Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 42
U M R Æ Ð U R V I Ð T A L O G F R É T T I R vera til bóluefni við skæðustu veirusjúkdómunum sem komið hafa fram síðasta aldarfjórðunginn. „Hugsaðu þér að ekki skuli enn vera til bóluefni gegn eyðni. Veiran var ræktuð í fyrsta sinn 1983. Síðan er liðinn aldarfjórðungur og ekkert bóluefni til þrátt fyrir alla tæknina. Áherslan var í upphafi öll lögð á sameindarannsóknir og tveimur árum eftir að veiran var ræktuð vissu menn allt um samsetningu hennar. Það er vissulega skiljanlegt að menn séu ragir við að prófa bóluefni gegn drepsótt ef ekki er algjörlega öruggt að bóluefnið sýki ekki hinn bólusetta. Menn ákváðu því að fara þessa leið og nota erfðatæknina til að finna aðferð til bólusetningar gegn veirunni. Það hefur bara ekki tekist og tímabært að menn viðurkenni að þetta er ekki aðferðin. Það er engin ástæða til að ætla annað en að klassíska aðferðin við fram- leiðslu bóluefnis gegn eyðni ætti að virka, rétt eins og hún virkaði gegn mænusótt og lifrarbólgu A. Veiran er ekki svo frábrugðin öðrum veirum. Mínar rannsóknir undanfarin 18 ár á mæðiveiki- og visnuveiru í sauðfé hafa fært mér heim sanninn um það. Visnuveiran er af sama veiruflokki og eyðniveiran, erfðaefnið er ca. 30% hið sama og sjúkdómarnir mjög líkir að hegðun. Þetta eru lang- varandi hæggengir sjúkdómar og meðgöngutím- inn er mjög langur, mörg ár. Á þeim tíma myndast mótefni í líkama þess sýkta, en veiran lifir, fjölgar sér og drepur smám saman það mikið af lífsnauð- synlegum frumum að ónæmiskerfið bilar og hinn sýkti deyr úr sýkingum, sem koma ofaná hinn eiginlega veirusjúkdóm, eða líffæraskemmdum sem verða til á löngum tíma. Ónæmisbilunin er grundvöllur eyðninnar." Margrét hefur stundað rannsóknir á hegðun mæðivisnuveirunnar síðan 1960 og gert tilraunir með bóluefni gegn henni í nær 18 ár. „Eg byrjaði eiginlega á bóluefnisgerðinni mér til skemmt- unar. Ég ræktaði frumur í flöskum, sýkti þær með visnuveiru og drap síðan veirurnar með formalíni. Ég bað svo vini mína á Keldum um að leyfa mér að sprauta þessu í rollur og kanna hvort ekki kæmi fram mótefnamyndun. Viti menn, það gerðist. Ég hóf þá skipulagðari tilraun, fékk átta kindur með nýboma tvílembinga, bólusetti annan tvílembing- inn en hinn ekki og setti svo öll lömbin í kofa með sýktum kindum til að fylgjast með hvemig þeim reiddi af. Eftir fjögur ár vom fimm óbólusettir tvílembingar sem þá voru á lífi sýktir, en aðeins tveir af þeim bólusettu. Þetta lofaði því góðu. Ég stóð hins vegar frammi fyrir því að ég var að verða sjötug og til stóð að henda mér út vegna aldurs. Þetta verkefni leit því ekki glæsilega út. Ég komst þá í samband við dýralækna í heilbrigðiseftirlitinu á Kýpur og við hófum rannsóknarsamstarf með þátttöku fjárbónda sem átti um sjö hundrað kinda hjörð. Hann átti nóg af tvílembingum handa mér. Þetta eru ljómandi fallegar skepnur með langa rófu og lömbin með lafandi eyra eins og hundar. Visnuveiran sem þama gengur er af öðram stofni en hér hefur fundist en ég reyndi samt að bólusetja þarna. Við hófum stórt rannsóknarverkefni 1999 með 40 tvílembingapöram þar sem 10 af mæðrun- um vora sýktar en 30 ekki. Við bólusettum annað lambið í öllum pörunum en hitt ekki og létum þau ganga í hjörðinni, þar sem dýralæknarnir álitu að smithlutfallið væri um 40%. Þegar ég fór að skoða málið betur og nota næmara greiningarpróf kom í ljós að 13 mæður af þessum 30 neikvæðu voru smitaðar. Það vora því 17 mæður ósýktar en ekki 30. Fyrsta árið smitaðist ekkert lamb af þeim óbólusettu undan ósmitaðri móður. I lok annars ársins voru bara tvö óbólusett lömb enn ósmituð en 9 af þeim bólusettu. Af þeim 13 óbólusettu lömbum sem voru undan mæðranum 13 sem við uppgötvuðum síðar að voru nýlega smitaðar, smituðust 12 á fyrstu 8 vikunum eftir fæðingu en aðeins fjórir af þeim bólusettu. Eftir þessa tilraun þýðir ekkert að segja mér að það geri ekki gagn að bólusetja fyrir þeirri tegund veiru sem visnu- og eyðniveiran eru af. Það þarf auðvitað að finna rétt- an skammt af bóluefninu, en ég er alveg viss um að þetta er hægt. Nú er bara næsta mál að kom- ast í samband við góða eyðnirannsóknarstofu og kanna hvort þessi aðferð virkar á eyðniveiruna." Rannsóknarvinna á Keldum Áhugi Margrétar á veirum kviknaði strax í menntaskóla þegar hún lærði líffræði hjá Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi. „Hann sagðist nú ekki vita mikið um veirur en sýndi okkur ljósmyndir af veirum sem Þorbjöm Sigurgeirsson eðlisfræð- ingur hafði tekið af þessum ófullkomnu lífveram í rafeindasjá. Ég sat uppi með þá sannfæringu að þetta hlyti að vera skemmtilegasta fræðigrein sem um gæti. Námsmöguleikamir í Háskóla Islands á þeim tíma voru ekki mjög margir og með því að beita útilokunaraðferðinni sat ég uppi með lækn- isfræðina. Mér fannst reyndar læknanámið mjög skemmtilegt og það gefur fjölbreytta möguleika til framtíðarstarfa. Ég datt síðan inn í vinnu á Tilraunastöðinni á Keldum sumarið 1954, næstsíð- asta árið mitt í læknanáminu. Námið í læknadeild- inni var þá allt öðravísi en læknanám er núna. Eftir efnafræðina var Jón Steffensen eini kennarinn fyrstu árin. Hann sagði þessa ógleymanlegu setn- ingu við okkur í fyrsta tímanum: „Það er margt um manninn hér en þetta lagast nú bráðum." Það lag- aðist sannarlega því menn hættu unnvörpum eða féllu í prófunum. Fyrsta verkefnið mitt á Keldum var að rannsaka sýni vegna lungnabólgufarald- 210 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.