fullyrðingar um LÆKNAblaðið 2009/95 195

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.