Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 47

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 47
UMRÆÐUR O G F R É T T I R J A N U S Náið samstarfer á milli Janusar endurhæfingar og Tækniskólans, segja lækn- arnir Ómar Hjaltason og Guðmundur Björnsson. greiningu á vanda hvers einstaklings og könnun á möguleikum viðkomandi, námsgetu og fleira og síðan ef við teljum að viðkomandi geti haft gagn af endurhæfingu hjá okkur þá setjum við saman endurhæfingaráætlun fyrir hann. í greiningar- vinnunni er lagt mat á hvort viðkomandi sé „tækur" til endurhæfingar hjá okkur og einnig hvort önnur úrræði gætu ef til vill hentað betur/' segir Guðmundur. „Tryggingarstofnun ríkisins er með þjónustu- samning við Janus endurhæfingu ehf. um ákveðinn fjölda einstaklinga á ári og geta starfs- menn heilbrigðisstofnana, Vinnumálastofnunar, Velferðaþjónustu sveitarfélaganna og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar sent umsókn sína hingað beint," segir Kristín. „Stundum er fólki vísað hingað til okkar en á heima annars staðar," bætir Ómar við og segir að sitt hlutverk sem geðlæknis sé m.a. að leggja mat á andlegt ástand og getu viðkomandi. „Það hefur aukist jafnt þétt að einstaklingar leiti hingað sem eiga fyrst og fremst við andlega vanheilsu að stríða. Við teljum að ástæða þess sé ekki af því geðræn vandamál séu að aukast, heldur er skiln- mgur að aukast og fólk leitar eftir bata og endur- hæfingu alveg jafnt vegna geðrænna veikinda sem hkamlegra. Þetta skiptist núorðið nokkurn veginn til helminga að geðrænn vandi er aðalvandinn en oft er það nú þannig að geðræn vandamál fylgja í kjölfar þess að fólk hefur dottið út af vinnu- markaði vegna líkamlegra veikinda. Þá þarf að taka á hvorutveggja í endurhæfingunni." Endurhæfingin er mjög fjölbreytt enda reynt að laga hana að hverjum og einum. Hún getur falið í sér margskonar viðtalsmeðferðir, iðju- þjálfun, sjúkraþjálfun, slökun, jóga, líkamsrækt, félagslega þjálftm auk beinna möguleika á námi í tengslum við Tækniskólann þar sem skjólstæð- ingum Janusar býðst að stunda nám með stuðn- ingi, aðlagað sinni getu. „Stuðningur og aðhald eru lykilatriði árangurs að okkar mati. Margir hafa tilhneigingu til að heltast úr lestinni ef við fylgjum þeim ekki fast eftir, og við tökum á skemmri og lengri heilsuvanda. Það eru kennarar Tækniskólans sem kenna okkar þátttakendum og er kennslan aðskilin frá hinu almenna námi Tækniskólans. Fólk getur einnig verið í almennu námi í Tækniskólanum eða öðrum skólum og með stuðning og eftirfylgd hjá okkur. Það gerist hins vegar reglulega að eftir endurhæfingu skrá margir sig í Tækniskólann til frekara náms eða í aðra skóla, til dæmis háskóla, og ljúka margir formlega námi sem hófst hjá okkur. Það er auð- vitað mjög ánægjulegt þegar það gerist og styrkir LÆKNAblaðið 2009/95 215

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.