Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 41

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 41
UMRÆÐUR 0 G F R É T T I R V I Ð T A L tekist hafi að rækta mænusóttarveiruna í lifandi frumum í tilraunaglösum eins ég minntist á. Þessi stutta grein varð svo til þess að þeir John Franklin Enders, Thomas Huckle Weller og Frederick Chapman Robbins hlutu nóbelsverðlaunin í lækn- isfræði árið 1954. „Þetta var stórkostlegt skref í læknisfræðinni. Það er hollt að hafa þetta í huga þegar endalaust er verið að skvaldra í tímarit- unum í dag og birta alls konar ritrýndar greinar sem eru tóm della," segir Margrét og hlær hjart- anlega. Það er alveg greinilegt að það er grunnt á stríðninni og henni þætti ekkert verra þó einhver tæki hana nægilega hátíðlega til að fyrtast við þessi orð. „Þetta voru mjög spennandi tímar. Þegar menn fóru að rækta mænusóttarveiruna í apafrumum þá komu fram margar nýjar veirur sem menn höfðu ekki haft hugmynd um fram að því. Þær spruttu bara uppúr frumunum í ætinu! Þú sérð að það er ekki að ástæðulausu sem mér finnst ég vera jafn- gömul greininni því að það var svo lítið hægt að gera áður en ræktun veira í tilraunaglösum varð möguleg." Margrét talar um veirurnar nánast einsog hús- dýr. „Þær eru misþægar. Mislingurinn er mjög þægur og auðveldur í ræktun. Rauðuhundaveiran lætur illa að stjóm, vex illa og er óþæg. Hvorutveggja veirurnar eru notaðar lifandi í bólu- efni en veiklaðar áður. Mænusóttarveiran er ýmist veikluð eða drepin áður en hún er notuð í bóluefni. Allt eru þetta bóluefni sem hafa virkað óhemju vel og bjargað lífi eða heilsu milljóna manna." Hún hristir höfuðið þegar ég nefni tilhneigingu sumra foreldra til að sniðganga bólusetningar fyrir böm sín. „Þetta er ótrúlegt glapræði. Hvað ætlar þetta fólk að gera ef börnin smitast svo af einhverjum þessara sjúkdóma? Og ef bólusetn- ingarhlutfallið lækkar úr hófi aukast líkurnar á því að faraldur brjótist út. Það verður að halda úti fræðslu fyrir fólk til að svona bábiljur skjóti ekki rótum. Hér hefur ekki einn einasti maður veikst af mænusótt síðan 1963. Það er árangurinn af bólusetningunni og engu öðm." Eyðniveiran skyld visnunni Margrét segir að breyttum áherslum í veirurann- sóknum megi að vissu leyti kenna um að ekki skuli Margrét við spjaldskrá yfir 25 þúsund íslenskar konur sem mótefnamældar voru vegna rauðra hunda. LÆKNAblaðið 2009/95 209

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.