Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2009, Side 49

Læknablaðið - 15.03.2009, Side 49
UMRÆÐUR 0 G F R É T T I R J A N U S Kristín Siggeirsdóttir fram- kvæmdastjóri Janusar end- urhæfingar ehf. okkur í því að halda þessu starfi ótrauð áfram/' segir Guðmundur. Þrjár meginleiðir endurhæfingar Endurhæfingunni hjá Janusi er skipt í þrjár meg- inleiðir en þó er lögð megináhersla á að sníða endurhæfinguna að persónulegum þörfum hvers og eins. „Við líkjum leiðunum þremur við umferða er ljósin, það er að segja Rauð leið, en í henni felst endurhæfingarmat og vandagreining, þegar ekki er ljóst hvaða úrræði hentar einstaklingnum, Gul leið sem er umfangsmikil endurhæfing með eða án aðkomu kennara Tækniskólans - skóla at\'innulífsins, og Græn leið en þar er um að ræða eftirfylgni og/eða endurhæfingu sem ekki er eins umfangsmikil og í gulu leiðinni. Þá er einnig í boði Snemmtæk endurhæfing þar sem gripið er snemma inn í, í veikindaferli og einstaklingum gefst kostur á að koma til greining- ar og meðferðar, jafnvel áður en sjúkdómsgreining liggur fyrir. Stuðningur eftir endurhæfingarmat býðst þátttakendum meðan þeir bíða eftir því að komast í þau endurhæfingarúrræði sem lögð hafa Verið til í endurhæfingarmati. Annars má sjá nánar um þetta á heimasíðu okkar, www.janus.is," segir Kristín. Að sögn Kristínar hafa 538 einstaklingar notið einhvers konar þjónustu Janusar endurhæfingar frá upphafi og fram að síðustu áramótum. „Þar af eru 158 sem lokið hafa atvinnuendurhæfingunni fram að áramótum 2007/2008. Þriðjungur þátt- fakenda í atvinnuendurhæfingunni eru konur og er meðaltalsaldur þeirra 37 ár, eða frá 17-59 ára. Verið er að taka saman tölfræði fyrir 2008 en tölur frá upphafi og fram að áramótum 2007/2008 sýna að þátttakendur hafa verið 2,3 ár að meðaltali frá vinnu eða allt að 23 árum. Árangur starfseminnar er mjög góður en árangur telst vera þegar einstak- lingurinn fer í vinnu, nám, atvinnuleit eða vinnu á vernduðum vinnustað. Alls hafa 118 náð þessum árangri eða 62%, sjá mynd 1. Árangurinn er þeim mun betri sem þátttakendur hafa verið styttri tíma frá vinnu." „I mínum huga er það besti hugsanlegur árang- ur að hitta einhvern úti í atvinnulífinu, glaðbeittan og jákvæðan, eftir að hafa komið niðurbrotinn til endurhæfingar, rúinn sjálfstrausti og sannfærður um að eiga ekki afturkvæmt út á vinnumarkaðinn eða í nám. Þetta veitir manni sérstaka ánægju- tilfinningu og sannfærir mann um að starfið hér skilar áþreifanlegum árangri," segir Guðmundur að lokum og undir það taka þau Ómar og Kristín. IVIynd 1. Heildarárangur atvinnuendurhæfingarinnar árin 2000-2007. LÆKNAblaðið 2009/95 217

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.