Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2009, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.03.2009, Qupperneq 40
U M R Æ Ð V I Ð T A L U R 0 G FRÉTTIR Veirufræðingur af lífi og sál „Ég er nú eiginlega jafngömul greininni," segir Margrét Guðnadóttir sérfræðingur í veirusjúkdómum þegar við erum sest niður í kaffistofu Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði í húsnæði Landspítalans við Ármúla. „Hér fæ ég að vera með aðstöðu þó ég hafi nú farið á eftirlaun fyrir tíu árum," segir Margrét og ber það sannarlega ekki með sér að hún verði áttræð í vor. Eða kannski er það misskilningur blaðamanns að halda að fullfrískir áttatíu ára einstaklingar séu fremur undantekning en regla. „Eg veit ekkert um það," segir Margrét, „en ég hef að minnsta kosti ekki skaðast af sam- neytinu við veirurnar í 55 ár." Margrét Guðnadóttir útskrifaðist stúdent úr stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1949, en það ár markaði einnig tímamót í veirufræði. Þá tókst í fyrsta sinn að rækta mænusóttarveirur í lifandi frumum í tilraunaglösum. Með þeim tilraunum var lagður grundvöllur að mænusótt- arbóluefni og með bólusetningu var loks hægt að hefta þennan illvíga sjúkdóm. Margrét útskýrir fyrir mér helstu eiginleika dæmigerðrar veiru og eflaust eru það ekki nýjar fréttir fyrir lesendur Læknablaðsms. „Veirur eru eins konar millistig milli lifandi og dauðrar náttúru, þær hafa verið til í náttúrunni frá örófi alda, og við vitum núna að þær hafa bara eina tegund kjarnasýru, annaðhvort DNA eða RNA. Þær eru algjörir sníklar, þær verða að hafa hýsil, lifandi frumu, til að sníkja á svo þær geti fjölgað sér. Engin veira getur fjölgað sér án þess að fá til þess hjálp frá lifandi frumu. Veirurnar eru miklu minni en bakteríur og sjást ekki í venju- legri smásjá. Þær smjúga fíngerðar síur sem halda eftir bakteríum. Áður en tókst að rækta veirur í lifandi frumum í tilraunaglösum var aðeins hægt að koma í gang sýkingu í tilraunadýrum eða ung- uðum eggjum. Sumar veirur ræktuðust aðeins í öpum en þeir voru nú kannski ekki á hvers manns borði. Árið 1933 tókst loks að rækta inflúensuveir- ur með því að koma þeim fyrir í stropuðum eggj- Hávar um, þannig að þær uxu á fósturhimnum unganna. Sigurjónsson Síðan var hægt að drepa veirurnar í formalíni og gera úr þeim bóluefni. Þessi aðferð við framleiðslu á inflúensubóluefni er enn notuð." Mænusóttin skelfilegur sjúkdómur „Mænusóttin var sjúkdómur betur stæðu land- anna," segir Margrét. „Það var vegna hreinlæt- isins. Því hreinlátari sem þjóðin var því seinna á ævinni sýktist fólk. Fullorðið fólk lamaðist meira en yngri árgangarnir gera. Hér á íslandi þekktist mænusótt ekki fyrir aldamótin 1900 og sama er að segja um hin Norðurlöndin. Svíar fóru verst út úr mænusóttarfaröldrum enda þrifnastir af öllum. Það er einmitt mjög athyglisvert að í Austur- Evrópu urðu ekki mænusóttarfaraldrar fyrr en 50 árum síðar, um miðja öldina. Þá leituðu Rússar til Bandaríkjamanna, sem voru byrjaðir að bólusetja gegn mænusótt. Bandaríkjamenn létu Rússa hafa bóluefni með lifandi veikluðum veirum, sem þeir þorðu ekki að nota í heimamenn en fannst kannski allt í lagi að prufa á bölvuðum kommúnistunum. Þetta bólu- efni reyndist svo Rússum ágætlega þegar til kom. Það var í rauninni ævintýri líkast hvemig tókst að útrýma mænusóttinni úr mörgum löndum, því að þetta er skelfilegur sjúkdómur. Hann gengur enn í löndum sem bólusetja ekki nógu vel." Margrét dregur fram stöplarit yfir mænusótt- arfaraldra á fyrri hluta síðustu aldar. „Ef skoð- aðar eru tölur yfir hversu margir veiktust í þeim faröldrum sem geisuðu hér á landi á um tíu ára fresti frá aldamótum 1900 til 1955, en það ár gekk síðasti faraldurinn yfir, sést að í hverjum faraldri lömuðust tugir og jafnvel hundruð sjúklinga og dauðsföll voru alltaf einhver. Þetta var því skæður sjúkdómur. Hér á landi var byrjað að bólusetja við mænusótt árið 1957 og eftir það hefur enginn faraldur komið upp. Síðasti sjúklingurinn fannst hér árið 1963. Þetta var því stórkostlegur árangur. í Bandaríkjunum lömuðust um 40 þúsrmd manns að meðaltali á ári hverju fram undir 1954 er skipu- leg bólusetning hófst þar í landi. Árið 1949 birtist í fremur lítt virtu bandarísku læknablaði grein upp á eina blaðsíðu þar sem því er lýst hvernig 208 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.